Dusty jók forskot sitt á toppnum Snorri Már Vagnsson skrifar 10. október 2023 21:43 Dusty vann öruggan sigur í kvöld. NOCCO Dusty vann öruggan sigur er liðið mætti FH í fyrsta leik fimmtu umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike í kvöld. Leikmenn stilltu sér upp á Anubis þar sem NOCCO Dusty hóf leikinn í vörn. FH-ingar tóku skammbyssulotuna í byrjun og fengu snöggt forskot með að taka aðra lotuna sömuleiðis. Dusty keypti riffla í þriðju lotunni og fann þá loks sína fyrstu sigurlotu. Dusty tók fyrri hálfleikinn svo föstum tökum og gaf FH-ingum ekkert eftir. FH náði eingöngu að sigra þrjár lotur til viðbótar í fyrri hálfleik þar sem Dusty réð öllum hreyfingum á vellinum. Pandaz, leikmaður Dusty, leiddi fellutöfluna með 17 fellur í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik: 10-5 FH þurfti kraftaverk til að koma sér aftur í leikinn, en loturnar sem FH sigraði í fyrri hálfleik voru ekki sigraðar með miklum yfirburðum. Dusty hóf seinni hálfleikinn í takt við þann fyrri, en þeir sigruðu fyrstu tvær loturnar áður en FH tók lotu númer 18. Staðan þá 12-6. FH-ingar sáu þó aldrei til sólar eftir sinn sjötta lotusigur, en Dusty sigraði allar lotur nema eina sem eftir lifði leiksins. Sóknin þeirra var snögg og markviss, sprengjan fór niður trekk í trekk og FH-ingar reyndust ekki hafa svörin sem þeir þurftu. Lokastaða: 16-7 Dusty situr því enn á toppi deildarinnar ósigraðir og nú með tíu stig, en þeir eru eina liðið sem hefur náð þeim árangri. FH situr enn í sjötta sæti deildarinnar með fjögur stig og færast þeir nú neðar í miðjuslagnum. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport
Leikmenn stilltu sér upp á Anubis þar sem NOCCO Dusty hóf leikinn í vörn. FH-ingar tóku skammbyssulotuna í byrjun og fengu snöggt forskot með að taka aðra lotuna sömuleiðis. Dusty keypti riffla í þriðju lotunni og fann þá loks sína fyrstu sigurlotu. Dusty tók fyrri hálfleikinn svo föstum tökum og gaf FH-ingum ekkert eftir. FH náði eingöngu að sigra þrjár lotur til viðbótar í fyrri hálfleik þar sem Dusty réð öllum hreyfingum á vellinum. Pandaz, leikmaður Dusty, leiddi fellutöfluna með 17 fellur í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik: 10-5 FH þurfti kraftaverk til að koma sér aftur í leikinn, en loturnar sem FH sigraði í fyrri hálfleik voru ekki sigraðar með miklum yfirburðum. Dusty hóf seinni hálfleikinn í takt við þann fyrri, en þeir sigruðu fyrstu tvær loturnar áður en FH tók lotu númer 18. Staðan þá 12-6. FH-ingar sáu þó aldrei til sólar eftir sinn sjötta lotusigur, en Dusty sigraði allar lotur nema eina sem eftir lifði leiksins. Sóknin þeirra var snögg og markviss, sprengjan fór niður trekk í trekk og FH-ingar reyndust ekki hafa svörin sem þeir þurftu. Lokastaða: 16-7 Dusty situr því enn á toppi deildarinnar ósigraðir og nú með tíu stig, en þeir eru eina liðið sem hefur náð þeim árangri. FH situr enn í sjötta sæti deildarinnar með fjögur stig og færast þeir nú neðar í miðjuslagnum.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport