Í tilkynningu frá Umboðsmanni Alþingis kom fram að í ljósi þess að einkahlutafélag föður fjármála- og efnahagsráðherra var á meðal kaupenda að 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka sem seldur var í mars 2022 brast hann hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna.
Bjarni boðaði fjölmiðla til fundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem hann tilkynnti afsögn sína sem fjármálaráðherra. Fundurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi og má sjá upptöku af honum hér að neðan.
Þá var Vísir með vakt frá fundinum sem lesa má fyrir neðan spilarann.