Málinu lokið og hefur engu við álitið að bæta Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2023 12:02 Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir málinu lokið af hálfu embættis hans. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur engu við álit sitt að bæta nú þegar ráðherra hefur sagt af sér. Hann segir málinu lokið af hálfu embættis hans. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir máli sem tengist sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka nú lokið af hálfu embættis hans en niðurstaða álits er að fjármála- og efnahagsráðherra hafi verið vanhæfur við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson sagði af sér sem ráðherra á blaðamannafundi í morgun og sagði sér ekki stætt miðað við þessa niðurstöðu umboðsmanns. Skúli segir ekki sitt að bregðast við þessum viðbrögðum ráðherra. „Ég vísa til álitsins. Það hefur verið birt ásamt öllum svörum ráðuneytisins. Ég hef engu við það að bæta og tel ekki rétt að tjá mig um viðbrögð ráðherra,“ segir Skúli að lokum. Álit embættisins var birt í morgun en er dagsett 5. október. Skúli segir það eðlileg vinnubrögð að gefa þeim sem málið varðar tíma til að bregðast við áður en álit er birt. „Þetta er töluvert langt álit og það var talið eðlilegt að þarna gæfist ráðuneytinu eitthvað tóm til að kynna sér það áður en það yrði birt. Þetta er í samræmi við verklag hér innanhúss,“ segir Skúli og að alla jafna séu álit birt um tveimur til þremur dögum eftir að þau eru gefin út. „Þannig að þau sem málið varðar hafi eitthvað tóm til að kynna sér álit áður en það er birt.“ Á vef embættisins má lesa álit umboðsmanns og viðbrögð ráðuneytisins. Skúli segir að núna sé málinu lokið af hálfu embættisins með þeim tilmælum sem lögð eru fram í álitinu. „Þau tilmæli, eins og hægt er að lesa, tengdust þeirri endurskoðunarreglu sem fram fer hjá ráðuneytinu og svo að frekari ráðstöfun á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“ Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Þetta er rétt ákvörðun“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. 10. október 2023 11:42 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37 „Bjarni maður að meiri“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún telji ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra vera rétta ákvörðun. Hún segir álit umboðsmanns um hæfi Bjarna vera rétta og ekki koma á óvart. 10. október 2023 11:31 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir máli sem tengist sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka nú lokið af hálfu embættis hans en niðurstaða álits er að fjármála- og efnahagsráðherra hafi verið vanhæfur við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson sagði af sér sem ráðherra á blaðamannafundi í morgun og sagði sér ekki stætt miðað við þessa niðurstöðu umboðsmanns. Skúli segir ekki sitt að bregðast við þessum viðbrögðum ráðherra. „Ég vísa til álitsins. Það hefur verið birt ásamt öllum svörum ráðuneytisins. Ég hef engu við það að bæta og tel ekki rétt að tjá mig um viðbrögð ráðherra,“ segir Skúli að lokum. Álit embættisins var birt í morgun en er dagsett 5. október. Skúli segir það eðlileg vinnubrögð að gefa þeim sem málið varðar tíma til að bregðast við áður en álit er birt. „Þetta er töluvert langt álit og það var talið eðlilegt að þarna gæfist ráðuneytinu eitthvað tóm til að kynna sér það áður en það yrði birt. Þetta er í samræmi við verklag hér innanhúss,“ segir Skúli og að alla jafna séu álit birt um tveimur til þremur dögum eftir að þau eru gefin út. „Þannig að þau sem málið varðar hafi eitthvað tóm til að kynna sér álit áður en það er birt.“ Á vef embættisins má lesa álit umboðsmanns og viðbrögð ráðuneytisins. Skúli segir að núna sé málinu lokið af hálfu embættisins með þeim tilmælum sem lögð eru fram í álitinu. „Þau tilmæli, eins og hægt er að lesa, tengdust þeirri endurskoðunarreglu sem fram fer hjá ráðuneytinu og svo að frekari ráðstöfun á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Þetta er rétt ákvörðun“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. 10. október 2023 11:42 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37 „Bjarni maður að meiri“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún telji ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra vera rétta ákvörðun. Hún segir álit umboðsmanns um hæfi Bjarna vera rétta og ekki koma á óvart. 10. október 2023 11:31 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
„Þetta er rétt ákvörðun“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. 10. október 2023 11:42
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37
„Bjarni maður að meiri“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún telji ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra vera rétta ákvörðun. Hún segir álit umboðsmanns um hæfi Bjarna vera rétta og ekki koma á óvart. 10. október 2023 11:31
Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47