Landsliðskonan Guðný Árnadóttir spilaði allan leikinn i stöðu bakvarðar hjá AC Milan en hún er fastamaður í varnarlínu liðsins.
Stigasöfnun AC Milan hefur farið rólega af stað í deildinni á nýhöfnu keppnistímabili en liðið hefur fjögur stig eftir jafn marga leiki og situr í sjötta sæti.