Bein útsending: Kvíði á ólíkum skeiðum lífsins Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2023 11:00 Kvíði á ólíkum skeiðum lífsins er í brennidepli í ár og munu sex sálfræðingar fjalla um málefnið á málstofunni. HR Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir opinni málstofu í tilefni af geðheilbrigðisviku sem er nú haldin í skólanum í sjöunda sinn á vegum nemendaráðgjafar og sálfræðiþjónustu HR. Málstofan stendur milli 11:30 og 13:30. Í tilkynningu frá HR segir að kvíði á ólíkum skeiðum lífsins sé í brennidepli í ár og munu sex sálfræðingar fjalla um málefnið á málstofunni, ræða um ólíkar birtingarmyndir kvíða og kynna hagnýt ráð til að takast á við slíkan vanda. Hægt verður að fylgjast með málstofunni í beinu streymi að neðan. Dagskrá málstofunnar er eftirfarandi: 11:30 Meðgöngutengdur kvíði. Auður Eiríksdóttir Auður er sálfræðingur og doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og verður með erindi um meðgöngutengdan kvíða. Meirihluti kvenna upplifir það að vera barnshafandi a.m.k einu sinni á ævinni. Meðganga er tímabil umskipta og aðlögunar þar sem konur ganga í gegnum miklar líkamlegar, tilfinningarlegar og félagslegar breytingar. Á meðan sumar konur upplifa meðgöngu sem ánægjulega og þroskandi eru aðrar sem finnst þessi tími vera streituvaldandi og upplifa kvíða. Í erindinu verður fjallað um meðgöngutengdan kvíða og helstu áhyggjur þungaðra kvenna. Farið verður stuttlega yfir áhættuþætti og hvernig er hægt að fyrirbyggja hamlandi tilfinningarvanda á meðgöngu og eftir fæðingu. 11:50 Hjálp! Barnið mitt er kvíðið. Hvað get ég gert? Dr. Brynjar Halldórsson Brynjar er dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Hann verður með erindi um kvíðavanda barna á aldrinum 5-12 ára. Í fyrirlestrinum verður fjallað um ýmsar birtingamyndir kvíða hjá börnum og hvernig hugsanir þeirra og hegðun viðhalda vandanum. Auk þess verður fjallað um ýmsar leiðir sem foreldrar geta beitt til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíða. Brynjar hefur á undanförnum árum leitt verkefni í samstarfi við Heilsugæsluna og Þjónustumiðstöðvar er snýr að innleiðingu á nýju meðferðarúrræði fyrir foreldra barna með kvíðaraskanir. Hann hefur sérhæft sig í rannsóknum og meðferð á kvíðaröskunum hjá börnum og fullorðnum einstaklingum. 12:10 Myrkur og meinlegir skuggar: Algeng fælni hjá börnum. Dr. Þórhildur Halldórsdóttir Með lækkandi sól og hrekkjavöku á næsta leiti finna mörg börn fyrir myrkfælni. Dr. Þórhildur Halldórsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík og barnasálfræðingur, verður með erindi um myrkfælni hjá börnum. Þegar myrkfælni verður hamlandi flokkast hún sem kvíðaröskun sem kallast sértæk fælni. Í erindinu verður stuttlega farið yfir birtingarmynd myrkfælni hjá börnum og fjallað um hagnýt ráð, byggð á hugrænni atferlismeðferð, til að takast á við hana. 12:30 Þarf ég að fara? – kvíði í félagslegum aðstæðum. Eva Rós Gunnardóttir Eva Rós er sálfræðingur hjá Sálfræðiþjónustu Háskólans í Reykjavík og verður með erindi um kvíða í samskiptum og öðrum félagslegum aðstæðum. Hún mun fjalla um ástæður þess að við upplifum kvíða þegar við eigum í samskiptum við annað fólk og ræða sérstaklega um hvenær slíkur kvíði verður að vandamáli. Að auki mun hún kynna leiðir sem hafa reynst fólki árangursríkar til að brjótast úr viðjum óöryggis og kvíða í félagslegum aðstæðum. 12:50 Get ég hætt að hafa áhyggjur? - áhyggjur, kvíði og almenn kvíðaröskun. Sævar Már Gústavsson Sævar Már er sálfræðingur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Sævar verður með erindi um áhyggjur þar sem hann fjallar um hvenær þær eru hjálplegar og hvenær ekki. Þó að áhyggjur séu eðlilegur partur af lífi okkar allra þá geta þær orðið óhóflega miklar og hamlað fólki í daglegu lífi. Í erindinu mun Sævar fjalla um áhyggjur almennt en einnig um birtingarmynd almennrar kvíðaröskunar. Hann mun fara yfir hvernig hægt er að nota aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar til að takast á við áhyggjur og hvernig hægt er að nálgast viðeigandi aðstoð ef þörf er á. 13:10 Ég get ekki meir – konur og kvíði. Dr. Linda Bára Lýðsdóttir Dr. Linda Bára er forstöðumaður Msc náms í klínískri við Háskólann í Reykjavík, hefur sérhæft sig í geðheilbrigði kvenna. Kvenfólk eru mun líklegra að upplifa truflandi kvíða en karlmenn. Í erindi sínu mun Linda Bára velta upp mögulegum ástæðum fyrir þessum kynjamun, ræða helstu birtingamyndir kvíða hjá konum á mismunandi tímaskeiðum og áhrif kvíða á ýmsa þætti í lífi kvenna. Geðheilbrigði Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Í tilkynningu frá HR segir að kvíði á ólíkum skeiðum lífsins sé í brennidepli í ár og munu sex sálfræðingar fjalla um málefnið á málstofunni, ræða um ólíkar birtingarmyndir kvíða og kynna hagnýt ráð til að takast á við slíkan vanda. Hægt verður að fylgjast með málstofunni í beinu streymi að neðan. Dagskrá málstofunnar er eftirfarandi: 11:30 Meðgöngutengdur kvíði. Auður Eiríksdóttir Auður er sálfræðingur og doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og verður með erindi um meðgöngutengdan kvíða. Meirihluti kvenna upplifir það að vera barnshafandi a.m.k einu sinni á ævinni. Meðganga er tímabil umskipta og aðlögunar þar sem konur ganga í gegnum miklar líkamlegar, tilfinningarlegar og félagslegar breytingar. Á meðan sumar konur upplifa meðgöngu sem ánægjulega og þroskandi eru aðrar sem finnst þessi tími vera streituvaldandi og upplifa kvíða. Í erindinu verður fjallað um meðgöngutengdan kvíða og helstu áhyggjur þungaðra kvenna. Farið verður stuttlega yfir áhættuþætti og hvernig er hægt að fyrirbyggja hamlandi tilfinningarvanda á meðgöngu og eftir fæðingu. 11:50 Hjálp! Barnið mitt er kvíðið. Hvað get ég gert? Dr. Brynjar Halldórsson Brynjar er dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Hann verður með erindi um kvíðavanda barna á aldrinum 5-12 ára. Í fyrirlestrinum verður fjallað um ýmsar birtingamyndir kvíða hjá börnum og hvernig hugsanir þeirra og hegðun viðhalda vandanum. Auk þess verður fjallað um ýmsar leiðir sem foreldrar geta beitt til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíða. Brynjar hefur á undanförnum árum leitt verkefni í samstarfi við Heilsugæsluna og Þjónustumiðstöðvar er snýr að innleiðingu á nýju meðferðarúrræði fyrir foreldra barna með kvíðaraskanir. Hann hefur sérhæft sig í rannsóknum og meðferð á kvíðaröskunum hjá börnum og fullorðnum einstaklingum. 12:10 Myrkur og meinlegir skuggar: Algeng fælni hjá börnum. Dr. Þórhildur Halldórsdóttir Með lækkandi sól og hrekkjavöku á næsta leiti finna mörg börn fyrir myrkfælni. Dr. Þórhildur Halldórsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík og barnasálfræðingur, verður með erindi um myrkfælni hjá börnum. Þegar myrkfælni verður hamlandi flokkast hún sem kvíðaröskun sem kallast sértæk fælni. Í erindinu verður stuttlega farið yfir birtingarmynd myrkfælni hjá börnum og fjallað um hagnýt ráð, byggð á hugrænni atferlismeðferð, til að takast á við hana. 12:30 Þarf ég að fara? – kvíði í félagslegum aðstæðum. Eva Rós Gunnardóttir Eva Rós er sálfræðingur hjá Sálfræðiþjónustu Háskólans í Reykjavík og verður með erindi um kvíða í samskiptum og öðrum félagslegum aðstæðum. Hún mun fjalla um ástæður þess að við upplifum kvíða þegar við eigum í samskiptum við annað fólk og ræða sérstaklega um hvenær slíkur kvíði verður að vandamáli. Að auki mun hún kynna leiðir sem hafa reynst fólki árangursríkar til að brjótast úr viðjum óöryggis og kvíða í félagslegum aðstæðum. 12:50 Get ég hætt að hafa áhyggjur? - áhyggjur, kvíði og almenn kvíðaröskun. Sævar Már Gústavsson Sævar Már er sálfræðingur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Sævar verður með erindi um áhyggjur þar sem hann fjallar um hvenær þær eru hjálplegar og hvenær ekki. Þó að áhyggjur séu eðlilegur partur af lífi okkar allra þá geta þær orðið óhóflega miklar og hamlað fólki í daglegu lífi. Í erindinu mun Sævar fjalla um áhyggjur almennt en einnig um birtingarmynd almennrar kvíðaröskunar. Hann mun fara yfir hvernig hægt er að nota aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar til að takast á við áhyggjur og hvernig hægt er að nálgast viðeigandi aðstoð ef þörf er á. 13:10 Ég get ekki meir – konur og kvíði. Dr. Linda Bára Lýðsdóttir Dr. Linda Bára er forstöðumaður Msc náms í klínískri við Háskólann í Reykjavík, hefur sérhæft sig í geðheilbrigði kvenna. Kvenfólk eru mun líklegra að upplifa truflandi kvíða en karlmenn. Í erindi sínu mun Linda Bára velta upp mögulegum ástæðum fyrir þessum kynjamun, ræða helstu birtingamyndir kvíða hjá konum á mismunandi tímaskeiðum og áhrif kvíða á ýmsa þætti í lífi kvenna.
Geðheilbrigði Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira