Viðtal við 80's goðsagnir í fullri lengd: Hrifnir af Íslandi og hafa engu gleymt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2023 16:23 Öllu var tjaldað til á þrjátíu og fimm ára afmæli Todmobile í Hörpu um helgina. Vísir/Dúi Í gærkvöldi sveif andi níunda áratugarins yfir vötnum í Hörpu þegar Todmobile hélt tvenna afmælistónleika í röð en gestir hljómsveitarinnar voru ekki af verri endanum. Þeir Nik Kershaw, Tony Hadley söngvari Spandau Ballet og Midge Ure söngvari Ultravox stigu á svið ásamt SinfoniuNord undir stjórn Atla Örvarssonar og úr varð allsherjar tónlistarveisla þar sem salurinn söng hástöfum með lögum á borð við Vienna, Dancing with Tears in My Eyes, True, Through the Barricades, Don‘t Let the Sun go Down on Me og svo auðvitað Brúðkaupslaginu, Spiladósalaginu og helstu slögurum Tobmobile. Miðað við þessa veislu hlýtur fólk að velta fyrir sér hvernig fertugsafmæli sveitarinnar verður. Undirritaðri datt í hug að öll þau sem sóttu tónleikana í gær, og eru enn í hálfgerðri sæluvímu, gæti þyrst í meira efni. Hér að ofan má því sjá viðtalið við þá Kershaw, Tony Hadley og Þorvald Bjarna Þorvaldsson sem tekið var síðasta föstudag í mun lengri útgáfu en þeirri sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í viðtalinu fara þeir um víðan völl, segja frá sínum bestu lögum á ferlinum og reyna að fanga hvað það er við níunda áratuginn sem er svona skrambi gott. Kapparnir eru í frábæru formi og hafa engu gleymt, í viðtalinu reyta þeir hreinlega af sér brandarana og á stundum leystist viðtalið upp í hálfgerðan galsa, enda höfðu þeir ekki náð miklum svefni eftir flugið til Íslands. Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Átrúnaðargoðin úr áttunni ætla að trylla lýðinn með Todmobile Þrjár helstu goðsagnirnar níunda áratugarins eru mættar á klakann og ætla að hjálpa Todmobile að fagna rækilega 35 ára afmæli hljómsveitarinnar með tónlistarveislu annað kvöld í Hörpu. Níundi áratugurinn verður í algjörum forgrunni en tvennir tónleikar fara fram annað kvöld. 13. október 2023 23:44 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Þeir Nik Kershaw, Tony Hadley söngvari Spandau Ballet og Midge Ure söngvari Ultravox stigu á svið ásamt SinfoniuNord undir stjórn Atla Örvarssonar og úr varð allsherjar tónlistarveisla þar sem salurinn söng hástöfum með lögum á borð við Vienna, Dancing with Tears in My Eyes, True, Through the Barricades, Don‘t Let the Sun go Down on Me og svo auðvitað Brúðkaupslaginu, Spiladósalaginu og helstu slögurum Tobmobile. Miðað við þessa veislu hlýtur fólk að velta fyrir sér hvernig fertugsafmæli sveitarinnar verður. Undirritaðri datt í hug að öll þau sem sóttu tónleikana í gær, og eru enn í hálfgerðri sæluvímu, gæti þyrst í meira efni. Hér að ofan má því sjá viðtalið við þá Kershaw, Tony Hadley og Þorvald Bjarna Þorvaldsson sem tekið var síðasta föstudag í mun lengri útgáfu en þeirri sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í viðtalinu fara þeir um víðan völl, segja frá sínum bestu lögum á ferlinum og reyna að fanga hvað það er við níunda áratuginn sem er svona skrambi gott. Kapparnir eru í frábæru formi og hafa engu gleymt, í viðtalinu reyta þeir hreinlega af sér brandarana og á stundum leystist viðtalið upp í hálfgerðan galsa, enda höfðu þeir ekki náð miklum svefni eftir flugið til Íslands.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Átrúnaðargoðin úr áttunni ætla að trylla lýðinn með Todmobile Þrjár helstu goðsagnirnar níunda áratugarins eru mættar á klakann og ætla að hjálpa Todmobile að fagna rækilega 35 ára afmæli hljómsveitarinnar með tónlistarveislu annað kvöld í Hörpu. Níundi áratugurinn verður í algjörum forgrunni en tvennir tónleikar fara fram annað kvöld. 13. október 2023 23:44 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Átrúnaðargoðin úr áttunni ætla að trylla lýðinn með Todmobile Þrjár helstu goðsagnirnar níunda áratugarins eru mættar á klakann og ætla að hjálpa Todmobile að fagna rækilega 35 ára afmæli hljómsveitarinnar með tónlistarveislu annað kvöld í Hörpu. Níundi áratugurinn verður í algjörum forgrunni en tvennir tónleikar fara fram annað kvöld. 13. október 2023 23:44