Ósáttir við að landsliðsþjálfarinn hafi líkt Yamal við Messi og Maradona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2023 14:30 Lamine Yamal fagnar fyrsta marki sínu fyrir Barcelona. getty/Fran Santiago Börsungar eru langt frá því að vera sáttir við þjálfara spænska karlalandsliðsins í fótbolta sem líkti ungstirninu Lamine Yamal við tvo af bestu fótboltamönnum sögunnar. Yamal varð í gær yngsti markaskorari í sögu spænsku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði í 2-2 jafntefli Barcelona og Granada, aðeins sextán ára og 87 daga gamall. Yamal hefur sett alls konar met á þessu ári. Hann er yngsti leikmaður í sögu Barcelona og yngsti leikmaður og markaskorari í sögu spænska landsliðsins. Yamal er í spænska landsliðshópnum sem mætir Skotlandi og Noregi í undankeppni EM á næstu dögum. Luis de La Fuente, landsliðsþjálfari Spánar, er mikill aðdáandi Yamals og líkti honum við argentínsku snillingana Lionel Messi og Diego Maradona þegar hann kynnti landsliðshópinn sinn. „Það eru leikmenn sem banka á dyrnar á undan öðrum. Hann býr yfir einstökum hæfilekum. Munið þegar Messi og Maradona spiluðu þegar þeir voru sextán ára? Núna er fáránlegt að deila um hvort þeir hefðu átt að spila þegar þeir voru sextán ára. Þú setur engar takmarkanir á svona leikmenn.“ Samkvæmt spænskum fjölmiðlum mæltust þessi ummæli De La Fuentes ekki vel fyrir hjá Börsungum sem vilja passa að setja ekki of mikla pressu á Yamal. Í síðustu viku sagði knattspyrnustjóri Barcelona, Xavi, að Yamal væri enginn greiði gerður með að líkja honum við Messi. Yamal hefur komið við sögu í öllum ellefu leikjum Barcelona á tímabilinu. Liðið er í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig, þremur stigum á eftir toppliði Real Madrid. Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira
Yamal varð í gær yngsti markaskorari í sögu spænsku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði í 2-2 jafntefli Barcelona og Granada, aðeins sextán ára og 87 daga gamall. Yamal hefur sett alls konar met á þessu ári. Hann er yngsti leikmaður í sögu Barcelona og yngsti leikmaður og markaskorari í sögu spænska landsliðsins. Yamal er í spænska landsliðshópnum sem mætir Skotlandi og Noregi í undankeppni EM á næstu dögum. Luis de La Fuente, landsliðsþjálfari Spánar, er mikill aðdáandi Yamals og líkti honum við argentínsku snillingana Lionel Messi og Diego Maradona þegar hann kynnti landsliðshópinn sinn. „Það eru leikmenn sem banka á dyrnar á undan öðrum. Hann býr yfir einstökum hæfilekum. Munið þegar Messi og Maradona spiluðu þegar þeir voru sextán ára? Núna er fáránlegt að deila um hvort þeir hefðu átt að spila þegar þeir voru sextán ára. Þú setur engar takmarkanir á svona leikmenn.“ Samkvæmt spænskum fjölmiðlum mæltust þessi ummæli De La Fuentes ekki vel fyrir hjá Börsungum sem vilja passa að setja ekki of mikla pressu á Yamal. Í síðustu viku sagði knattspyrnustjóri Barcelona, Xavi, að Yamal væri enginn greiði gerður með að líkja honum við Messi. Yamal hefur komið við sögu í öllum ellefu leikjum Barcelona á tímabilinu. Liðið er í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig, þremur stigum á eftir toppliði Real Madrid.
Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira