Dusty jók forskot sitt á toppnum Snorri Már Vagnsson skrifar 10. október 2023 21:43 Dusty vann öruggan sigur í kvöld. NOCCO Dusty vann öruggan sigur er liðið mætti FH í fyrsta leik fimmtu umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike í kvöld. Leikmenn stilltu sér upp á Anubis þar sem NOCCO Dusty hóf leikinn í vörn. FH-ingar tóku skammbyssulotuna í byrjun og fengu snöggt forskot með að taka aðra lotuna sömuleiðis. Dusty keypti riffla í þriðju lotunni og fann þá loks sína fyrstu sigurlotu. Dusty tók fyrri hálfleikinn svo föstum tökum og gaf FH-ingum ekkert eftir. FH náði eingöngu að sigra þrjár lotur til viðbótar í fyrri hálfleik þar sem Dusty réð öllum hreyfingum á vellinum. Pandaz, leikmaður Dusty, leiddi fellutöfluna með 17 fellur í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik: 10-5 FH þurfti kraftaverk til að koma sér aftur í leikinn, en loturnar sem FH sigraði í fyrri hálfleik voru ekki sigraðar með miklum yfirburðum. Dusty hóf seinni hálfleikinn í takt við þann fyrri, en þeir sigruðu fyrstu tvær loturnar áður en FH tók lotu númer 18. Staðan þá 12-6. FH-ingar sáu þó aldrei til sólar eftir sinn sjötta lotusigur, en Dusty sigraði allar lotur nema eina sem eftir lifði leiksins. Sóknin þeirra var snögg og markviss, sprengjan fór niður trekk í trekk og FH-ingar reyndust ekki hafa svörin sem þeir þurftu. Lokastaða: 16-7 Dusty situr því enn á toppi deildarinnar ósigraðir og nú með tíu stig, en þeir eru eina liðið sem hefur náð þeim árangri. FH situr enn í sjötta sæti deildarinnar með fjögur stig og færast þeir nú neðar í miðjuslagnum. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti
Leikmenn stilltu sér upp á Anubis þar sem NOCCO Dusty hóf leikinn í vörn. FH-ingar tóku skammbyssulotuna í byrjun og fengu snöggt forskot með að taka aðra lotuna sömuleiðis. Dusty keypti riffla í þriðju lotunni og fann þá loks sína fyrstu sigurlotu. Dusty tók fyrri hálfleikinn svo föstum tökum og gaf FH-ingum ekkert eftir. FH náði eingöngu að sigra þrjár lotur til viðbótar í fyrri hálfleik þar sem Dusty réð öllum hreyfingum á vellinum. Pandaz, leikmaður Dusty, leiddi fellutöfluna með 17 fellur í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik: 10-5 FH þurfti kraftaverk til að koma sér aftur í leikinn, en loturnar sem FH sigraði í fyrri hálfleik voru ekki sigraðar með miklum yfirburðum. Dusty hóf seinni hálfleikinn í takt við þann fyrri, en þeir sigruðu fyrstu tvær loturnar áður en FH tók lotu númer 18. Staðan þá 12-6. FH-ingar sáu þó aldrei til sólar eftir sinn sjötta lotusigur, en Dusty sigraði allar lotur nema eina sem eftir lifði leiksins. Sóknin þeirra var snögg og markviss, sprengjan fór niður trekk í trekk og FH-ingar reyndust ekki hafa svörin sem þeir þurftu. Lokastaða: 16-7 Dusty situr því enn á toppi deildarinnar ósigraðir og nú með tíu stig, en þeir eru eina liðið sem hefur náð þeim árangri. FH situr enn í sjötta sæti deildarinnar með fjögur stig og færast þeir nú neðar í miðjuslagnum.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti