Þar segir að unnið sé að bilanagreiningu og að undirbúningur að viðgerð sé hafin. Sigurrós Jónsdóttir, samskiptafulltrúi Mílu, segir í samtali við Vísi að verið sé að staðsetja slitið og meta aðstæður á staðnum.
Sigurrós segir ekki ljóst hvað viðgerð muni taka langan tíma. Það fari eftir aðstæðum. Viðgerðin ætti þó ekki að taka langan tíma séu aðstæður þannig, um sé að ræða forgangsatriði hjá Mílu.
Hún segir ekki vitað hvað olli biluninni á þessari stundu. Áhrif á þjónustu Mílu ættu að vera minniháttar að sögn Sigurrósar en óljóst sé hvaða áhrif það hafi á starfsemi fjarskiptafyrirtækja.
Uppfært 16:43
Viðgerð er nú lokið á strengsliti sem varð á ljósleiðara landshring Mílu milli Akraness og Borgarness.