Svandís sé ósátt en Áslaug sér ekki eftir neinu Oddur Ævar Gunnarsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 6. október 2023 11:23 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávarútvegsins þar sem hún skaut á samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur. Hún segist búin að ræða við samráðherra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun. Eins og Vísir greindi frá í gær ávarpaði Áslaug Arna stjórnendur í sjávarútvegi í fyrradag í Hörpu. Þar hélt hún ræðu um nýsköpun en sagði fyrst að það væri freistandi að ræða málefni líðandi stundar og sagði Svandísi Svavarsdóttur vera samnefnara regluverka og eftirlits á meðan mynd af henni var varpað upp á vegg. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafnaði viðtali við fréttastofu vegna málsins í morgun. Hún sagði Áslaugar að svara fyrir framkomu sína. Fréttastofa ræddi við Áslaugu að loknum ríkisstjórnarfundi. Hvað áttirðu við á þessum fundi? „Ég einfaldlega var þarna á degi sjávarútvegsins þar sem nýsköpun var sett á dagskrá en ég veit að það er mikil eftirspurn eftir því að ræða mál sem hafa verið í deiglunni og ég sagði það einfaldlega að ég ætlaði ekki að ræða þau mál heldur einbeita mér að menntakerfinu og nýsköpuninni sem mér finnst fá of lítið vægi og þar blasa við ýmsar áskoranir sem ég tel mikilvægt að við ræðum frekar og setti það þess vegna á dagskrá.“ Finnst þér eðlilegt að setja það upp á þann hátt sem þú gerðir? „Myndbirtingin skapaði kannski einhver hughrif sem ekki var ætlunin að gera. Ég svaraði þessu þannig, ég taldi þarna upp mál sem eru mikið í umræðunni og heyra undir annan ráðherra en ég sagði það líka beint út við hópinn í staðinn fyrir að fara með það í einhverjar aðrar leiðir að ég ætlaði ekki að ræða þessi mál.“ Ummæli Áslaugar vöktu mikla athygli og voru meðal annars gagnrýnd af þingmönnunum Oddnýju Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmanni Viðreisnar. „Æ hvað þetta er eitthvað aumt að nýta tækifærið með fullan sal af útgerðarmönnum að sparka í Svandísi, gefa í skyn að hún standi nú með þeim sama hvað Svandís sé að bralla,“ sagði Oddný meðal annars. Nú hafa ummæli þín verið harðlega gagnrýnd af þingmönnum og öðrum, finnst þér þetta réttmæt gagnrýni? „Mér finnst hafa verið gert of mikið úr þessu og ef að ræðan er skoðuð í samhengi og á hana er hlustað í heild sinni þá blasir við önnur mynd en upplifun fólks af þessum orðum.“ Áslaug segir öllum mega vera ljóst að hana og Svandísi greini á hugmyndafræðilega. Þær væru enda í ólíkum flokkum og reynt hafi á ýmislegt í ríkisstjórnarssamstarfinu. „Það eru engar fréttir í því að við séum ósammála um ýmis mál. Það sem ég var að gera er að benda á að það séu ýmis mál sem brenna á atvinnulífinu en heyra ekki undir mig og ég ætlaði að beina sjónum mínum að mínum málaflokkum sem heyra undir mig.“ Orðalagið, nafnbirtingin, hefðirðu getað gert þetta öðruvísi? „Það er alltaf hægt að gera betur.“ Sérðu eftir þessu? „Nei, ég var þarna með ræðu sem snerist um menntakerfið og af hverju við ættum að beina sjónum okkar að því og sagði frá því að ég ætlaði ekki að beina sjónum mínum að þeim málum sem hefðu verið mikið í umræðunni og heyra undir annan ráðherra. Annað sagði ég ekki um þau mál eða tók afstöðu til þeirra.“ Hefurðu rætt við Svandísi eftir þetta? „Já.“ Hvað fór fram ykkar á milli? „Hún er eðli málsins ekki sátt. Enda hafa þessi mál verið mikið í umræðu og ég skil bara þau sjónarmið,“ segir Áslaug. „Ég held að við áttum okkur alveg á því að við séum ósammála um ýmis mál og þegar horft er á ræðuna í heild sinni að þá sést um hvað ég var að tala, en ekki það sem er kannski tekið út úr henni í einstaka fréttum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær ávarpaði Áslaug Arna stjórnendur í sjávarútvegi í fyrradag í Hörpu. Þar hélt hún ræðu um nýsköpun en sagði fyrst að það væri freistandi að ræða málefni líðandi stundar og sagði Svandísi Svavarsdóttur vera samnefnara regluverka og eftirlits á meðan mynd af henni var varpað upp á vegg. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafnaði viðtali við fréttastofu vegna málsins í morgun. Hún sagði Áslaugar að svara fyrir framkomu sína. Fréttastofa ræddi við Áslaugu að loknum ríkisstjórnarfundi. Hvað áttirðu við á þessum fundi? „Ég einfaldlega var þarna á degi sjávarútvegsins þar sem nýsköpun var sett á dagskrá en ég veit að það er mikil eftirspurn eftir því að ræða mál sem hafa verið í deiglunni og ég sagði það einfaldlega að ég ætlaði ekki að ræða þau mál heldur einbeita mér að menntakerfinu og nýsköpuninni sem mér finnst fá of lítið vægi og þar blasa við ýmsar áskoranir sem ég tel mikilvægt að við ræðum frekar og setti það þess vegna á dagskrá.“ Finnst þér eðlilegt að setja það upp á þann hátt sem þú gerðir? „Myndbirtingin skapaði kannski einhver hughrif sem ekki var ætlunin að gera. Ég svaraði þessu þannig, ég taldi þarna upp mál sem eru mikið í umræðunni og heyra undir annan ráðherra en ég sagði það líka beint út við hópinn í staðinn fyrir að fara með það í einhverjar aðrar leiðir að ég ætlaði ekki að ræða þessi mál.“ Ummæli Áslaugar vöktu mikla athygli og voru meðal annars gagnrýnd af þingmönnunum Oddnýju Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmanni Viðreisnar. „Æ hvað þetta er eitthvað aumt að nýta tækifærið með fullan sal af útgerðarmönnum að sparka í Svandísi, gefa í skyn að hún standi nú með þeim sama hvað Svandís sé að bralla,“ sagði Oddný meðal annars. Nú hafa ummæli þín verið harðlega gagnrýnd af þingmönnum og öðrum, finnst þér þetta réttmæt gagnrýni? „Mér finnst hafa verið gert of mikið úr þessu og ef að ræðan er skoðuð í samhengi og á hana er hlustað í heild sinni þá blasir við önnur mynd en upplifun fólks af þessum orðum.“ Áslaug segir öllum mega vera ljóst að hana og Svandísi greini á hugmyndafræðilega. Þær væru enda í ólíkum flokkum og reynt hafi á ýmislegt í ríkisstjórnarssamstarfinu. „Það eru engar fréttir í því að við séum ósammála um ýmis mál. Það sem ég var að gera er að benda á að það séu ýmis mál sem brenna á atvinnulífinu en heyra ekki undir mig og ég ætlaði að beina sjónum mínum að mínum málaflokkum sem heyra undir mig.“ Orðalagið, nafnbirtingin, hefðirðu getað gert þetta öðruvísi? „Það er alltaf hægt að gera betur.“ Sérðu eftir þessu? „Nei, ég var þarna með ræðu sem snerist um menntakerfið og af hverju við ættum að beina sjónum okkar að því og sagði frá því að ég ætlaði ekki að beina sjónum mínum að þeim málum sem hefðu verið mikið í umræðunni og heyra undir annan ráðherra. Annað sagði ég ekki um þau mál eða tók afstöðu til þeirra.“ Hefurðu rætt við Svandísi eftir þetta? „Já.“ Hvað fór fram ykkar á milli? „Hún er eðli málsins ekki sátt. Enda hafa þessi mál verið mikið í umræðu og ég skil bara þau sjónarmið,“ segir Áslaug. „Ég held að við áttum okkur alveg á því að við séum ósammála um ýmis mál og þegar horft er á ræðuna í heild sinni að þá sést um hvað ég var að tala, en ekki það sem er kannski tekið út úr henni í einstaka fréttum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira