„Fróðlegt að sjá hver viðbrögð matvælaráðherra verða“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. október 2023 14:13 Ýmsir tjá skoðun sína á ákvörðun Bjarna, meðal annars Vilhjálmur Birgisson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Alexandra Briem. Vísir Ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vekur gríðarlega athygli. Álitsgjafar á samfélagsmiðlum eru ýmist hvumsa yfir ákvörðuninni, fagna henni eða bæði. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina marka ný viðmið um ábyrgð ráðherra. Bjarni tilkynnti ákvörðun sína á óvæntum blaðamannafundi í húsakynnum fjármálaráðuneytisins í morgun. Tíðindin hafa vakið mikla athygli líkt og viðbrögð á samfélagsmiðlum bera með sér. Þegar hafa stjórnmálamenn líkt og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hrósað Bjarna og sagt ákvörðunina rétta. Eins og í útlöndum Illugi Jökulsson hrósaði Bjarna fyrir ræðu sína í morgun á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann sagði að það væri líkt og hann væri staddur í útlöndum. „Ræða Bjarna á blaðamannafundinum um að hann hljóti að axla ábyrgð gagnvart áliti umboðsmanns þótt hann sé í sjálfu sér ósammála því heyrir til verulegra tíðinda úr munni íslensks stjórnmálamanns. Allt í einu var eins og við værum í útlöndum! Bjarni er maður að meiri, það verður að segjast.“ Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðunina sannarlega óvænta en skiljanlega. „Traust fjármálakerfis er miklu mikilvægara en hver situr í stól fjármálaráðherra.“ Ódýrara ef Bjarni verður áfram ráðherra Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, flækir ekki hlutina. Hún segist einfaldlega á dauða sínum hafa átt von. Samflokkskona hennar, Alexandra Briem, segist aldrei hafa átt von á því að Bjarni myndi raunverulega stíga til hliðar. „Þetta er að minnsta kosti lágmarks viðbragð, og hefur verið kallað eftir því að hann segi af sér síðan þessi sala fór fram. Ég hlýt að virða það við hann, amk. á þessum tímapunkti að hafa séð það að hann gæti ekki setið áfram með þennan úrskurð á bakinu.“ Hún segir að hvort sem Bjarni hafi ákveðið þetta alveg sjálfur eða honum verið gert ljóst af flokknum eða samstarfsaðilum að honum væri ekki sætt, þá væri þetta að minnsta kosti rétt skref. „Ég vil nú samt fylgjast aðeins með því hvernig þetta spilast, ef hann situr áfram sem þingmaður, verður áfram formaður flokksins og skiptir á ráðuneyti við Þórdísi (eða annan samherja) þá verður þetta auðvitað töluvert ódýrara.“ Bjarni að setja pressu á Svandísi? Guðmundur Hörður Guðmundsson, kynningar-og vefstjóri Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, segir Bjarna með ákvörðun sinni setja pressu á Vinstri græn. „Setur fordæmi sem Svandís verður að fylgja ef álit Umboðsmanns um hvalveiðibannið verður neikvætt. Endurskoðun hennar á kvótakerfinu þá úr sögunni og BB fer hlæjandi í utanríkisráðuneytið.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tekur í svipaðan streng og segir ákvörðunina risastór jákvæð tíðindi fyrir íslenskt samfélag sama hvar fólk sé statt í pólitík. „Ástæðan fyrir því að þetta eru jákvæð tíðindi er að með þessari ákvörðun sendir fjármálaráðherra skýr fordæmi um að ráðherrum ber að virða niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis og annarra ríkisstofnanna sem telja að ekki hafi verið farið eftir lögum og reglum eða góðri stjórnsýslu. Hann segir fróðlegt að sjá hver viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, verði þegar álit Umboðsmanns muni liggja fyrir varðandi tímabundið bann við hvalveiðum. Hann segir marga lögspekinga telja að ráðherra hafi brotið stjórnsýslulög illilega með þeirri ákvörðun sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast. „Það hefur til þessa verið lenska hjá íslenskum stjórnmálamönnum oft á tíðum að hunsa álit Umboðsmanns og jafnvel niðurstöðu dómstóla. Með þessari ákvörðun hjá fjármálaráðherra hafa verið mörkuð ný viðmið þar sem ráðherrum ber að axla ábyrgð ef ekki er farið eftir lögum eða reglum sem gilda í þessu landi.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, birtir mynd af Bjarna þar sem hann var við kökuskreytingar í frægu myndbandi. Hún virðist ekki eiga eftir að sakna Bjarna sem fjármálaráðherra og segir einfaldlega „Adieu!“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í borgarstjórn, segir það sama, einfaldlega „bless“ á samfélagsmiðlinum Facebook. „Hvað er íslenskara en þetta?“ „Hvað er íslenskara en þetta? Bankasýsla ríkisins var stofnuð til að tryggja að sitjandi ráðherra hefði ekki pólitísk afskipti af rekstri eða sölu á bönkum í eigu ríkisins. Nú er komin úrskurður um að fjármálaráðherra sé óhæfur af því að hann hafði ekki pólitísk afskipti,“ segir Jón Haukur Baldvinsson, rekstrarstjóri SSP, um ákvörðun Bjarna á samfélagsmiðlinum X. Hagfræðingurinn Þórður Pálsson tekur í svipaðan streng og Jón Haukur. Hann segir að fyrst hafi verið settar á fót sjálfstæðar stofnanir til að taka faglegar ákvarðanir sem eigi að vera svo miklu betri en pólitískar ákvarðanir. „Því næst eru stjórnmálamennirnir snupraðir fyrir ákvarðanirnar sem þeir tóku ekki og áttu ekki að koma nálægt.“ Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira
Bjarni tilkynnti ákvörðun sína á óvæntum blaðamannafundi í húsakynnum fjármálaráðuneytisins í morgun. Tíðindin hafa vakið mikla athygli líkt og viðbrögð á samfélagsmiðlum bera með sér. Þegar hafa stjórnmálamenn líkt og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hrósað Bjarna og sagt ákvörðunina rétta. Eins og í útlöndum Illugi Jökulsson hrósaði Bjarna fyrir ræðu sína í morgun á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann sagði að það væri líkt og hann væri staddur í útlöndum. „Ræða Bjarna á blaðamannafundinum um að hann hljóti að axla ábyrgð gagnvart áliti umboðsmanns þótt hann sé í sjálfu sér ósammála því heyrir til verulegra tíðinda úr munni íslensks stjórnmálamanns. Allt í einu var eins og við værum í útlöndum! Bjarni er maður að meiri, það verður að segjast.“ Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðunina sannarlega óvænta en skiljanlega. „Traust fjármálakerfis er miklu mikilvægara en hver situr í stól fjármálaráðherra.“ Ódýrara ef Bjarni verður áfram ráðherra Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, flækir ekki hlutina. Hún segist einfaldlega á dauða sínum hafa átt von. Samflokkskona hennar, Alexandra Briem, segist aldrei hafa átt von á því að Bjarni myndi raunverulega stíga til hliðar. „Þetta er að minnsta kosti lágmarks viðbragð, og hefur verið kallað eftir því að hann segi af sér síðan þessi sala fór fram. Ég hlýt að virða það við hann, amk. á þessum tímapunkti að hafa séð það að hann gæti ekki setið áfram með þennan úrskurð á bakinu.“ Hún segir að hvort sem Bjarni hafi ákveðið þetta alveg sjálfur eða honum verið gert ljóst af flokknum eða samstarfsaðilum að honum væri ekki sætt, þá væri þetta að minnsta kosti rétt skref. „Ég vil nú samt fylgjast aðeins með því hvernig þetta spilast, ef hann situr áfram sem þingmaður, verður áfram formaður flokksins og skiptir á ráðuneyti við Þórdísi (eða annan samherja) þá verður þetta auðvitað töluvert ódýrara.“ Bjarni að setja pressu á Svandísi? Guðmundur Hörður Guðmundsson, kynningar-og vefstjóri Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, segir Bjarna með ákvörðun sinni setja pressu á Vinstri græn. „Setur fordæmi sem Svandís verður að fylgja ef álit Umboðsmanns um hvalveiðibannið verður neikvætt. Endurskoðun hennar á kvótakerfinu þá úr sögunni og BB fer hlæjandi í utanríkisráðuneytið.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tekur í svipaðan streng og segir ákvörðunina risastór jákvæð tíðindi fyrir íslenskt samfélag sama hvar fólk sé statt í pólitík. „Ástæðan fyrir því að þetta eru jákvæð tíðindi er að með þessari ákvörðun sendir fjármálaráðherra skýr fordæmi um að ráðherrum ber að virða niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis og annarra ríkisstofnanna sem telja að ekki hafi verið farið eftir lögum og reglum eða góðri stjórnsýslu. Hann segir fróðlegt að sjá hver viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, verði þegar álit Umboðsmanns muni liggja fyrir varðandi tímabundið bann við hvalveiðum. Hann segir marga lögspekinga telja að ráðherra hafi brotið stjórnsýslulög illilega með þeirri ákvörðun sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast. „Það hefur til þessa verið lenska hjá íslenskum stjórnmálamönnum oft á tíðum að hunsa álit Umboðsmanns og jafnvel niðurstöðu dómstóla. Með þessari ákvörðun hjá fjármálaráðherra hafa verið mörkuð ný viðmið þar sem ráðherrum ber að axla ábyrgð ef ekki er farið eftir lögum eða reglum sem gilda í þessu landi.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, birtir mynd af Bjarna þar sem hann var við kökuskreytingar í frægu myndbandi. Hún virðist ekki eiga eftir að sakna Bjarna sem fjármálaráðherra og segir einfaldlega „Adieu!“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í borgarstjórn, segir það sama, einfaldlega „bless“ á samfélagsmiðlinum Facebook. „Hvað er íslenskara en þetta?“ „Hvað er íslenskara en þetta? Bankasýsla ríkisins var stofnuð til að tryggja að sitjandi ráðherra hefði ekki pólitísk afskipti af rekstri eða sölu á bönkum í eigu ríkisins. Nú er komin úrskurður um að fjármálaráðherra sé óhæfur af því að hann hafði ekki pólitísk afskipti,“ segir Jón Haukur Baldvinsson, rekstrarstjóri SSP, um ákvörðun Bjarna á samfélagsmiðlinum X. Hagfræðingurinn Þórður Pálsson tekur í svipaðan streng og Jón Haukur. Hann segir að fyrst hafi verið settar á fót sjálfstæðar stofnanir til að taka faglegar ákvarðanir sem eigi að vera svo miklu betri en pólitískar ákvarðanir. „Því næst eru stjórnmálamennirnir snupraðir fyrir ákvarðanirnar sem þeir tóku ekki og áttu ekki að koma nálægt.“
Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira