Vildi klæðast ruslinu sínu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. október 2023 07:49 Rebekka Ashley er viðmælandi í Kúnst. Vísir/Vilhelm „Ég myndi segja að leikgleði einkenni listsköpun mína og hún er mjög litrík og umhverfisvæn,“ segir vöruhönnuðurinn og plötusnúðurinn Rebekka Ashley, sem finnur notagildi í nánast öllu í kringum sig og fer vistvænar leiðir í sinni listsköpun. Rebekka Ashley er viðmælandi í Kúnst. Hér má sjá viðtalið í heild sinni: Nýr tilgangur í stað þess að enda í landfyllingu „Ég nota óhefðbundinn efnivið og er til dæmis núna að vefa með rafmagnssnúrum. Ég hef mikið verið að vinna með óhefðbundin efni í textílgerð.“ Rebekka tók þátt í samsýningu fyrir tveimur árum á vegum iðn- og vöruhönnuða í Ásmundarsal sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hennar listsköpun. „Sýningin snerist um að finna hversdagslega hluti sem voru kannski dottnir úr sínu notagildi og finna nýjan tilgang fyrir þá. Fyrsta sem mér datt í hug voru rafmagnssnúrurnar þannig að mig langaði að finna leið til þess að búa til eitthvað nýtt og koma þeim aftur inn á heimilið. Rafmagnssnúrur eiga ótrúlega stutt líf, bara nokkur ár og svo eru þær ónýtar. Og það er ekki hægt að endurvinna þær, þær eru gerðar úr svo mörgum mismunandi efnum þannig að þetta endar alltaf í landfyllingu. Mig langaði að finna þeim einhverja hringrás og ég skapaði til dæmis lampa, ljósakrónur, diskamottur, stóla, flíkur og alls konar úr rafmagnssnúrum.“ Rebekka Ashley vefar með snúrum. Vísir/Vilhelm „Ég vil geta klæðst ruslinu mínu“ Hún segir að í dag sé mikilvægt að hönnuðir hugsi í lausnum og séu með vistvæna hugsjón. „Maður getur ekki verið að búa endalaust til og skapa meira dót inn í heiminn sem mun síðan örugglega enda í ruslinu. Þannig að maður þarf að finna sniðugar lausnir og leiðir til að dansa í kringum það, búa til eitthvað nýtt úr gömlu.“ Eins og áður segir er Rebekka dugleg að skapa fjölbreytta hluti úr rafmagnssnúrum og má þar til dæmis nefna þungt og framúrstefnulegt vesti. „Það var maður úti í Danmörku sem hafði samband við mig. Hann hafði safnað rafmagnssnúrum allt sitt líf, sá það sem ég var búin að vera að gera og bað mig um að gera vesti úr snúrunum. Hann vildi semsagt klæðast sínu rusli. Vestið er mjög þungt en það er þó hægt að klæðast því og hans sýn var bara: Ég vil geta klæðst ruslinu mínu.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Menning Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
Hér má sjá viðtalið í heild sinni: Nýr tilgangur í stað þess að enda í landfyllingu „Ég nota óhefðbundinn efnivið og er til dæmis núna að vefa með rafmagnssnúrum. Ég hef mikið verið að vinna með óhefðbundin efni í textílgerð.“ Rebekka tók þátt í samsýningu fyrir tveimur árum á vegum iðn- og vöruhönnuða í Ásmundarsal sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hennar listsköpun. „Sýningin snerist um að finna hversdagslega hluti sem voru kannski dottnir úr sínu notagildi og finna nýjan tilgang fyrir þá. Fyrsta sem mér datt í hug voru rafmagnssnúrurnar þannig að mig langaði að finna leið til þess að búa til eitthvað nýtt og koma þeim aftur inn á heimilið. Rafmagnssnúrur eiga ótrúlega stutt líf, bara nokkur ár og svo eru þær ónýtar. Og það er ekki hægt að endurvinna þær, þær eru gerðar úr svo mörgum mismunandi efnum þannig að þetta endar alltaf í landfyllingu. Mig langaði að finna þeim einhverja hringrás og ég skapaði til dæmis lampa, ljósakrónur, diskamottur, stóla, flíkur og alls konar úr rafmagnssnúrum.“ Rebekka Ashley vefar með snúrum. Vísir/Vilhelm „Ég vil geta klæðst ruslinu mínu“ Hún segir að í dag sé mikilvægt að hönnuðir hugsi í lausnum og séu með vistvæna hugsjón. „Maður getur ekki verið að búa endalaust til og skapa meira dót inn í heiminn sem mun síðan örugglega enda í ruslinu. Þannig að maður þarf að finna sniðugar lausnir og leiðir til að dansa í kringum það, búa til eitthvað nýtt úr gömlu.“ Eins og áður segir er Rebekka dugleg að skapa fjölbreytta hluti úr rafmagnssnúrum og má þar til dæmis nefna þungt og framúrstefnulegt vesti. „Það var maður úti í Danmörku sem hafði samband við mig. Hann hafði safnað rafmagnssnúrum allt sitt líf, sá það sem ég var búin að vera að gera og bað mig um að gera vesti úr snúrunum. Hann vildi semsagt klæðast sínu rusli. Vestið er mjög þungt en það er þó hægt að klæðast því og hans sýn var bara: Ég vil geta klæðst ruslinu mínu.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Menning Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira