Óskar Hrafn var látinn fara frá Breiðablik eftir síðasta leik liðsins gegn Stjörnunni í Bestu deild karla um síðustu helgi en sú ákvörðun Breiðabliks vakti mikla athygli.
Fyrrum aðstoðarmaður Óskars, Halldór Árnason, tók við Breiðablik í kjölfarið og hefur fengið þriggja ára samning.
En nýjustu fréttir frá Noregi hljóða svo að Óskar Hrafn muni að öllum líkindum taka við liði Haugesund sem spilar í efstu deild Noregs en liðinu hefur gengið illa upp á síðkastið og situr í þrettánda sæti deildarinnar.