Þá segir Vegagerðin útlit fyrir að veginum frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni verði lokað núna klukkan sjö og fram eftir degi. Á Suðvesturlandi er staðan þannig að þæfingsfærð og skafrenningur er í Þrengslum og á Bláfjallavegi, snjóþekja og skafrenningur er á Hellisheiði og Mosfellsheiði, krapi og hálkublettir eru á nokkrum öðrum leiðum.
Á Vesturlandi er þæfingsfærð í Bröttubrekku en krapi, hálka eða snjóþekja á öðrum leiðum. Á Vestfjörðum er síðan snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum og á Hálfdán, krapi er í Súgandafirði. Hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum.
Á Suðurlandi er krapi eða snjóþekja á nokkrum vegum í Uppsveitum sem og á Reynisfjalli og á Suðausturlandi er Þæfingsfærð á milli Jökulsárlóns og Hafnar og krapi á Eldhrauni. Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Vestfjörðum, Suðausturlandi og á Miðhálendinu.

Gular veðurviðvaranir
Þá eru gular veðurviðvaranir Veðurstofu í gildi á Vesturlandi og á Faxaflóa, Suðurlandi, Suðausturlandi, Miðhálendinu og Vestfjörðum.
Viðvörun er í gildi á Faxaflóa og á Vesturlandi til klukkan 12:00. Þar er austan og síðar norðaustan hvassviðri. Á Vestfjörðum er veðurviðvörun í gildi til miðnættis vegna norðaustan hvassviðris en stormi til fjalla.
Á Suðurlandi er austan hvassviðri með vindhraða á bilinu 10-20 metrum á sekúndu, hvassast við sjóinn. Búast má við talsverðri snjókomu með lélegu skyggni og er viðvörun í gildi til 13:00.
Á Suðausturlandi er austan hvassviðri, hvassast í kringum Öræfajökul. Búast má við mikilli snjókomu einkum í kringum Vatnajökul og á Reynisfjalli. Viðvörun í gildi til 14:00. Á Miðhálendinu er austan og síðar norðaustan hvassviðri með snjókomu. Ekkert ferðaveður. Viðvörun í gildi til klukkan 18:00.