Þakklát fyrir vinaþjóðina Íslendinga sem hleypti þeim með í flugvélina Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2023 09:32 Færeyingarnir Durita Jakobsen og Hans David Damm Jakobsen fengu far með íslensku flugvélinni til Keflavíkur. Þakklæti og léttir einkenndu viðmót Íslendinga og annarra sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að hafa orðið strandaglópar í Ísrael. Færeyingahópur sem fékk far með íslensku flugvélinni segir ómetanlegt að eiga vinaþjóð eins og Íslendinga. Flugvél íslenskra stjórnvalda lenti í Keflavík skömmu fyrir klukkan fimm í morgun. Henni var flogið frá Amman í Jórdaníu í gærkvöldi til Íslands með viðkomu í Róm. Guðríður Egilsdóttir, einn farþeganna, lýsir því að hún og samferðafólk hennar hefðu verið í útgöngubanni eftir að átökin brutust út. „Við heyrðum í sprengjum og okkur var kynnt á hótelinu hvar við gætum farið í var ef þess þyrfti,“ segir Guðríður. Önduðið þið léttar þegar þið voruð komin yfir landamærin [til Jórdaníu]? „Eiginlega ekki fyrr en núna,“ segir Guðríður. Viðtal við Guðríði, Petru Sigurðardóttur, Hall Halldórsson og Guðmund Bjarnar má horfa á hér fyrir neðan. „Þetta er eitthvað sem maður trúir ekki að maður eigi eftir að lenda í. Maður fer að skoða stórkostlegar minjar og upplifa. Og allt í einu byrja loftvarnarflautur og maður lokaður inni á hóteli,“ segir Ástríður Lilja Guðjónsdóttir sem var í Ísrael með manni sínum, Margeiri Þorsteinssyni. Dóttir þeirra Sóley Margeirsdóttir var mætt á völlinn að sækja foreldra sína. Var það tilfinningaþrungin stund að koma inn í flugvélina í Jórdaníu? „Ég held að maður hafi verið meira frosinn. Maður trúði því ekki að þetta gæti gerst að einhver myndi grípa í taumana og kippa okkur heim. Maður er bara innilega þakklátur,“ segir Ástríður. Viðtal við Ástríði, Sóleyju og Margeir má horfa á hér fyrir neðan. Og hópur Færeyinga sem fékk far með íslensku flugvélinni kveðst alls ekki hafa búist við því að enda ferðalagið á Íslandi. „Enda sérðu hvernig við erum klædd,“ segir Durita Jakobsen og bendir fréttamanni á stuttermabolinn sem hún klæðist. „Við erum þakklát fyrir að vera hér. Og við erum svo þakklát fyrir að eiga vinaþjóð sem leyfði okkur að koma um borð í flugvélina,“ segir Durita. Það var fyrir tilstilli mágkonu Duritu sem þau fengu far með vélinni; sú íslenskur vinur þeirrar fyrrnefndu lét hana vita af íslensku flugvélinni. „Okkur leið eins og heima. Þau sögðu „velkomin heim“ um borð í flugvélinni,“ segir Heidi Ingolfsdottir Tvørfoss. Viðtal við Duritu, Heidi, Hans David Damm Jakobsen og Erland Tvørfoss má horfa á hér fyrir neðan. Átök Ísraela og Palestínumanna Keflavíkurflugvöllur Færeyjar Tengdar fréttir Nemendahópur frá Þýskalandi fékk að fljóta með „Við erum svo þakklát,“ sagði Clarissa Duvigneau, nýr sendiherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli í morgun, þegar hún tók á móti hópi þýskra ríkisborgara sem flugu hingað til lands frá Ísrael. 10. október 2023 07:17 „Ekki spurning. Jesús minn, já“ Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð í morgun þegar hópur Íslendinga lenti sem var staddur í Ísrael þegar Hamas-liðar gerðu árásir sínar á laugardag. Hópurinn ferðaðist til Amman í Jórdaníu og þaðan heim, með millilendingu í Róm. 10. október 2023 06:55 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Flugvél íslenskra stjórnvalda lenti í Keflavík skömmu fyrir klukkan fimm í morgun. Henni var flogið frá Amman í Jórdaníu í gærkvöldi til Íslands með viðkomu í Róm. Guðríður Egilsdóttir, einn farþeganna, lýsir því að hún og samferðafólk hennar hefðu verið í útgöngubanni eftir að átökin brutust út. „Við heyrðum í sprengjum og okkur var kynnt á hótelinu hvar við gætum farið í var ef þess þyrfti,“ segir Guðríður. Önduðið þið léttar þegar þið voruð komin yfir landamærin [til Jórdaníu]? „Eiginlega ekki fyrr en núna,“ segir Guðríður. Viðtal við Guðríði, Petru Sigurðardóttur, Hall Halldórsson og Guðmund Bjarnar má horfa á hér fyrir neðan. „Þetta er eitthvað sem maður trúir ekki að maður eigi eftir að lenda í. Maður fer að skoða stórkostlegar minjar og upplifa. Og allt í einu byrja loftvarnarflautur og maður lokaður inni á hóteli,“ segir Ástríður Lilja Guðjónsdóttir sem var í Ísrael með manni sínum, Margeiri Þorsteinssyni. Dóttir þeirra Sóley Margeirsdóttir var mætt á völlinn að sækja foreldra sína. Var það tilfinningaþrungin stund að koma inn í flugvélina í Jórdaníu? „Ég held að maður hafi verið meira frosinn. Maður trúði því ekki að þetta gæti gerst að einhver myndi grípa í taumana og kippa okkur heim. Maður er bara innilega þakklátur,“ segir Ástríður. Viðtal við Ástríði, Sóleyju og Margeir má horfa á hér fyrir neðan. Og hópur Færeyinga sem fékk far með íslensku flugvélinni kveðst alls ekki hafa búist við því að enda ferðalagið á Íslandi. „Enda sérðu hvernig við erum klædd,“ segir Durita Jakobsen og bendir fréttamanni á stuttermabolinn sem hún klæðist. „Við erum þakklát fyrir að vera hér. Og við erum svo þakklát fyrir að eiga vinaþjóð sem leyfði okkur að koma um borð í flugvélina,“ segir Durita. Það var fyrir tilstilli mágkonu Duritu sem þau fengu far með vélinni; sú íslenskur vinur þeirrar fyrrnefndu lét hana vita af íslensku flugvélinni. „Okkur leið eins og heima. Þau sögðu „velkomin heim“ um borð í flugvélinni,“ segir Heidi Ingolfsdottir Tvørfoss. Viðtal við Duritu, Heidi, Hans David Damm Jakobsen og Erland Tvørfoss má horfa á hér fyrir neðan.
Átök Ísraela og Palestínumanna Keflavíkurflugvöllur Færeyjar Tengdar fréttir Nemendahópur frá Þýskalandi fékk að fljóta með „Við erum svo þakklát,“ sagði Clarissa Duvigneau, nýr sendiherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli í morgun, þegar hún tók á móti hópi þýskra ríkisborgara sem flugu hingað til lands frá Ísrael. 10. október 2023 07:17 „Ekki spurning. Jesús minn, já“ Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð í morgun þegar hópur Íslendinga lenti sem var staddur í Ísrael þegar Hamas-liðar gerðu árásir sínar á laugardag. Hópurinn ferðaðist til Amman í Jórdaníu og þaðan heim, með millilendingu í Róm. 10. október 2023 06:55 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Nemendahópur frá Þýskalandi fékk að fljóta með „Við erum svo þakklát,“ sagði Clarissa Duvigneau, nýr sendiherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli í morgun, þegar hún tók á móti hópi þýskra ríkisborgara sem flugu hingað til lands frá Ísrael. 10. október 2023 07:17
„Ekki spurning. Jesús minn, já“ Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð í morgun þegar hópur Íslendinga lenti sem var staddur í Ísrael þegar Hamas-liðar gerðu árásir sínar á laugardag. Hópurinn ferðaðist til Amman í Jórdaníu og þaðan heim, með millilendingu í Róm. 10. október 2023 06:55