Ætlar ekki að tjá sig fyrr en að rannsókn lokinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2023 15:53 Davíð Viðarsson hefur komið fram sem Quang Le undanfarin ár þegar veitingahúsakeðjan Pho-Víetnam hefur verið til umfjöllunar. Hann er eigandi Vy-þrifa. Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa og betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, ætlar ekki að tjá sig um rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á fyrirtækinu. Vy-þrif urðu vís að geymslu fleiri tonna af matvælum í húsnæði við Sóltún í Reykjavík fyrir tæpum tveimur vikum. Davíð er einnig eigandi phoVíetnam veitingastaðakeðjunnar sem rekur nokkra veitingastaði í Reykjavík. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Davíð undanfarna daga en án árangurs. Hann sendi fréttastofu eftirfarandi orðsendingu á fjórða tímanum. Lýsa góðu sambandi við matvælaeftirlitið „Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur mætti í geymsluhúsnæði í kjallara að Sóltúni 20 á dögunum til að taka út aðstæður og í kjölfarið var miklu magni matar fargað. Húsnæðið sem um ræðir er leigt af þrifafyrirtækinu Vy-þrif. Vy-þrif hafa verið í góðu sambandi við matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og munu halda því áfram. Rannsókn matvælaeftirlits heilbrigðisteftirlits Reykjavíkur stendur enn yfir og munu forsvarsmenn Vy-þrifa ekki tjá sig um málið á meðan á rannsókn stendur.“ Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir í tölvupósti til fréttastofu að ekki hafi verið starfsleyfi fyrir geymslu matvæla. Húsnæðið hafi ekki verið meindýrahelt og aðstæður óheilnæmar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var mikið magn rottuskíts á gólfinu þegar starfsmenn eftirlitsins bar að garði. Engar kvartanir borist um veikindi Rannsókn heilbrigðiseftirlitsins beinist meðal annars að uppruna matvælanna og hvort að vera kunni að þeim hafi verið dreift til matvælafyrirtækja. Ekki hafi verið hægt að staðfesta í eftirliti að svo hafi verið. Þá hafi ekki borist neinar kvartanir um veikindi sem hægt sé að tengja við þessi matvæli. „Rannsókn heilbrigðiseftirlitsins beinist ekki að öðrum hlutum í húsnæðinu en matvælum. Á þessu stigi máls er ekki hægt að segja til um hvenær rannsókn muni ljúka. Þetta mál er enn í vinnslu hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og meðan svo er getur heilbrigðiseftirlitið ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu né tjáð sig um atriði sem hafa komið fram í fjölmiðlum nýlega.“ Matvælaframleiðsla Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Gríðarlegt magn af rottuskít og um tuttugu tonnum af mat fargað Farga þurfti rúmum tuttugu tonnum af matvælum sem geymd voru í um 360 fermetra kjallara í Sóltúni 20 eftir að matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur komst á snoðir um málið. Mikið magn rottuskíts var að finna í rýminu og þurfti fjölmargar ferðir á sendiferðabílum til að ferja matvælin í Sorpu. Eigandinn svarar ekki fjölmiðlum vegna málsins. 9. október 2023 15:18 Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. 7. október 2023 13:35 Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. 7. október 2023 13:35 Matvælin í geymslu þriffyrirtækis nátengdu veitingahúsarekstri Þriffyrirtæki í Reykjavík sem er í eigu stórtæks veitingamanns leigði geymslurými í höfuðborginni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga fleiri tonnum af matvælum í síðustu viku. Óljóst er hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra aðila. 6. október 2023 22:25 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Vy-þrif urðu vís að geymslu fleiri tonna af matvælum í húsnæði við Sóltún í Reykjavík fyrir tæpum tveimur vikum. Davíð er einnig eigandi phoVíetnam veitingastaðakeðjunnar sem rekur nokkra veitingastaði í Reykjavík. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Davíð undanfarna daga en án árangurs. Hann sendi fréttastofu eftirfarandi orðsendingu á fjórða tímanum. Lýsa góðu sambandi við matvælaeftirlitið „Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur mætti í geymsluhúsnæði í kjallara að Sóltúni 20 á dögunum til að taka út aðstæður og í kjölfarið var miklu magni matar fargað. Húsnæðið sem um ræðir er leigt af þrifafyrirtækinu Vy-þrif. Vy-þrif hafa verið í góðu sambandi við matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og munu halda því áfram. Rannsókn matvælaeftirlits heilbrigðisteftirlits Reykjavíkur stendur enn yfir og munu forsvarsmenn Vy-þrifa ekki tjá sig um málið á meðan á rannsókn stendur.“ Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir í tölvupósti til fréttastofu að ekki hafi verið starfsleyfi fyrir geymslu matvæla. Húsnæðið hafi ekki verið meindýrahelt og aðstæður óheilnæmar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var mikið magn rottuskíts á gólfinu þegar starfsmenn eftirlitsins bar að garði. Engar kvartanir borist um veikindi Rannsókn heilbrigðiseftirlitsins beinist meðal annars að uppruna matvælanna og hvort að vera kunni að þeim hafi verið dreift til matvælafyrirtækja. Ekki hafi verið hægt að staðfesta í eftirliti að svo hafi verið. Þá hafi ekki borist neinar kvartanir um veikindi sem hægt sé að tengja við þessi matvæli. „Rannsókn heilbrigðiseftirlitsins beinist ekki að öðrum hlutum í húsnæðinu en matvælum. Á þessu stigi máls er ekki hægt að segja til um hvenær rannsókn muni ljúka. Þetta mál er enn í vinnslu hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og meðan svo er getur heilbrigðiseftirlitið ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu né tjáð sig um atriði sem hafa komið fram í fjölmiðlum nýlega.“
Matvælaframleiðsla Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Gríðarlegt magn af rottuskít og um tuttugu tonnum af mat fargað Farga þurfti rúmum tuttugu tonnum af matvælum sem geymd voru í um 360 fermetra kjallara í Sóltúni 20 eftir að matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur komst á snoðir um málið. Mikið magn rottuskíts var að finna í rýminu og þurfti fjölmargar ferðir á sendiferðabílum til að ferja matvælin í Sorpu. Eigandinn svarar ekki fjölmiðlum vegna málsins. 9. október 2023 15:18 Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. 7. október 2023 13:35 Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. 7. október 2023 13:35 Matvælin í geymslu þriffyrirtækis nátengdu veitingahúsarekstri Þriffyrirtæki í Reykjavík sem er í eigu stórtæks veitingamanns leigði geymslurými í höfuðborginni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga fleiri tonnum af matvælum í síðustu viku. Óljóst er hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra aðila. 6. október 2023 22:25 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Gríðarlegt magn af rottuskít og um tuttugu tonnum af mat fargað Farga þurfti rúmum tuttugu tonnum af matvælum sem geymd voru í um 360 fermetra kjallara í Sóltúni 20 eftir að matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur komst á snoðir um málið. Mikið magn rottuskíts var að finna í rýminu og þurfti fjölmargar ferðir á sendiferðabílum til að ferja matvælin í Sorpu. Eigandinn svarar ekki fjölmiðlum vegna málsins. 9. október 2023 15:18
Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. 7. október 2023 13:35
Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. 7. október 2023 13:35
Matvælin í geymslu þriffyrirtækis nátengdu veitingahúsarekstri Þriffyrirtæki í Reykjavík sem er í eigu stórtæks veitingamanns leigði geymslurými í höfuðborginni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga fleiri tonnum af matvælum í síðustu viku. Óljóst er hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra aðila. 6. október 2023 22:25