Arnar Þór Jónsson lögmaður, sem hefur fyrir hönd fjölda foreldra lagt inn kæru á hendur Menntamálastofnun vegna útgáfu bókar um kyn og kynlíf fyrir yngri börn, mun skiptast á skoðunum við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, formann Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Þá munu Friðleifur Egill Guðmundsson formaður náttúruverndarsamtakanna North Atlantic Salmon Fund og Teitur Björn Einarsson alþingismaður skiptast á skoðunum um laxeldi í sjó í kjölfar samstöðufundarins fyrir vernd villta laxastofnsins á Austurvelli í gær.
Loks ræðir Hildur Sverrisdóttir, alþingismaður og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, ummæli Áslaugar Örnu á nýlegum fundi sjávarútvegsins, þar sem hún gerði gys að samráðherra.