Læknar án landamæra fordæma Ísraela: „Verið er að fletja út Gasaströndina“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. október 2023 20:45 Palestínskir sjúkraliðar hjálpa manni sem særðist í loftárásum Ísraela á Shifa-spítala á Gasaströndinni. Læknar án landamæra kalla eftir því að spítalir fái að vera örugg svæði utan átakanna. AP/Ali Mahmoud Læknar án landamæra segja Ísraela hafa gefið læknum einungis tvo klukkutíma til að rýma sjúkrahús í Al Awda á Gasaströndinni. Læknar samtakanna fordæma aðgerðirnar og áframhaldandi árásir á innviði heilbrigðiskerfisins á Gasaströndinni. Samtökin greindu frá þessu á X (áður Twitter) fyrir um klukkustund síðan. Þar segir að læknar samtakanna séu enn að sinna sjúklingum og séu að reyna að verja bæði starfsfólk sitt og sjúklinga. BREAKING: Israel has given Al Awda Hospital just two hours to evacuate. Our staff are still treating patients.We unequivocally condemn this action, the continued indiscriminate bloodshed and attacks on health care in Gaza.We are trying to protect our staff and patients.— MSF International (@MSF) October 13, 2023 „Við fordæmum þessar aðgerðir, áframhaldandi blóðsúthellingar og árásir á innviði heilbrigðiskerfisins í Gasa, umbúðalaust,“ segir í færslunni. Fordæma kröfur Ísraelsmanna „Sólarhringsfresturinn sem Ísrael hefur gefið fólkinu í norðurhluta Gasa til að yfirgefa land sitt, heimili og sjúkrahús er svívirðilegur,“ sagði Meinie Nicolai, forstjóri Lækna án landamæra, í yfirlýsingu. „Við höfum endurtekið séð afmennskandi mál notað og þetta ofbeldi er birtingarmynd þess. Við erum að tala um meira en milljón manneskjur,“ sagði hann einnig og að „fordæmalaust“ væri ekki nógu stórt orð til að lýsa því sem væri að gerast. „Verið er að fletja út Gasaströndina, þúsundir eru að deyja, þessu verður að ljúka núna. Við fordæmum kröfur Ísrael algjörlega.“ Óska eftir því að spítalar fái að vera í friði Læknar án landamæra hafa einnig staðfest að alþjóðleg teymi samtakanna, sem samanstanda hvert af um tuttugu starfsmönnum, á norðurhluta Gasastrandarinnar hafa flutt sig yfir á suðurhlutann. Þá segjast samtökin ekki geta sannreynt ástand allra 300 palestínskra kollega sinna en einhverjir þeirra séu að reyna að koma sér suður með fjölskyldum sínum og að samtökin séu að reyna að hjálpa því fólki að finna húsaskjól. Aðrir hafa haldið kyrru fyrir í norðrinu til að sinna særðum einstaklingum og öðrum sjúklingum. Læknar án landamæra segja að kröfur Ísralesmanna um brottflutning rúmlega 1,1 milljónar íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar séu fáránlegar og muni gera hræðilegt ástandið enn verra. Þá óska samtökin eftir því að búin verði til afmörkuð svæði sem eru örugg frá átökunum, þar á meðal spítalar. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Samtökin greindu frá þessu á X (áður Twitter) fyrir um klukkustund síðan. Þar segir að læknar samtakanna séu enn að sinna sjúklingum og séu að reyna að verja bæði starfsfólk sitt og sjúklinga. BREAKING: Israel has given Al Awda Hospital just two hours to evacuate. Our staff are still treating patients.We unequivocally condemn this action, the continued indiscriminate bloodshed and attacks on health care in Gaza.We are trying to protect our staff and patients.— MSF International (@MSF) October 13, 2023 „Við fordæmum þessar aðgerðir, áframhaldandi blóðsúthellingar og árásir á innviði heilbrigðiskerfisins í Gasa, umbúðalaust,“ segir í færslunni. Fordæma kröfur Ísraelsmanna „Sólarhringsfresturinn sem Ísrael hefur gefið fólkinu í norðurhluta Gasa til að yfirgefa land sitt, heimili og sjúkrahús er svívirðilegur,“ sagði Meinie Nicolai, forstjóri Lækna án landamæra, í yfirlýsingu. „Við höfum endurtekið séð afmennskandi mál notað og þetta ofbeldi er birtingarmynd þess. Við erum að tala um meira en milljón manneskjur,“ sagði hann einnig og að „fordæmalaust“ væri ekki nógu stórt orð til að lýsa því sem væri að gerast. „Verið er að fletja út Gasaströndina, þúsundir eru að deyja, þessu verður að ljúka núna. Við fordæmum kröfur Ísrael algjörlega.“ Óska eftir því að spítalar fái að vera í friði Læknar án landamæra hafa einnig staðfest að alþjóðleg teymi samtakanna, sem samanstanda hvert af um tuttugu starfsmönnum, á norðurhluta Gasastrandarinnar hafa flutt sig yfir á suðurhlutann. Þá segjast samtökin ekki geta sannreynt ástand allra 300 palestínskra kollega sinna en einhverjir þeirra séu að reyna að koma sér suður með fjölskyldum sínum og að samtökin séu að reyna að hjálpa því fólki að finna húsaskjól. Aðrir hafa haldið kyrru fyrir í norðrinu til að sinna særðum einstaklingum og öðrum sjúklingum. Læknar án landamæra segja að kröfur Ísralesmanna um brottflutning rúmlega 1,1 milljónar íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar séu fáránlegar og muni gera hræðilegt ástandið enn verra. Þá óska samtökin eftir því að búin verði til afmörkuð svæði sem eru örugg frá átökunum, þar á meðal spítalar.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira