Eigandinn í Sóltúni segir málið sér óviðkomandi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. október 2023 10:46 Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar lét farga mörgum tonnum af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður og voru metin hættuleg. Vísir/Vilhelm Eigandi húsnæðisins þar sem lagt var hald á mikið magn matvæla við óheilnæmar aðstæður í síðustu viku, segir málið sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið og sá sem leigði af honum áframleigði það. Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar lét farga nokkrum tonnum af ýmiskonar matvælum sem fundust í geymslu í Reykjavík. Um er að ræða geymslurými í iðnaðarhúsnæði í Sóltúni 20 í Reykjavík. Egill Þór Sigurðsson er eigandi eignarhaldsfélagsins Sigtúns ehf, sem á fasteignina á jarðhæð, 300 fermetra geymslu þar sem matvælin fundust. Í samtali við fréttastofu segist Egill í raun ekki hafa neina vitneskju um málið sem sé sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið til fyrirtækis að nafni Inter, sem er heildsala með tækjabúnað og rekstarvöru fyrir heilbrigðsstofnanir. Inter hafi svo leigt húsnæðið áfram til eiganda matvælanna fyrir tæpu ári. Fljótlega eftir að þeir tóku við húsnæðinu hafi kvartanir farið að berast frá nágrönnum vegna ólyktar. Aðspurður hvort staðið hafi til að segja upp leigusamningnum segir Egill að honum hafi skilist að aðilarnir væru á leiðinni út úr húsnæðinu. Ástríður Elsa Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Inter ehf., vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Fljótlega eftir að eigendur matvælanna tóku geymslu í Sóltúni á leigu, fóru nágrannar að kvarta vegna ólyktar. Vísir/Vilhelm Óvíst hvort matvælin séu í dreifingu Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sagði í Reykjavík síðdegis í gær upplýsingar lægju ekki fyrir um hvort matvælin hefðu verið seld og væru í dreifingu. Það væri enn í rannsókn. Um fjölbreyttar tegundir matvæla var að ræða, ýmsar gerðir af frystivörum, þurrvörur og sósur. Óskar sagði málið fordæmalaust og að þeirra mat væri að matvælin væru hættuleg. Aðspurður um hvort stæði til að upplýsa um það um hvaða fyrirtæki væri að ræða sagði hann að allt eftirlit Matvælastofnunar væri opinbert. „Þegar við erum búin að taka saman okkar vinnu og gefa viðkomandi aðila tækifæri til að tjá sig um það, gera athugasemdir og svo framvegis, þá verða slíkar eftirlitsskýrslur opinberar.“ Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Óskar í heild sinni. Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Reykjavík Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Nágrannar kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni Matvælageymslan þar sem mörg tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður fundust í síðustu viku var til húsa í Sóltúni 20. Aðrir sem höfðu afnot af umræddu húsnæði kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni. 6. október 2023 06:24 Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. 5. október 2023 12:53 Mörgum tonnum af mat fargað af ólöglegum matvælalager Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur lagt hald á og fargað nokkrum tonnum af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu. Málið er sagt fordæmalaust. 5. október 2023 06:19 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar lét farga nokkrum tonnum af ýmiskonar matvælum sem fundust í geymslu í Reykjavík. Um er að ræða geymslurými í iðnaðarhúsnæði í Sóltúni 20 í Reykjavík. Egill Þór Sigurðsson er eigandi eignarhaldsfélagsins Sigtúns ehf, sem á fasteignina á jarðhæð, 300 fermetra geymslu þar sem matvælin fundust. Í samtali við fréttastofu segist Egill í raun ekki hafa neina vitneskju um málið sem sé sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið til fyrirtækis að nafni Inter, sem er heildsala með tækjabúnað og rekstarvöru fyrir heilbrigðsstofnanir. Inter hafi svo leigt húsnæðið áfram til eiganda matvælanna fyrir tæpu ári. Fljótlega eftir að þeir tóku við húsnæðinu hafi kvartanir farið að berast frá nágrönnum vegna ólyktar. Aðspurður hvort staðið hafi til að segja upp leigusamningnum segir Egill að honum hafi skilist að aðilarnir væru á leiðinni út úr húsnæðinu. Ástríður Elsa Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Inter ehf., vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Fljótlega eftir að eigendur matvælanna tóku geymslu í Sóltúni á leigu, fóru nágrannar að kvarta vegna ólyktar. Vísir/Vilhelm Óvíst hvort matvælin séu í dreifingu Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sagði í Reykjavík síðdegis í gær upplýsingar lægju ekki fyrir um hvort matvælin hefðu verið seld og væru í dreifingu. Það væri enn í rannsókn. Um fjölbreyttar tegundir matvæla var að ræða, ýmsar gerðir af frystivörum, þurrvörur og sósur. Óskar sagði málið fordæmalaust og að þeirra mat væri að matvælin væru hættuleg. Aðspurður um hvort stæði til að upplýsa um það um hvaða fyrirtæki væri að ræða sagði hann að allt eftirlit Matvælastofnunar væri opinbert. „Þegar við erum búin að taka saman okkar vinnu og gefa viðkomandi aðila tækifæri til að tjá sig um það, gera athugasemdir og svo framvegis, þá verða slíkar eftirlitsskýrslur opinberar.“ Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Óskar í heild sinni.
Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Reykjavík Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Nágrannar kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni Matvælageymslan þar sem mörg tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður fundust í síðustu viku var til húsa í Sóltúni 20. Aðrir sem höfðu afnot af umræddu húsnæði kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni. 6. október 2023 06:24 Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. 5. október 2023 12:53 Mörgum tonnum af mat fargað af ólöglegum matvælalager Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur lagt hald á og fargað nokkrum tonnum af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu. Málið er sagt fordæmalaust. 5. október 2023 06:19 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Nágrannar kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni Matvælageymslan þar sem mörg tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður fundust í síðustu viku var til húsa í Sóltúni 20. Aðrir sem höfðu afnot af umræddu húsnæði kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni. 6. október 2023 06:24
Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. 5. október 2023 12:53
Mörgum tonnum af mat fargað af ólöglegum matvælalager Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur lagt hald á og fargað nokkrum tonnum af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu. Málið er sagt fordæmalaust. 5. október 2023 06:19