Byssumaðurinn á Dubliner segist hafa verið „svo grillaður“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2023 10:21 Frá Dubliners þar sem skotunum var hleypt af í mars síðastliðnum. Vísir/JóiK Karlmaður um þrítugt sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á skemmtistaðnum The Dubliner í mars kaus að gefa ekki skýrslu við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann sagðist hafa verið „svo grillaður“ á þeim tíma sem atburðurinn átti sér stað. Mbl.is greinir frá þessu og að karlmaðurinn hafi vísað í skýrslu sem hann gaf lögreglu við rannsókn málsins. Í ákæru á hendur manninum segir að hann hafi farið grímuklæddur og vopnaður hlaðinni og afsagaðri haglabyssu, inn á veitingastaðinn The Dubliner, Naustunum 1 í Reykjavík, og beint henni í átt að þremur viðskiptavinum og einum barþjóni, sem voru við barborð staðarins, og án viðvörunar og fyrirvaralaust hleypt af einu skoti þannig að höglin höfnuðu í innréttingu staðarins og áfengisflöskum, rétt ofan og til hliðar við fólkið, með þeim afleiðingum að flöskurnar splundruðust og glerbrotum rigndi yfir það. Byssuna hafi maðurinn falið með því að vefja hana inn í hvíta hettupeysu og haft hana í innkaupapoka, þannig að gestir staðarins gátu ekki áttað sig á að hann væri vopnaður þegar hann hleypti skoti úr byssunni. Vilja tvær milljónir króna á mann Þess er aðallega krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og að ofangreind haglabyssa verði gerð upptæk. Fyrrnefnd fjögur, sem manninum er gefið að sök að hafa reynt að drepa, fara fram á maðurinn greiði þeim tvær milljónir króna í miskabætur, hverju um sig. Þá krefst það einnig kostnaðar vegna réttargæslu úr hans hendi. Enginn slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn aðilinn hafði áhyggjur af heyrn sinni. Maðurinn á brotaferil að baki Maðurinn sem hleypti af skotinu var í maí síðastliðnum dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Ákæran á hendur manninum var í tólf liðum. Auk líkamsárásarinnar var hann ákærður fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Maðurinn játaði skýlaust brotin. Í dómsorðinu kom fram að maðurinn hafi hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota en að sakaferill hans hefði ekki áhrif á ákvörðun refsingar málinu. Byssuskot á The Dubliner Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Hafa lokið rannsókn á Dubliner málinu Rannsókn lögreglu á atviki þar sem maður hleypti af skoti á Dubliner í Reykjavík í mars er lokið. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, situr áfram í gæsluvarðhaldi en það var framlengt þann 6. júní síðastliðinn. 15. júní 2023 10:14 Meintur skotmaður á Dubliner dæmdur fyrir fjölda ótengdra brota Tæplega þrítugur karlmaður sem er grunaður um að hleypa af skoti á skemmtistaðnum The Dubliner í síðasta mánuði var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. 11. apríl 2023 17:52 Skotmaðurinn á Dubliner í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa hleypt af skoti inni á skemmtistaðnum The Dubliner var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. apríl á grundvelli almannahagsmuna. 22. mars 2023 18:08 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Mbl.is greinir frá þessu og að karlmaðurinn hafi vísað í skýrslu sem hann gaf lögreglu við rannsókn málsins. Í ákæru á hendur manninum segir að hann hafi farið grímuklæddur og vopnaður hlaðinni og afsagaðri haglabyssu, inn á veitingastaðinn The Dubliner, Naustunum 1 í Reykjavík, og beint henni í átt að þremur viðskiptavinum og einum barþjóni, sem voru við barborð staðarins, og án viðvörunar og fyrirvaralaust hleypt af einu skoti þannig að höglin höfnuðu í innréttingu staðarins og áfengisflöskum, rétt ofan og til hliðar við fólkið, með þeim afleiðingum að flöskurnar splundruðust og glerbrotum rigndi yfir það. Byssuna hafi maðurinn falið með því að vefja hana inn í hvíta hettupeysu og haft hana í innkaupapoka, þannig að gestir staðarins gátu ekki áttað sig á að hann væri vopnaður þegar hann hleypti skoti úr byssunni. Vilja tvær milljónir króna á mann Þess er aðallega krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og að ofangreind haglabyssa verði gerð upptæk. Fyrrnefnd fjögur, sem manninum er gefið að sök að hafa reynt að drepa, fara fram á maðurinn greiði þeim tvær milljónir króna í miskabætur, hverju um sig. Þá krefst það einnig kostnaðar vegna réttargæslu úr hans hendi. Enginn slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn aðilinn hafði áhyggjur af heyrn sinni. Maðurinn á brotaferil að baki Maðurinn sem hleypti af skotinu var í maí síðastliðnum dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Ákæran á hendur manninum var í tólf liðum. Auk líkamsárásarinnar var hann ákærður fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Maðurinn játaði skýlaust brotin. Í dómsorðinu kom fram að maðurinn hafi hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota en að sakaferill hans hefði ekki áhrif á ákvörðun refsingar málinu.
Byssuskot á The Dubliner Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Hafa lokið rannsókn á Dubliner málinu Rannsókn lögreglu á atviki þar sem maður hleypti af skoti á Dubliner í Reykjavík í mars er lokið. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, situr áfram í gæsluvarðhaldi en það var framlengt þann 6. júní síðastliðinn. 15. júní 2023 10:14 Meintur skotmaður á Dubliner dæmdur fyrir fjölda ótengdra brota Tæplega þrítugur karlmaður sem er grunaður um að hleypa af skoti á skemmtistaðnum The Dubliner í síðasta mánuði var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. 11. apríl 2023 17:52 Skotmaðurinn á Dubliner í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa hleypt af skoti inni á skemmtistaðnum The Dubliner var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. apríl á grundvelli almannahagsmuna. 22. mars 2023 18:08 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Hafa lokið rannsókn á Dubliner málinu Rannsókn lögreglu á atviki þar sem maður hleypti af skoti á Dubliner í Reykjavík í mars er lokið. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, situr áfram í gæsluvarðhaldi en það var framlengt þann 6. júní síðastliðinn. 15. júní 2023 10:14
Meintur skotmaður á Dubliner dæmdur fyrir fjölda ótengdra brota Tæplega þrítugur karlmaður sem er grunaður um að hleypa af skoti á skemmtistaðnum The Dubliner í síðasta mánuði var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. 11. apríl 2023 17:52
Skotmaðurinn á Dubliner í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa hleypt af skoti inni á skemmtistaðnum The Dubliner var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. apríl á grundvelli almannahagsmuna. 22. mars 2023 18:08