„Staðan er í einu orði sagt hryllileg“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. október 2023 19:02 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra segir Ísrael hafa fullan rétt til að verja sig fyrir hryðjuverkaárásum Hamas-liða, og raunar bera skyldu til að verja borgara sína. Hún segir þó mikilvægt að ríkið haldi sig innan alþjóðalaga í átökunum. Hundruð hafa látist í átökum eftir árásir Hamas á Ísrael um helgina. „Staðan er í einu orði sagt hryllileg, og þessi hrikalega hryðjuverkaárás alveg ótrúlega grimmileg og hryllileg,“ sagði Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra þegar rætt var við hana í beinni útsendingu í myndveri kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld. Sjá meira: Hamas-liðar segjast tilbúnir til viðræðna Hún telji marga í áfalli vegna stöðunnar, fyrst og síðast fólk á svæðinu. „Ísraelsmenn hafa kláran rétt til að verja sig og beinlínis skyldu til að verja sína borgara. En auðvitað þarf að halda því til haga að Ísrael þarf að halda sig innan alþjóðalaga, og að það eru ákveðnar reglur. Ég geri ráð fyrir því að Ísrael geri meiri kröfur til sjálfs sín í þeim efnum heldur en hryðjuverkasamtök. Stjórnvöld í Ísrael hafa heitið því að svara árásum Hamas af fullum þunga. Það verði meðal annars gert með því að loka fyrir rafmagn, vatn og birgðaflutninga til Gasastrandar. Þórdís Kolbrún segir þær aðgerðir óheimilar. „Aftur skiptir þess vegna máli að tala skýrt í þá veru að réttur Ísraels til að verja sig er algjör,“ sagði Þórdís Kolbrún, og ítrekaði að stjórnvöldum þar í landi bæri skylda til að vernda borgara sína, þó innan alþjóðalaga. Óttast helst stigmögnun „Það sem maður er auðvitað hræddur við er að þetta brjótist enn frekar út. Sem manneskja þá finnur maður til með saklausu fólki beggja vegna landamæra, sem eru á endanum alltaf þau sem helst verða fyrir barðinu á þessu. Þessi árás Hamas var beinlínis fókuseruð á saklausa borgara. Það er ekki mikið lengra sem þú getur gengið í hryllingnum,“ segir Þórdís Kolbrún. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að viðbrögð Ísraela við árásum Hamas liða um helgina kæmu til með að breyta Mið-Austurlöndum til frambúðar. Þórdís Kolbrún segir útlitið verulega svart. „Þetta er að stigmagnast, og inn í þetta koma svo atriði eins og Hezbollah og samhengi við önnur ríki. Aftur, þá held ég að okkur ætti að vera orðið ljóst að spennustigið í heiminum er að aukast. Það eru mjög vondar fréttir fyrir Ísland, þrátt fyrir að við séum hér á miðju hafi með fiska í kringum okkur. Þess vegna skiptir máli að afstaða okkar sé skýr, og við séum þjóð meðal þjóða sem talar fyrir því að alþjóðalög séu virt, landamæri séu virt og lögsaga sé virt. Vegna þess að það er það sem er rétt að gera, og það eru beinir hagsmunir gagnvart íslenskum almenningi og okkur sem fullvalda og sjálfstæðu ríki, sem er ekki heldur hægt að taka sem sjálfsögðum hlut.“ Fyrr í dag var rætt við Þórdísi Kolbrúnu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Heyra má það viðtal í spilaranum hér að neðan. Palestína Ísrael Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
„Staðan er í einu orði sagt hryllileg, og þessi hrikalega hryðjuverkaárás alveg ótrúlega grimmileg og hryllileg,“ sagði Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra þegar rætt var við hana í beinni útsendingu í myndveri kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld. Sjá meira: Hamas-liðar segjast tilbúnir til viðræðna Hún telji marga í áfalli vegna stöðunnar, fyrst og síðast fólk á svæðinu. „Ísraelsmenn hafa kláran rétt til að verja sig og beinlínis skyldu til að verja sína borgara. En auðvitað þarf að halda því til haga að Ísrael þarf að halda sig innan alþjóðalaga, og að það eru ákveðnar reglur. Ég geri ráð fyrir því að Ísrael geri meiri kröfur til sjálfs sín í þeim efnum heldur en hryðjuverkasamtök. Stjórnvöld í Ísrael hafa heitið því að svara árásum Hamas af fullum þunga. Það verði meðal annars gert með því að loka fyrir rafmagn, vatn og birgðaflutninga til Gasastrandar. Þórdís Kolbrún segir þær aðgerðir óheimilar. „Aftur skiptir þess vegna máli að tala skýrt í þá veru að réttur Ísraels til að verja sig er algjör,“ sagði Þórdís Kolbrún, og ítrekaði að stjórnvöldum þar í landi bæri skylda til að vernda borgara sína, þó innan alþjóðalaga. Óttast helst stigmögnun „Það sem maður er auðvitað hræddur við er að þetta brjótist enn frekar út. Sem manneskja þá finnur maður til með saklausu fólki beggja vegna landamæra, sem eru á endanum alltaf þau sem helst verða fyrir barðinu á þessu. Þessi árás Hamas var beinlínis fókuseruð á saklausa borgara. Það er ekki mikið lengra sem þú getur gengið í hryllingnum,“ segir Þórdís Kolbrún. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að viðbrögð Ísraela við árásum Hamas liða um helgina kæmu til með að breyta Mið-Austurlöndum til frambúðar. Þórdís Kolbrún segir útlitið verulega svart. „Þetta er að stigmagnast, og inn í þetta koma svo atriði eins og Hezbollah og samhengi við önnur ríki. Aftur, þá held ég að okkur ætti að vera orðið ljóst að spennustigið í heiminum er að aukast. Það eru mjög vondar fréttir fyrir Ísland, þrátt fyrir að við séum hér á miðju hafi með fiska í kringum okkur. Þess vegna skiptir máli að afstaða okkar sé skýr, og við séum þjóð meðal þjóða sem talar fyrir því að alþjóðalög séu virt, landamæri séu virt og lögsaga sé virt. Vegna þess að það er það sem er rétt að gera, og það eru beinir hagsmunir gagnvart íslenskum almenningi og okkur sem fullvalda og sjálfstæðu ríki, sem er ekki heldur hægt að taka sem sjálfsögðum hlut.“ Fyrr í dag var rætt við Þórdísi Kolbrúnu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Heyra má það viðtal í spilaranum hér að neðan.
Palestína Ísrael Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira