Arnór og Ísak verða úti á vængjunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. október 2023 17:41 Arnór SIgurðsson átti frábæra innkomu af varamannabekknum í sigrinum gegn Bosníu Getty Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í leik kvöldsins gegn Lúxemborg. Tvær breytingar eru gerðar á liðinu frá síðasta leik gegn Bosníu. Varnarlínan helst óbreytt, Rúnar Alex Rúnarsson stendur vaktina í markinu með Guðlaug Victor og fyrirliðann Sverri Inga sem miðvarðapar fyrir framan. Alfons Sampsted heldur hlutverki sínu í hægri bakverðinum og Kolbeinn Finnsson stillir sér upp vinstra megin. Íslenska liðið skartar þriggja manna miðju, í tapinu gegn Lúxemborg í síðasta mánuði var stillt upp í fjögurra manna miðju. Miðjan er að þessu sinni skipuð þeim Willumi Willumssyni, Arnóri Ingva Traustasyni og Hákoni Arnari Haraldssyni. Jóhann Berg, sem hefur borið fyrirliðabandið í síðustu leikjum er frá vegna meiðsla. Orri Steinn Óskarsson leiðir línuna fremstur manna, Ísak Bergmann verður hægra megin og Arnór Sigurðsson úti á vinstri vængnum. Lúxemborg gerir þrjár breytingar frá því í 3-1 sigrinum gegn Íslandi. Dirk Clarkson kemur inn í þriggja manna varnarlínu. Markaskorarinn Yvandro Sanches verður ekki með í kvöld, inn í hans stað kemur Eldin Dzogovic. Framherjinn Vincent Thill kemur svo inn fyrir Mathias Olesen sem fór meiddur af velli síðast. Gylfi Þór Sigurðsson er að sjálfsögðu mættur aftur í landsliðshópinn eftir langa fjarveru, hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli upp á síðkastið en spilaði þrjátíu mínútur gegn Silkeborg síðustu helgi og það má fastlega gera ráð fyrir því að hann komi eitthvað við sögu í kvöld. Framundan er algjör skyldusigur ætli Ísland að blanda sér í baráttuna um umspilssæti í riðlinum fyrir EM 2024. Leikurinn hefst kl. 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Varnarlínan helst óbreytt, Rúnar Alex Rúnarsson stendur vaktina í markinu með Guðlaug Victor og fyrirliðann Sverri Inga sem miðvarðapar fyrir framan. Alfons Sampsted heldur hlutverki sínu í hægri bakverðinum og Kolbeinn Finnsson stillir sér upp vinstra megin. Íslenska liðið skartar þriggja manna miðju, í tapinu gegn Lúxemborg í síðasta mánuði var stillt upp í fjögurra manna miðju. Miðjan er að þessu sinni skipuð þeim Willumi Willumssyni, Arnóri Ingva Traustasyni og Hákoni Arnari Haraldssyni. Jóhann Berg, sem hefur borið fyrirliðabandið í síðustu leikjum er frá vegna meiðsla. Orri Steinn Óskarsson leiðir línuna fremstur manna, Ísak Bergmann verður hægra megin og Arnór Sigurðsson úti á vinstri vængnum. Lúxemborg gerir þrjár breytingar frá því í 3-1 sigrinum gegn Íslandi. Dirk Clarkson kemur inn í þriggja manna varnarlínu. Markaskorarinn Yvandro Sanches verður ekki með í kvöld, inn í hans stað kemur Eldin Dzogovic. Framherjinn Vincent Thill kemur svo inn fyrir Mathias Olesen sem fór meiddur af velli síðast. Gylfi Þór Sigurðsson er að sjálfsögðu mættur aftur í landsliðshópinn eftir langa fjarveru, hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli upp á síðkastið en spilaði þrjátíu mínútur gegn Silkeborg síðustu helgi og það má fastlega gera ráð fyrir því að hann komi eitthvað við sögu í kvöld. Framundan er algjör skyldusigur ætli Ísland að blanda sér í baráttuna um umspilssæti í riðlinum fyrir EM 2024. Leikurinn hefst kl. 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira