Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 07:26 Sigríður segir algjöra málefnaþurrð hjá VG. Vísir/Arnar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Ummælin lét hún falla í Dagmálum á mbl.is en hún segir ríkisstjórnarsamstarfið síðustu sjö ár hafa gengið út á að „íþyngja ekki VG of mikið“. Það virðist vera „ný skilgreining“ hjá Vinstri grænum að menn geti axlað ábyrgð með því að skipta um embætti og þá hljóti forsætisráðuneytið að koma til greina. Sigríður var mætt í Dagmál ásamt Birni Inga Hrafnssyni, ritstjóra Viljans, til að ræða um afsögn Bjarna, nú fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, vegna álits Umboðsmanns Alþingis um söluna á Íslandsbanka. Aðspurð sagðist Sigríður ekki telja að álitið hefði verið tilefni til afsagnar en bæði hún og Björn Ingi voru bæði á því að mögulega hefði afsögnin verið forvirk aðgerð vegna líklegrar vantrauststillögu. Varðandi þrýsting frá VG sagðist Sigríður þekkja ágætlega til ríkisstjórnarsamstarfsins og kom inn á það hvernig hún sjálf hefði neyðst til að segja af sér í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadóms Evrópu í Landsréttarmálinu. „Það eru sumir sem eru í stjórnmálum sem fara í fósturstellinguna við minnstu ágjöf,“ sagði Sigríður. „Menn þola voða lítið. Og þegar það kemur svona... Ég þekki það; þegar það kom þarna frá einhverri stofnun í Brussel sko, sem í situr eitthvað lið frá einhverjum löndum sem við höfum ekki einu sinni haft áhuga á að bera okkur saman við, eitthvað álit sem stangaðist á við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, stangaðist á við Hæstarétt Íslands, þá bara verður uppi þessi geðshræring. Og ég held að Bjarni hafi mögulega bara lent í því sama og ég; hann fékk fimm daga, ég fékk nú reyndar bara þrjá klukkutíma, menn linntu ekki látum í geðshræringunni í því máli, en Bjarni fékk þó fimm daga og ég held að þessir fimm dagar hafi verið notaðir til að gera liðskönnun, mér þykir það ekki ótrúlegt að minnsta kosti, og menn hafi bara ekki getað hugsað sér að standa frammi fyrir því að taka ákvörðun um, hvort sem menn hafi ætlað að styðja vantraust eða ekki, að menn hafi ekki viljað lenda í því að þurfa að taka afstöðu til vantrauststillögu sem hefði mjög líklega komið fram á þingi.“ Sigríður segir að augljóslega hafi þungu fargi verið létt af VG. Bjarni ætti hins vegar að gera kröfu um forsætisráðuneytið í framhaldinu. „Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur núna í sjö ár gengið út á að íþyngja ekki VG of mikið en hins vegar er nýja skilgreiningin á því að „axla ábyrgð“ hjá VG, hún er bara sú að menn geti bara sagt af sér og farið bara í annað embætti. Og það er ágætt til þess að vita; þar kæmi forsætisráðuneytið vel til greina fyrir Bjarna. Og ég held að það ætti þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að gera kröfu um í það minnsta, að hann taki við forsætisráðherraembættinu. Spurð að því hvort það sé ekki „absúrd“ hugmynd benti Sigríður á að VG væri mjög umhugað um að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram og raunar stjórnarandstöðunni líka. Björn Ingi sagðist ekki telja að ríkisstjórnarsamstarfið myndi lifa veturinn; það væru mörg erfið mál framundan og að umræðan snérist alltof mikið um samstarfið í stað þess að snúast um þau mál sem fyrir lægju. Það væri ekki stjórnarandstaðan sem væri að þvælast fyrir ríkisstjórninni, heldur hún sjálf. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Ummælin lét hún falla í Dagmálum á mbl.is en hún segir ríkisstjórnarsamstarfið síðustu sjö ár hafa gengið út á að „íþyngja ekki VG of mikið“. Það virðist vera „ný skilgreining“ hjá Vinstri grænum að menn geti axlað ábyrgð með því að skipta um embætti og þá hljóti forsætisráðuneytið að koma til greina. Sigríður var mætt í Dagmál ásamt Birni Inga Hrafnssyni, ritstjóra Viljans, til að ræða um afsögn Bjarna, nú fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, vegna álits Umboðsmanns Alþingis um söluna á Íslandsbanka. Aðspurð sagðist Sigríður ekki telja að álitið hefði verið tilefni til afsagnar en bæði hún og Björn Ingi voru bæði á því að mögulega hefði afsögnin verið forvirk aðgerð vegna líklegrar vantrauststillögu. Varðandi þrýsting frá VG sagðist Sigríður þekkja ágætlega til ríkisstjórnarsamstarfsins og kom inn á það hvernig hún sjálf hefði neyðst til að segja af sér í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadóms Evrópu í Landsréttarmálinu. „Það eru sumir sem eru í stjórnmálum sem fara í fósturstellinguna við minnstu ágjöf,“ sagði Sigríður. „Menn þola voða lítið. Og þegar það kemur svona... Ég þekki það; þegar það kom þarna frá einhverri stofnun í Brussel sko, sem í situr eitthvað lið frá einhverjum löndum sem við höfum ekki einu sinni haft áhuga á að bera okkur saman við, eitthvað álit sem stangaðist á við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, stangaðist á við Hæstarétt Íslands, þá bara verður uppi þessi geðshræring. Og ég held að Bjarni hafi mögulega bara lent í því sama og ég; hann fékk fimm daga, ég fékk nú reyndar bara þrjá klukkutíma, menn linntu ekki látum í geðshræringunni í því máli, en Bjarni fékk þó fimm daga og ég held að þessir fimm dagar hafi verið notaðir til að gera liðskönnun, mér þykir það ekki ótrúlegt að minnsta kosti, og menn hafi bara ekki getað hugsað sér að standa frammi fyrir því að taka ákvörðun um, hvort sem menn hafi ætlað að styðja vantraust eða ekki, að menn hafi ekki viljað lenda í því að þurfa að taka afstöðu til vantrauststillögu sem hefði mjög líklega komið fram á þingi.“ Sigríður segir að augljóslega hafi þungu fargi verið létt af VG. Bjarni ætti hins vegar að gera kröfu um forsætisráðuneytið í framhaldinu. „Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur núna í sjö ár gengið út á að íþyngja ekki VG of mikið en hins vegar er nýja skilgreiningin á því að „axla ábyrgð“ hjá VG, hún er bara sú að menn geti bara sagt af sér og farið bara í annað embætti. Og það er ágætt til þess að vita; þar kæmi forsætisráðuneytið vel til greina fyrir Bjarna. Og ég held að það ætti þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að gera kröfu um í það minnsta, að hann taki við forsætisráðherraembættinu. Spurð að því hvort það sé ekki „absúrd“ hugmynd benti Sigríður á að VG væri mjög umhugað um að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram og raunar stjórnarandstöðunni líka. Björn Ingi sagðist ekki telja að ríkisstjórnarsamstarfið myndi lifa veturinn; það væru mörg erfið mál framundan og að umræðan snérist alltof mikið um samstarfið í stað þess að snúast um þau mál sem fyrir lægju. Það væri ekki stjórnarandstaðan sem væri að þvælast fyrir ríkisstjórninni, heldur hún sjálf.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira