Snjóar á Hellisheiði en ekki höfuðborgarsvæðinu Lovísa Arnardóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 11. október 2023 21:12 Verktakar Vegagerðarinnar verða við störf í nótt og í fyrramálið og því ætti að vera greiðfært þrátt fyrir snjókomu. Vísir/Vilhelm Búast má við snjókomu á Hellisheiði og í Þrengslum í nótt og í fyrramálið. Verktakar Vegagerðarinnar verða við störf í nótt og í fyrramálið. Veðrið heldur áfram að láta til sín taka næstu daga. Á morgun er von á talsverðri snjókomu suðvestanlands og enn ein gul viðvörunin hefur verið gefin út víðsvegar um landið. „Þetta er snúið að eiga við þetta núna, þetta snemma haustsins,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í kvöldfréttunum í kvöld. Það væri úrkoma í kvöld og aðeins um þriggja stiga hiti. „Það er útlit fyrir að með þessari lægð sem læðist að okkur úr vestri snjó dálítið á Hellisheiðinni, í Þrengslum og á heiðum hérna vestanlands,“ sagði Einar og að það myndi byrja að snjóa í nótt og héldi svo áfram í fyrramálið. „Þetta fer svona ekkert yfir neitt hratt. Þetta læðist að okkur,“ segir Einar og að það gæti snjóað við Selfoss en að höfuðborgarsvæðið sleppi að öllum líkindum. „Það er að segja svona allavega við sjávarmál. Það verði bara slydda og rigning.“ Einar segir að það muni snjóa drjúgt á leiðinni austur og að það geti orðið blindbylur en að verktakar Vegagerðarinnar verði við störf í nótt og í fyrramálið til að hreinsa aðalleiðir. „Það er ekki eins og það fari allt í skrúfuna og verði ófært eins og skot, öðru nær.“ Spurður hvort að það sé kominn tími til að setja á vetrardekk segir Einar tilefni til þess ætli fólk sér að keyra á milli landshluta. Samkvæmt lögum má ekki setja nagladekk á fyrr en um miðjan mánuð en Lögreglan á Suðurlandi tilkynnti í dag að þau ætli ekki að sekta fólk á nagladekkjum í landshlutanum. Einar sagði þó ekki þörf á því á höfuðborgarsvæðinu og benti á að það ætti að hlýna og því yrði ekki þörf á því á höfuðborgarsvæðinu í bráð. Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Veðrið gengur niður en hvessir aftur í nótt Lægðin sem olli vonskuveðrinu hér í gær og nótt fjarlægist nú og stefnir á Noreg. Veðrið gengur því niður í dag, fyrst vestantil á landinu en þó verður enn allhvasst eða hvasst austast seint í dag. 11. október 2023 07:16 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Sjá meira
Veðrið heldur áfram að láta til sín taka næstu daga. Á morgun er von á talsverðri snjókomu suðvestanlands og enn ein gul viðvörunin hefur verið gefin út víðsvegar um landið. „Þetta er snúið að eiga við þetta núna, þetta snemma haustsins,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í kvöldfréttunum í kvöld. Það væri úrkoma í kvöld og aðeins um þriggja stiga hiti. „Það er útlit fyrir að með þessari lægð sem læðist að okkur úr vestri snjó dálítið á Hellisheiðinni, í Þrengslum og á heiðum hérna vestanlands,“ sagði Einar og að það myndi byrja að snjóa í nótt og héldi svo áfram í fyrramálið. „Þetta fer svona ekkert yfir neitt hratt. Þetta læðist að okkur,“ segir Einar og að það gæti snjóað við Selfoss en að höfuðborgarsvæðið sleppi að öllum líkindum. „Það er að segja svona allavega við sjávarmál. Það verði bara slydda og rigning.“ Einar segir að það muni snjóa drjúgt á leiðinni austur og að það geti orðið blindbylur en að verktakar Vegagerðarinnar verði við störf í nótt og í fyrramálið til að hreinsa aðalleiðir. „Það er ekki eins og það fari allt í skrúfuna og verði ófært eins og skot, öðru nær.“ Spurður hvort að það sé kominn tími til að setja á vetrardekk segir Einar tilefni til þess ætli fólk sér að keyra á milli landshluta. Samkvæmt lögum má ekki setja nagladekk á fyrr en um miðjan mánuð en Lögreglan á Suðurlandi tilkynnti í dag að þau ætli ekki að sekta fólk á nagladekkjum í landshlutanum. Einar sagði þó ekki þörf á því á höfuðborgarsvæðinu og benti á að það ætti að hlýna og því yrði ekki þörf á því á höfuðborgarsvæðinu í bráð.
Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Veðrið gengur niður en hvessir aftur í nótt Lægðin sem olli vonskuveðrinu hér í gær og nótt fjarlægist nú og stefnir á Noreg. Veðrið gengur því niður í dag, fyrst vestantil á landinu en þó verður enn allhvasst eða hvasst austast seint í dag. 11. október 2023 07:16 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Sjá meira
Veðrið gengur niður en hvessir aftur í nótt Lægðin sem olli vonskuveðrinu hér í gær og nótt fjarlægist nú og stefnir á Noreg. Veðrið gengur því niður í dag, fyrst vestantil á landinu en þó verður enn allhvasst eða hvasst austast seint í dag. 11. október 2023 07:16