Ísrael muni „gera við Hamas það sem heimurinn gerði við ISIS“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2023 00:02 Ísraelskir hermenn á skriðdreka við landamæri Ísraels og Gasa í dag. Búist er við því að mikill þungi verði í aðgerðum Ísraelshers á og við Gasa næstu daga og vikur, með tilheyrandi mannfalli palestínskra borgara. Ilia Yefimovich/Getty Bandarísk stjórnvöld hafa áréttað að engin áform séu uppi um að senda hermenn til Ísraels, þrátt fyrir átökin sem nú geisa þar í landi og í Palestínu. Búast má við miklu mannfalli á næstu dögum og jafnvel vikum. Breska ríkisútvarpið hefur eftir John Kirby, talsmanni þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, að engir hermenn verði sendir til Ísrael eða Palestínu eins og sakir standi. Bandaríkin ætli sér þó að verja hagsmuni sína á svæðinu. Búist sé við því að Ísrael muni óska eftir auknum varnarmálastuðningi frá Bandaríkjunum, sem verði veittur eins fljótt og auðið er. Þá sagði Kirby að bandarísk yfirvöld teldu morgunljóst að yfirvöld í Íran bæru að hluta til ábyrgð á árásum Hamas-liða á almenna borgara í Ísrael um helgina, þó engar sannanir lægu fyrir um beina aðkomu Írana að árásinni að svo stöddu. „Íran hefur lengi stutt Hamas og önnur hryðjuverkasamtök á svæðinu með hergögnum og þjálfun,“ sagði Kirby. Þess vegna sagði hann Írana samseka. Fyrr í kvöld greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti frá því að minnst ellefu bandarískir ríkisborgarar hafi verið á meðal þeirra sem voru myrtir í árásum Hamas um helgina. Þá væri ótilgreinds fjölda Bandaríkjamanna enn saknað, og líklegt væri að einhverjir þeirra hefðu verið teknir í gíslingu. John Kirby er talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Hann segir Bandaríkin munu verja hagsmuni sína fyrir botni Miðjarðarhafs, án þess þó að senda hermenn til Ísraels og Palestínu.Kevin Dietsch/Getty Hamas sé ekki málsvari Palestínumanna Skömmu áður en Kirby greindi frá þessu höfðu leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu og Þýskalands gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem Hamas-samtökin og gjörðir þeirra voru fordæmdar, og kallaðar hryðjuverk. Yfirlýsingin var gefin út stuttu eftir sameiginlegan símafund leiðtoga ríkjanna fimm. „Hryðjuverk Hamas-liða eru óréttlætanleg, ólögleg og verða að lúta alþjóðlegri fordæmingu,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. „Ríki okkar munu styðja Ísrael í viðleitni sinni til að verja sig og borgara sína gegn slíkum grimmdarverkum. Þetta er ekki tíminn fyrir þá sem óvinveittir eru Ísrael til að nýta sér árásirnar sér til framdráttar.“ Þá segir í yfirlýsingunni að raunverulegar vonir Palestínumanna um frið og bætt kjör séu teknar til greina. Stuðningur ríkjanna nái til aðgerða sem miði að frelsi og réttlæti fyrir Ísraela jafnt sem Palestínumenn. „En eitt skal vera á hreinu: Hamas er ekki í forsvari fyrir þessar vonir, og getur ekki boðið fólki í Palestínu neitt nema meiri hrylling og blóðsúthellingar.“ Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við leiðtoga Bretlands, Frakklands, Ítalíu og Þýskalands í síma fyrr í kvöld. Í kjölfarið gáfu leiðtogarnir út sameiginlega yfirlýsingu þar sem stuðningi við Ísrael var heitið og hryðjuverk Hamas-liða fordæmd.Samuel Corum/Getty Árásum Ísraels linni ekki strax Paul Adams, fréttaritari BBC á sviði alþjóðamála, segir líklegt að blóðsúthellingunum muni einmitt ekki linna, og að atburðarásin sé farin að taka á sig mynd sem líkist fyrri átakalotum á svæðinu. „Ísraelsmenn vita að sú bylgja alþjóðlegrar samúðar og góðvildar sem nú gengur yfir gefur her þeirra tímabundið tækifæri til að fara í yfirgripsmiklar hernaðaraðgerðir á Gasaströnd,“ skrifar Adams. Hann hefur eftir fyrrum embættismanni innan ísraelska stjórnkerfisins að stjórnvöld telji sig nú hafa minnst tvær vikur áður en að ákall Bandaríkjamanna eftir því að herinn dragi úr umsvifum sínum og aðgerðum verði of hávært til að hundsa. „Ef Ísrael ætlar sér raunverulega að leggja stein í götu Hamas mun það óumflýjanlega leiða til mikilla átaka á jörðu niðri, og dauðsföllum almennra borgara, sem þegar eru fjölmörg, mun líklega fjölga til muna.“ Það sem flæki stöðuna enn meira séu möguleg afdrif þeirra gísla sem Hamas hafi tekið um helgina. „Embættismaðurinn fyrrverandi sagði mér að ef Hamas myndi drepa þessa almennu borgara, þá myndi Ísrael „gera við Hamas það sem heimurinn gerði við ISIS og al-Qaeda“.“ Átök Ísraela og Palestínumanna Palestína Ísrael Tengdar fréttir „Fyrir neðan allar hellur að tala um að fagna fjöldamorði“ Til snarpra orðaskipta kom milli viðmælenda í Kastljósi í kvöld, þegar einn viðmælenda sagðist fagna því að einhver talaði máli Palestínumanna, og vísaði þar til árása Hamas-liða á óbreytta borgara í Ísrael um helgina. Formaður utanríkismálanefndar sagði sér brugðið vegna málflutningsins. 9. október 2023 22:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir John Kirby, talsmanni þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, að engir hermenn verði sendir til Ísrael eða Palestínu eins og sakir standi. Bandaríkin ætli sér þó að verja hagsmuni sína á svæðinu. Búist sé við því að Ísrael muni óska eftir auknum varnarmálastuðningi frá Bandaríkjunum, sem verði veittur eins fljótt og auðið er. Þá sagði Kirby að bandarísk yfirvöld teldu morgunljóst að yfirvöld í Íran bæru að hluta til ábyrgð á árásum Hamas-liða á almenna borgara í Ísrael um helgina, þó engar sannanir lægu fyrir um beina aðkomu Írana að árásinni að svo stöddu. „Íran hefur lengi stutt Hamas og önnur hryðjuverkasamtök á svæðinu með hergögnum og þjálfun,“ sagði Kirby. Þess vegna sagði hann Írana samseka. Fyrr í kvöld greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti frá því að minnst ellefu bandarískir ríkisborgarar hafi verið á meðal þeirra sem voru myrtir í árásum Hamas um helgina. Þá væri ótilgreinds fjölda Bandaríkjamanna enn saknað, og líklegt væri að einhverjir þeirra hefðu verið teknir í gíslingu. John Kirby er talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Hann segir Bandaríkin munu verja hagsmuni sína fyrir botni Miðjarðarhafs, án þess þó að senda hermenn til Ísraels og Palestínu.Kevin Dietsch/Getty Hamas sé ekki málsvari Palestínumanna Skömmu áður en Kirby greindi frá þessu höfðu leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu og Þýskalands gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem Hamas-samtökin og gjörðir þeirra voru fordæmdar, og kallaðar hryðjuverk. Yfirlýsingin var gefin út stuttu eftir sameiginlegan símafund leiðtoga ríkjanna fimm. „Hryðjuverk Hamas-liða eru óréttlætanleg, ólögleg og verða að lúta alþjóðlegri fordæmingu,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. „Ríki okkar munu styðja Ísrael í viðleitni sinni til að verja sig og borgara sína gegn slíkum grimmdarverkum. Þetta er ekki tíminn fyrir þá sem óvinveittir eru Ísrael til að nýta sér árásirnar sér til framdráttar.“ Þá segir í yfirlýsingunni að raunverulegar vonir Palestínumanna um frið og bætt kjör séu teknar til greina. Stuðningur ríkjanna nái til aðgerða sem miði að frelsi og réttlæti fyrir Ísraela jafnt sem Palestínumenn. „En eitt skal vera á hreinu: Hamas er ekki í forsvari fyrir þessar vonir, og getur ekki boðið fólki í Palestínu neitt nema meiri hrylling og blóðsúthellingar.“ Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við leiðtoga Bretlands, Frakklands, Ítalíu og Þýskalands í síma fyrr í kvöld. Í kjölfarið gáfu leiðtogarnir út sameiginlega yfirlýsingu þar sem stuðningi við Ísrael var heitið og hryðjuverk Hamas-liða fordæmd.Samuel Corum/Getty Árásum Ísraels linni ekki strax Paul Adams, fréttaritari BBC á sviði alþjóðamála, segir líklegt að blóðsúthellingunum muni einmitt ekki linna, og að atburðarásin sé farin að taka á sig mynd sem líkist fyrri átakalotum á svæðinu. „Ísraelsmenn vita að sú bylgja alþjóðlegrar samúðar og góðvildar sem nú gengur yfir gefur her þeirra tímabundið tækifæri til að fara í yfirgripsmiklar hernaðaraðgerðir á Gasaströnd,“ skrifar Adams. Hann hefur eftir fyrrum embættismanni innan ísraelska stjórnkerfisins að stjórnvöld telji sig nú hafa minnst tvær vikur áður en að ákall Bandaríkjamanna eftir því að herinn dragi úr umsvifum sínum og aðgerðum verði of hávært til að hundsa. „Ef Ísrael ætlar sér raunverulega að leggja stein í götu Hamas mun það óumflýjanlega leiða til mikilla átaka á jörðu niðri, og dauðsföllum almennra borgara, sem þegar eru fjölmörg, mun líklega fjölga til muna.“ Það sem flæki stöðuna enn meira séu möguleg afdrif þeirra gísla sem Hamas hafi tekið um helgina. „Embættismaðurinn fyrrverandi sagði mér að ef Hamas myndi drepa þessa almennu borgara, þá myndi Ísrael „gera við Hamas það sem heimurinn gerði við ISIS og al-Qaeda“.“
Átök Ísraela og Palestínumanna Palestína Ísrael Tengdar fréttir „Fyrir neðan allar hellur að tala um að fagna fjöldamorði“ Til snarpra orðaskipta kom milli viðmælenda í Kastljósi í kvöld, þegar einn viðmælenda sagðist fagna því að einhver talaði máli Palestínumanna, og vísaði þar til árása Hamas-liða á óbreytta borgara í Ísrael um helgina. Formaður utanríkismálanefndar sagði sér brugðið vegna málflutningsins. 9. október 2023 22:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Fyrir neðan allar hellur að tala um að fagna fjöldamorði“ Til snarpra orðaskipta kom milli viðmælenda í Kastljósi í kvöld, þegar einn viðmælenda sagðist fagna því að einhver talaði máli Palestínumanna, og vísaði þar til árása Hamas-liða á óbreytta borgara í Ísrael um helgina. Formaður utanríkismálanefndar sagði sér brugðið vegna málflutningsins. 9. október 2023 22:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent