Tillögu um að tryggja rétt frumbyggja í stjórnarskrá hafnað í Ástralíu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. október 2023 10:36 Auglýsing frá já-fólki sem krotað var yfir. Vísir/EPA Tillögu um nýja þingnefnd sem átti að ráðleggja þingi um málefni frumbyggja var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í Ástralíu í gær. Leiðtogar frumbyggja kalla eftir vikulangri þögn og íhugun. Frumbyggjar hafa búið í Ástralíu í 60 þúsund ár. Leiðtogar frumbyggja í Ástrala hafa kallað eftir vikulangri þögn og íhugun í kjölfar þess að breytingu á stjórnarskrá sem hefði viðurkennt rétt frumbyggja til að hafa áhrif á þingi var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Alls greiddu fleiri en 60 prósent gegn tillögunni. Í henni var lagt til að sett yrði á stofn sérstök nefnd frumbyggja á þingi sem myndi ráðleggja þingmönnum um öll málefni sem snerta frumbyggja. Til að hún hefði verið samþykkt hefði þurft meirihluta á landsvísu og í það minnsta fjórum af sex fylkjum ríkisins. Tillögunni var hafnað í öllum sex. „Þetta er beisk kaldhæðni,“ sagði í tilkynningu frá leiðtogum frumbyggja eftir að niðurstaða kosninganna lá fyrir og héldu svo áfram: „ Að fólkið sem hefur verið hér í þessari heimsálfu í 235 ár vilji ekki viðurkenna þau sem hafa átt heimili sitt hér í meira en 60 þúsund ár er óskiljanlegt.“ Þá kom fram í tilkynningunni að fána frumbyggja yrði flaggað yrði í hálfa stöng alla vikuna. Á vef Reuters segir að niðurstaðan sé bakslag í réttindabaráttu frumbyggja í Ástralíu og geti haft áhrif á það hvernig fólk um allan heim telur Ástralíu koma fram við frumbyggjaþjóðir. Ólíkt Kanada og Nýja-Sjálandi hefur þeim ekki tekist að ná neins konar samkomulagi eða viðurkennt þau formlega. Frumbyggjar eru um 3,8 prósent þjóðarinnar en alls búa um 26 milljónir í Ástralíu. Þau hafa búið þar í um 60 þúsund ár en eru ekki nefnd í stjórnarskránni og eru sá hópur fólks sem hallar hvað mest á samfélagslega. Forsætisráðherra landsins, Anthony Albanese, hafði í aðdraganda kosninganna sagt tillöguna geta sameinað Ástrala, en án árangurs. Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Peter Dutton, hafði á sama tíma verið mótfallinn tillögunni. Ástralía Mannréttindi Tengdar fréttir Frumbyggjar gagnrýna mótshaldara í Ástralíu Hópur fótboltamanna af frumbyggjaættum hefur skrifað bréf til ástralska fótboltasambandsins og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna skorts á fjárstuðningi. Slíkt eigi að tilheyra arfleifð heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þessi dægrin. 27. júlí 2023 11:01 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Leiðtogar frumbyggja í Ástrala hafa kallað eftir vikulangri þögn og íhugun í kjölfar þess að breytingu á stjórnarskrá sem hefði viðurkennt rétt frumbyggja til að hafa áhrif á þingi var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Alls greiddu fleiri en 60 prósent gegn tillögunni. Í henni var lagt til að sett yrði á stofn sérstök nefnd frumbyggja á þingi sem myndi ráðleggja þingmönnum um öll málefni sem snerta frumbyggja. Til að hún hefði verið samþykkt hefði þurft meirihluta á landsvísu og í það minnsta fjórum af sex fylkjum ríkisins. Tillögunni var hafnað í öllum sex. „Þetta er beisk kaldhæðni,“ sagði í tilkynningu frá leiðtogum frumbyggja eftir að niðurstaða kosninganna lá fyrir og héldu svo áfram: „ Að fólkið sem hefur verið hér í þessari heimsálfu í 235 ár vilji ekki viðurkenna þau sem hafa átt heimili sitt hér í meira en 60 þúsund ár er óskiljanlegt.“ Þá kom fram í tilkynningunni að fána frumbyggja yrði flaggað yrði í hálfa stöng alla vikuna. Á vef Reuters segir að niðurstaðan sé bakslag í réttindabaráttu frumbyggja í Ástralíu og geti haft áhrif á það hvernig fólk um allan heim telur Ástralíu koma fram við frumbyggjaþjóðir. Ólíkt Kanada og Nýja-Sjálandi hefur þeim ekki tekist að ná neins konar samkomulagi eða viðurkennt þau formlega. Frumbyggjar eru um 3,8 prósent þjóðarinnar en alls búa um 26 milljónir í Ástralíu. Þau hafa búið þar í um 60 þúsund ár en eru ekki nefnd í stjórnarskránni og eru sá hópur fólks sem hallar hvað mest á samfélagslega. Forsætisráðherra landsins, Anthony Albanese, hafði í aðdraganda kosninganna sagt tillöguna geta sameinað Ástrala, en án árangurs. Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Peter Dutton, hafði á sama tíma verið mótfallinn tillögunni.
Ástralía Mannréttindi Tengdar fréttir Frumbyggjar gagnrýna mótshaldara í Ástralíu Hópur fótboltamanna af frumbyggjaættum hefur skrifað bréf til ástralska fótboltasambandsins og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna skorts á fjárstuðningi. Slíkt eigi að tilheyra arfleifð heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þessi dægrin. 27. júlí 2023 11:01 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Frumbyggjar gagnrýna mótshaldara í Ástralíu Hópur fótboltamanna af frumbyggjaættum hefur skrifað bréf til ástralska fótboltasambandsins og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna skorts á fjárstuðningi. Slíkt eigi að tilheyra arfleifð heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þessi dægrin. 27. júlí 2023 11:01