Dregur hratt úr úrkomu og vindi eftir hádegi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. október 2023 11:44 Hellisheiði var lokuð í morgun þegar fyrsta almenninlega vetrarlægðin gekk yfir Vísir/Steingrímur Dúi Veðurfræðingur á von á að veðrið, sem leikið hefur marga landsmenn grátt í morgun, gangi niður fljótlega eftir hádegi. Vegagerðin lokaði hringveginum á tveimur stöðum í morgun. Fjöldi ökumanna lentu í vandræðum og um tíma sat fjöldi bíla fastur á Hellisheiði. Vetur konungur mætti með hvelli í nótt og íbúar víðsvegar á landinu vöknuði upp við hvíta jörð. Vetrarfærð er víðs vegar um land og aðstæður til aksturs víða slæmar. Ökumenn hafa margir lent í vandræðum það sem af er degi vegna illa útbúinna bíla. Hellisheiði var lokað snemma í morgun en fjöldi bíla festust þar um tíma. Opnað var aftur fyrir umferð klukkan rúmlega ellefu. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitir hafi haft í nægu að snúast í morgun en búið sé að losa alla bíla á Hellisheiði. „Staðan núna er nokkuð góð. Það er búið að leysa úr þeim verkefnum sem komu upp í morgun. En það varð ansi mikið kraðak snemma í morgun og sérstaklega í Hveradalabrekkunni sem þurfti að leysa úr.“ Einhverjir þurftu að skilja bíla sína eftir í morgun á Hellisheiði. Vísir/Steingrímur Dúi Það versta yfirstaðið fljótlega eftir hádegi Vegum um Hafnarfjall, Öxi og Dettifossveg var einnig lokað í morgun. Í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun segir að vegurinn frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni sé á óvissustigi í dag og gæti lokað með stuttum fyrirvara. Á vef vegagerðarinnar er hægt að fylgjast með öllum nýjustu upplýsingum um færð vega á öllum landshlutum. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands á von á að veðrið gangi niður fljótlega. „Núna rétt fyrir hádegi er lægðin suður af Reykjanesi og er á leiðinni austur með suðurströndinni. Það er ennþá svolítill útkomubakki yfir suðurlandinu og suðvesturhorninu en svo ætti það núna rétt eftir hádegi þá gengur lægðin hérna austur af og þá dregur hratt úr úrkomu og vindi.“ Hellisheiðin var opnuð aftur rúmlega ellefu. Vísir/Steingrímur Dúi Varðandi næstu daga segir Eiríkur að nú í lok vikunnar verði frekar ákveðin norðanátt og kólnandi veður. Éljagangur á norðanverðu landinu en bjartara syðra. „Síðan um helgina þá er útlit fyrir að það snúist aftur í suðlægar áttir og hlyni. Frekar blautar, suðlægar áttir.“ Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Hellisheiði opnuð á ný Veginum yfir Hellisheiði var lokað um tíma í morgun en hefur verið opnaður á ný. Snjóþekja og skafrenningur er þar og mælt er með því að fólk sé á bílum búnum vetrardekkjum. 12. október 2023 09:49 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Vetur konungur mætti með hvelli í nótt og íbúar víðsvegar á landinu vöknuði upp við hvíta jörð. Vetrarfærð er víðs vegar um land og aðstæður til aksturs víða slæmar. Ökumenn hafa margir lent í vandræðum það sem af er degi vegna illa útbúinna bíla. Hellisheiði var lokað snemma í morgun en fjöldi bíla festust þar um tíma. Opnað var aftur fyrir umferð klukkan rúmlega ellefu. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitir hafi haft í nægu að snúast í morgun en búið sé að losa alla bíla á Hellisheiði. „Staðan núna er nokkuð góð. Það er búið að leysa úr þeim verkefnum sem komu upp í morgun. En það varð ansi mikið kraðak snemma í morgun og sérstaklega í Hveradalabrekkunni sem þurfti að leysa úr.“ Einhverjir þurftu að skilja bíla sína eftir í morgun á Hellisheiði. Vísir/Steingrímur Dúi Það versta yfirstaðið fljótlega eftir hádegi Vegum um Hafnarfjall, Öxi og Dettifossveg var einnig lokað í morgun. Í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun segir að vegurinn frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni sé á óvissustigi í dag og gæti lokað með stuttum fyrirvara. Á vef vegagerðarinnar er hægt að fylgjast með öllum nýjustu upplýsingum um færð vega á öllum landshlutum. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands á von á að veðrið gangi niður fljótlega. „Núna rétt fyrir hádegi er lægðin suður af Reykjanesi og er á leiðinni austur með suðurströndinni. Það er ennþá svolítill útkomubakki yfir suðurlandinu og suðvesturhorninu en svo ætti það núna rétt eftir hádegi þá gengur lægðin hérna austur af og þá dregur hratt úr úrkomu og vindi.“ Hellisheiðin var opnuð aftur rúmlega ellefu. Vísir/Steingrímur Dúi Varðandi næstu daga segir Eiríkur að nú í lok vikunnar verði frekar ákveðin norðanátt og kólnandi veður. Éljagangur á norðanverðu landinu en bjartara syðra. „Síðan um helgina þá er útlit fyrir að það snúist aftur í suðlægar áttir og hlyni. Frekar blautar, suðlægar áttir.“
Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Hellisheiði opnuð á ný Veginum yfir Hellisheiði var lokað um tíma í morgun en hefur verið opnaður á ný. Snjóþekja og skafrenningur er þar og mælt er með því að fólk sé á bílum búnum vetrardekkjum. 12. október 2023 09:49 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Hellisheiði opnuð á ný Veginum yfir Hellisheiði var lokað um tíma í morgun en hefur verið opnaður á ný. Snjóþekja og skafrenningur er þar og mælt er með því að fólk sé á bílum búnum vetrardekkjum. 12. október 2023 09:49