Þriggja barna móðir berst við kerfið eftir banaslys á bænum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. október 2023 21:01 Helga Björg berst við stjórnkerfið vegna nýrrar kennitölu sem þarf að setja á búið eftir fráfall manns hennar í vinnuslysi í mars. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ekkja með þrjú lítil börn, sem missti manninn sinn snemma í vor í vinnuslysi á bæ þeirra hjóna í Rangárvallasýslu er mjög ósátt við það hvernig stjórnkerfið sækir á hana með allskonar leyfum og rukkunum eftir að maður hennar dó því búið var á hans kennitölu. Hjónin voru búin að vera í tíu ár í kúabúskap þegar maðurinn dó og rétt áður brunnu kindurnar þeirra inni í eldsvoða á bænum. Helga Björg Helgadóttir er kúabóndi með 45 kýr á bænum Syðri Hömrum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu með þrjú lítil börn, tveggja ára, níu ára og ellefu ára. 17. mars síðastliðinn dó Guðjón Björnsson, maður hennar í vinnuslysi á bænum aðeins 40 ára gamall. Áður höfðu þau misst allar kindurnar sínar í bruna á bænum. Helga Björg skrifaði í vikunni pistil á síðu kúabænda á Facebook þar sem hún sagði frá því hvernig kerfið eins og hún kallar það sé sífellt að ráðast á hana á sama tíma og hún og fjölskyldan syrgja Guðjón heitinn. Guðjón heitinn með börn þeirra Helgu en þau eru í dag tveggja ára, níu ára og ellefu ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Búið okkar var skráð á hans kennitölu en þá þurfti ég að skipta um kennitölu, gat ekki notað hans áfram og setja á mína kennitölu og þarf þá að fara að færa öll okkar viðskipti yfir á mig. Í flestum tilfellum var það ekkert mál, bara eitt símtal og því var reddað. Svo heyri ég í Auðhumlu, þar sem ég legg mjólkina inn hjá og þeir eru með eitthvað flóknara regluverk en aðrir og ég þarf að sækja um eins og ég sé nýr innleggjandi þó að ég sé búin að vera í búskap með manninum mínum í 10 ár,” segir Helga Björg. Hún þurfti þá að fylla út nýja umsókn til Auðhumlu og láta Matvælastofnun vita svo hún gæti fengið nýtt mjólkursöluleyfi og þar með nýtt innleggsnúmer með tilheyrandi kostnaði. „Þegar þú ert í þessum sporum eins og ég, búin að missa manninn þinn, ert í sorg, ert með þrjú börn í sorg, þá hefur þú ekki tíma fyrir svona vitleysu, það er bara þannig,” segir Helga Björg meðal annars í viðtalinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá hélt ég að ég gæti bara hringt í þá og þeir myndu bara senda mér nýtt mjólkursöluleyfi því ég var með mjólkursöluleyfi fyrir. En það var ekki þannig. Þá þurfti ég að fá starfsmann frá þeim til að koma og taka út búið hjá mér bara eins og ég væri ný byrjuð. Þegar þú ert í þessum sporum eins og ég, búin að missa manninn þinn, ert í sorg, ert með þrjú börn í sorg, þá hefur þú ekki tíma fyrir svona vitleysu. Það er bara þannig,” segir Helga og bætir við: „Regluverkið er bara svo ferkantað að það gerir bara ekki ráð fyrir að þú getir dáið, það er engin sveigjanleiki.” Útför Guðjóns fór fram frá Selfosskirkju 4. apríl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helga Björg segist hafa fengið mjög mikil viðbrögð við pistli sínum á síðu kúabænda. Þar svarar framkvæmdastjóri Auðhumlu henni meðal annars þar sem kemur fram að fyrirtækið megi ekki skrá nýjan innleggjanda í sínar bækur nema viðkomandi hafi gilt mjólkursöluleyfi frá Matvælastofnun. „Ég vona bara að þetta hreyfi við einhverju, að einhverjum reglum verði breytt. Ég vona náttúrulega innilega að enginn lendi í því sama og ég að missa maka sinn á svona hræðilegan hátt,” segir Helga Björg. Ásahreppur Landbúnaður Vinnuslys Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Ásahreppi Karlmaðurinn sem lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi hét Guðjón Björnsson. Hann var fæddur árið 1983 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Haldin var bænastund í hreppnum í gær. 20. mars 2023 15:24 Klemmdist og lést í vinnuslysi Karlmaður lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi á föstudag. 19. mars 2023 13:32 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Helga Björg Helgadóttir er kúabóndi með 45 kýr á bænum Syðri Hömrum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu með þrjú lítil börn, tveggja ára, níu ára og ellefu ára. 17. mars síðastliðinn dó Guðjón Björnsson, maður hennar í vinnuslysi á bænum aðeins 40 ára gamall. Áður höfðu þau misst allar kindurnar sínar í bruna á bænum. Helga Björg skrifaði í vikunni pistil á síðu kúabænda á Facebook þar sem hún sagði frá því hvernig kerfið eins og hún kallar það sé sífellt að ráðast á hana á sama tíma og hún og fjölskyldan syrgja Guðjón heitinn. Guðjón heitinn með börn þeirra Helgu en þau eru í dag tveggja ára, níu ára og ellefu ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Búið okkar var skráð á hans kennitölu en þá þurfti ég að skipta um kennitölu, gat ekki notað hans áfram og setja á mína kennitölu og þarf þá að fara að færa öll okkar viðskipti yfir á mig. Í flestum tilfellum var það ekkert mál, bara eitt símtal og því var reddað. Svo heyri ég í Auðhumlu, þar sem ég legg mjólkina inn hjá og þeir eru með eitthvað flóknara regluverk en aðrir og ég þarf að sækja um eins og ég sé nýr innleggjandi þó að ég sé búin að vera í búskap með manninum mínum í 10 ár,” segir Helga Björg. Hún þurfti þá að fylla út nýja umsókn til Auðhumlu og láta Matvælastofnun vita svo hún gæti fengið nýtt mjólkursöluleyfi og þar með nýtt innleggsnúmer með tilheyrandi kostnaði. „Þegar þú ert í þessum sporum eins og ég, búin að missa manninn þinn, ert í sorg, ert með þrjú börn í sorg, þá hefur þú ekki tíma fyrir svona vitleysu, það er bara þannig,” segir Helga Björg meðal annars í viðtalinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá hélt ég að ég gæti bara hringt í þá og þeir myndu bara senda mér nýtt mjólkursöluleyfi því ég var með mjólkursöluleyfi fyrir. En það var ekki þannig. Þá þurfti ég að fá starfsmann frá þeim til að koma og taka út búið hjá mér bara eins og ég væri ný byrjuð. Þegar þú ert í þessum sporum eins og ég, búin að missa manninn þinn, ert í sorg, ert með þrjú börn í sorg, þá hefur þú ekki tíma fyrir svona vitleysu. Það er bara þannig,” segir Helga og bætir við: „Regluverkið er bara svo ferkantað að það gerir bara ekki ráð fyrir að þú getir dáið, það er engin sveigjanleiki.” Útför Guðjóns fór fram frá Selfosskirkju 4. apríl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helga Björg segist hafa fengið mjög mikil viðbrögð við pistli sínum á síðu kúabænda. Þar svarar framkvæmdastjóri Auðhumlu henni meðal annars þar sem kemur fram að fyrirtækið megi ekki skrá nýjan innleggjanda í sínar bækur nema viðkomandi hafi gilt mjólkursöluleyfi frá Matvælastofnun. „Ég vona bara að þetta hreyfi við einhverju, að einhverjum reglum verði breytt. Ég vona náttúrulega innilega að enginn lendi í því sama og ég að missa maka sinn á svona hræðilegan hátt,” segir Helga Björg.
Ásahreppur Landbúnaður Vinnuslys Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Ásahreppi Karlmaðurinn sem lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi hét Guðjón Björnsson. Hann var fæddur árið 1983 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Haldin var bænastund í hreppnum í gær. 20. mars 2023 15:24 Klemmdist og lést í vinnuslysi Karlmaður lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi á föstudag. 19. mars 2023 13:32 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Nafn mannsins sem lést í Ásahreppi Karlmaðurinn sem lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi hét Guðjón Björnsson. Hann var fæddur árið 1983 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Haldin var bænastund í hreppnum í gær. 20. mars 2023 15:24
Klemmdist og lést í vinnuslysi Karlmaður lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi á föstudag. 19. mars 2023 13:32