Lilja og Birnir Snær Ingason, leikmaður Íslands- og bikarmeistarana, kepptu fyrir hönd Víkings. Fulltrúar Fylkis voru Albert Ingason, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Fylkis, og Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði liðsins.
Sem fyrr sagði fór Lilja mikinn í þættinum og rakaði inn stigum fyrir Víking í fótboltahlutanum. Keppnin var æsispennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu spyrnu þáttarins.
Horfa má á Besta þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan.