„Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2023 16:41 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins í rútunni á leið til fundar stjórnarflokkanna á Þingvöllum. Ekkert hefur spurst hver lendingin verður en að sögn Jóhanns Páls ríkir nú stjórnarkreppa í landinu. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. Jóhann Páll var gestur Gunnars Smára Egilssonar á Samstöðinni og ræddi þar þá stöðu sem nú er uppi eftir að Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra. Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa setið og ráðið ráðum sínum á Þingvöllum í dag og á morgun hefur verið boðað til blaðamannafundar. Þar munu formenn stjórnarflokkanna þriggja, þau Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson gera grein fyrir því hver niðurstaðan verður. Norður-Kóreisk lofræða Katrínar um Bjarna Flestir gera ráð fyrir því að Bjarni muni einfaldlega skipta um stól við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og taka við sem utanríkisráðherra. En, að sögn Jóhanns Páls kann það að reynast skammgóður vermir. „Fólk er ekki fífl,“ segir hann með vísan til þess að kjósendur muni sjá í gegnum það leikrit. Með því sé ekki verið að taka ábyrgð á einu né neinu. Jóhann Páll segir Sjálfstæðisflokkinn þann stjórnmálaflokk sem kemst næst því að mega teljast fjöldahreyfingu og hann geti virkjað sína kosningavél hvenær sem er. Því sé ekki að heilsa með Framsóknarflokk og því síður Vinstri græn. Hroðaleg útreið í skoðanakönnunum haldi ríkisstjórninni saman og þar af leiðandi óttinn við kjósendur. Staða Sjálfstæðisflokksins gagnvart samstarfinu litist af því. „Þeirra staða í þessu samtali er talsvert sterkari en hinna. Maður tekur eftir þessu þegar maður sér Katrínu Jakobsdóttur tala í gær. Mér fannst sláandi viðtalið við hana í Kastljósi í gær. Þingmenn stjórnarflokkana fara til fundar á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir stígur í rútuna.vísir/vilhelm Hún treystir Bjarna Benediktssyni betur en hann treystir sér sjálfur. Þetta er ótrúlegt eftir allt sem á undan er gengið og þegar fyrir liggur þungur áfellisdómur frá þremur eftirlitsaðilum. Eftir að þau hafa hrakist úr einu víginu í annað allan þennan tíma að heyra þessa nánast Norður-Kóreisku lofræðu frá fólkinu úr stjórnarmeirihlutanum og heyra svo Katrínu tala á þeim nótum um Bjarna,“ segir Jóhann Páll ómyrkur í máli. Skelfingin ræður för Jóhann Páll segir að með þessu sé búið að slá út af borðinu merkingu orðanna að axla ábyrgð. Eitthvað tal um að Bjarni sé klókur og þetta sé refskák, Jóhann Páll telur þetta gera ríkisstjórnina enn veiklulegri en var og er þá mikið sagt. Jóhann Páll segir ríkisstjórnina hanga saman á ótta við kjósendur.vísir/vilhelm „Hugsanlega er þetta enn verra fyrir VG og Framsókn. En það sem maður sér er að VG og Framsókn eru logandi hrædd við að ganga til kosninga. Þau mega ekki til þess hugsa að eiga samtal við kjósendur að þau eru til í að vaða eld og brennistein til að komast hjá því. Og gefa Sjálfstæðisflokki meira.“ Jóhann Páll metur það því svo að þó stjórnarkreppa sé hugsanlega ríkjandi þá muni þau vilja allt til vinna að hanga saman í von um að eitthvað kraftaverk gerist á þeim tæpu tveimur árum sem eru til næstu kosninga. En það líti ekki vel út, fjöldinn allur af erfiðum verkefnum standi fyrir dyrum. „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Fleiri fréttir Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Sjá meira
Jóhann Páll var gestur Gunnars Smára Egilssonar á Samstöðinni og ræddi þar þá stöðu sem nú er uppi eftir að Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra. Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa setið og ráðið ráðum sínum á Þingvöllum í dag og á morgun hefur verið boðað til blaðamannafundar. Þar munu formenn stjórnarflokkanna þriggja, þau Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson gera grein fyrir því hver niðurstaðan verður. Norður-Kóreisk lofræða Katrínar um Bjarna Flestir gera ráð fyrir því að Bjarni muni einfaldlega skipta um stól við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og taka við sem utanríkisráðherra. En, að sögn Jóhanns Páls kann það að reynast skammgóður vermir. „Fólk er ekki fífl,“ segir hann með vísan til þess að kjósendur muni sjá í gegnum það leikrit. Með því sé ekki verið að taka ábyrgð á einu né neinu. Jóhann Páll segir Sjálfstæðisflokkinn þann stjórnmálaflokk sem kemst næst því að mega teljast fjöldahreyfingu og hann geti virkjað sína kosningavél hvenær sem er. Því sé ekki að heilsa með Framsóknarflokk og því síður Vinstri græn. Hroðaleg útreið í skoðanakönnunum haldi ríkisstjórninni saman og þar af leiðandi óttinn við kjósendur. Staða Sjálfstæðisflokksins gagnvart samstarfinu litist af því. „Þeirra staða í þessu samtali er talsvert sterkari en hinna. Maður tekur eftir þessu þegar maður sér Katrínu Jakobsdóttur tala í gær. Mér fannst sláandi viðtalið við hana í Kastljósi í gær. Þingmenn stjórnarflokkana fara til fundar á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir stígur í rútuna.vísir/vilhelm Hún treystir Bjarna Benediktssyni betur en hann treystir sér sjálfur. Þetta er ótrúlegt eftir allt sem á undan er gengið og þegar fyrir liggur þungur áfellisdómur frá þremur eftirlitsaðilum. Eftir að þau hafa hrakist úr einu víginu í annað allan þennan tíma að heyra þessa nánast Norður-Kóreisku lofræðu frá fólkinu úr stjórnarmeirihlutanum og heyra svo Katrínu tala á þeim nótum um Bjarna,“ segir Jóhann Páll ómyrkur í máli. Skelfingin ræður för Jóhann Páll segir að með þessu sé búið að slá út af borðinu merkingu orðanna að axla ábyrgð. Eitthvað tal um að Bjarni sé klókur og þetta sé refskák, Jóhann Páll telur þetta gera ríkisstjórnina enn veiklulegri en var og er þá mikið sagt. Jóhann Páll segir ríkisstjórnina hanga saman á ótta við kjósendur.vísir/vilhelm „Hugsanlega er þetta enn verra fyrir VG og Framsókn. En það sem maður sér er að VG og Framsókn eru logandi hrædd við að ganga til kosninga. Þau mega ekki til þess hugsa að eiga samtal við kjósendur að þau eru til í að vaða eld og brennistein til að komast hjá því. Og gefa Sjálfstæðisflokki meira.“ Jóhann Páll metur það því svo að þó stjórnarkreppa sé hugsanlega ríkjandi þá muni þau vilja allt til vinna að hanga saman í von um að eitthvað kraftaverk gerist á þeim tæpu tveimur árum sem eru til næstu kosninga. En það líti ekki vel út, fjöldinn allur af erfiðum verkefnum standi fyrir dyrum. „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Fleiri fréttir Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent