Fyrirsjáanleg fjölgun ferðamanna? Dóra Þorleifsdóttir skrifar 6. október 2023 08:01 „Fyrirsjáanleg fjölgun ferðamanna“? Það er árið 2023 og fjöldi ferðamanna er að ná nýjum hæðum. Bændastéttin kallar eftir aðgerðum og við blasir gjaldþrotahrina bænda ef ekkert verður að gert. Lítil fyrirtæki og einstaklingar eru að bugast undan endalausum vaxtahækkunum og verðbólgu. Náttúran er farin að bera merki um að hér séum við komin í fjöldaferðamennsku, eitthvað sem mörg okkar hafa hræðst lengi. Flestir fjölsóttir ferðamannastaðir eru komnir að þolmörkum, þó er enn verið að tala um „fyrirsjáanlega fjölgun ferðamanna“? Ferðaþjónustan er orðin allt of stór í þessu fámenna landi því nú erum við að tala um atvinnugrein sem stækkar of ört og á kostnað annarra atvinnugreina. Gullna hringborðið, samráðsvettvangur um þróun ferðaþjónustu sem tengist Gullna hringnum, sendi frá sér ákall síðastliðinn vetur um frekara fjármagn til innviðauppbyggingar og aukinnar þjónustu við fólk á svæðinu. Bætt vegakerfi, efling heilsugæslu og löggæslu, landvarsla og álagsstýring eru dæmi um áherslur þeirra. Gullna hringborðið er vissulega þarft og markmið þeirra munu sjálfsagt koma ferðafólki á svæðinu til góða en eru kröfurnar raunhæfar eins og staðan er núna í íslensku samfélagi? Er hægt að biðja um meira fjármagn til uppbyggingu í ferðaþjónustunni á meðan aðrar atvinnugreinar eru fjársveltar og að bugast? Það er bráðum ekkert rými til að setja áherslu á fjölbreytta atvinnumöguleika því það er bara ein atvinnugrein sem er orðin ráðandi og það er ferðaþjónustan, eitthvað sem er óumflýjanlega á kostnað annarra atvinnugreina. Annað sem er athugavert við þetta er spurningin hvort ennþá sé hægt að tala um „fyrirsjáanlega fjölgun ferðamanna“ í ljósi loftslagsbreytinga og náttúruhamfara af þeim völdum? Fjöldaferðamennska á sinn þátt í menguninni á heimsvísu og losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist m.a. vegna aukinnar flugumferðar og skemmtiferðaskipa. Ferðamenn flykkjast að í stríðum straumum og er Gullni hringurinn eitt fjölsóttasta svæði landsins. Í Bláskógabyggð er umferðin þar af leiðandi oft gríðarleg og er þetta mikill fjöldi af rútum og stórum díseltrukkum á leið með ferðamenn í dagsferðir. Mengunin er stundum áþreifanleg, sérstaklega á fallegum vetrardögum í kyrrlátum froststillum þar sem reykurinn frá útblæstrinum dansar um eins og dökk vera. Þetta stingur í stúf við innleiðingu heimsmarkmiðanna sem nýlega var unnið að í Bláskógabyggð. Fyrirtækið Podium var fengið til að leiða vinnuna með aðilum úr ýmsum áttum að stefnumótun sveitarfélagsins með heimsmarkmiðin að leiðarljósi og hófst vinnan við það á haustmánuðum 2022. Hægt er að lesa um verkefnið á heimasíðu sveitarfélagsins og á heimasíðu Podium, en þar kemur orðrétt fram eitt áhersluatriði sem staldra má aðeins við: „Sveitarfélagið ætlar að nýta heimsmarkmiðin og sjálfbæra þróun til þess að varðveita þessar náttúruperlur og fólkið sem þar býr.“ Þarna er verið að tala um náttúruperlurnar Gullfoss og Geysi, Þingvelli, Laugarvatn og Skálholt. Staðreyndin er sú, að við þessa innleiðingu heimsmarkmiðana fyrir aðeins ári síðan var talað um að varðveita náttúruperlurnar og íbúa þeirra svæða. Áhersla nýja samráðsvettvangsins er hins vegar ferðafólk, eðlilega þar sem þessi vettvangur er til þróunar ferðaþjónustu á svæðinu en mér finnst gleymast að nefna íbúa svæðisins því það er mín eindregna skoðun að íbúar svæðanna eigi alltaf að vera í forgangi. Við sem búum hér borgum okkar útsvar, skatta og gjöld, hér er okkar daglega líf og framtíð. Við erum ekki með lækni á bakvakt vegna niðurskurðar HSU. Okkur tókst ekki að halda í starfsemi UMFÍ á Laugarvatni því ekki var til nægt fjármagn hjá sveitarfélaginu til viðhalds á húsnæðinu. Þar töpuðust mikilvæg störf sem höfðu stutt við það sem fólk óskar eftir, fjölbreytt atvinnulíf. Ég styð að sjálfsögðu sjálfbæra ferðaþjónustu en það virðist ekki vera að raungerast, þrátt fyrir góðan vilja. Hugtökin sjálfbærni og sjálfbær þróun hverfa í reykský fjöldaferðamennskunnar sem er hér að taka yfir og samt er enn verið að vinna út frá „fyrirsjáanlegri fjölgun ferðamanna“?! Umhverfissamtök og vísindi eru nauðsynlegt mótvægi gegn ágangi á náttúruna þegar kemur að stóriðju, sjókvíaeldi og öðrum iðnaði og starfsemi sem hafa óafturkræf áhrif á náttúru Íslands. Kannski þurfum við að fara að skoða fjöldaferðamennsku betur í því samhengi og áhrif hennar á náttúruna, mengun og jafnvel fara að skoða skert lífsgæði íbúa við helstu ferðamannastaði. Líffræðileg fjölbreytni er nátengd loftslagsbreytingum og mikilvægt er að eiga við þessi stóru viðfangsefni samhliða. Í desember 2022 var undirritaður tímamótasamningur um verndun líffræðilegrar fjölbreytni á fundi Sameinuðu þjóðanna (COP15). Samningurinn felur í sér að árið 2030 njóti 30% af landsvæðum plánetunnar verndar og að maðurinn lifi í sátt við náttúru jarðar árið 2050. Við þetta tækifæri sagði aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, að þjóðir heims væru að fremja sjálfsmorð með umgengni sinni við náttúruna. Í Bláskógabyggð einni eru ýmsar framkvæmdir fyrirhugaðar vegna ferðamennsku sem skarast á við markmið um sjálfbærni, vernd loftslags og vernd líffræðilegrar fjölbreytni, sem og mögulega framtíðarhagsmuni íbúa. Í sveitarfélagi okkar er lífríki sem okkur er ætlað að vernda og hefur Bláskógabyggð einmitt gefið það út við innleiðingu heimsmarkmiðanna, að ætla að vernda náttúruna og þar með lífríkið. Eða eru þetta bara falleg orð á blaði? Hugtökin sjálfbærni og sjálfbær þróun fara ekki vel saman við fjöldaferðamennsku. Ég ætla að enda þennan stutta pistil á því að nefna sex hugrökk ungmenni frá Portúgal sem hafa stefnt 32 löndum fyrir það að hafa ekki brugðist við hamfarahlýnun. Miklir skógareldar geisuðu víða í sumar, m.a. í Portúgal og hafa ungmennin ákveðið að fara með mál sitt til Mannréttindadómstóla Evrópu og draga stjórnvöld þessara landa til ábyrgðar fyrir það að standa ekki við loforð sín um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Sennilega er þetta aðeins fyrsta af mörgum slíkum málum. Skógareldar, hitabylgjur, ofsaveður og hnattræn stiknun er ekki bara vandamál annarra þjóða, þetta snertir okkur öll. Við þurfum að skoða okkar stöðu í stóru heildarmyndinni og fara að bregðast við samkvæmt því. Fjöldaferðamennska getur haft mjög slæmar afleiðingar fyrir náttúruna okkar ef einhver skyldi ennþá vera í vafa og fleiri og fleiri raddir í íslensku samfélagi kalla eftir einhversskonar aðgangsstýringu eða takmörkun. Það gæti mögulega skapað jafnvægi, verndað lífríki Íslands og greitt götuna fyrir fjölbreyttara atvinnulífi. Höfundur er framhaldsskólakennari og íbúi í Bláskógabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
„Fyrirsjáanleg fjölgun ferðamanna“? Það er árið 2023 og fjöldi ferðamanna er að ná nýjum hæðum. Bændastéttin kallar eftir aðgerðum og við blasir gjaldþrotahrina bænda ef ekkert verður að gert. Lítil fyrirtæki og einstaklingar eru að bugast undan endalausum vaxtahækkunum og verðbólgu. Náttúran er farin að bera merki um að hér séum við komin í fjöldaferðamennsku, eitthvað sem mörg okkar hafa hræðst lengi. Flestir fjölsóttir ferðamannastaðir eru komnir að þolmörkum, þó er enn verið að tala um „fyrirsjáanlega fjölgun ferðamanna“? Ferðaþjónustan er orðin allt of stór í þessu fámenna landi því nú erum við að tala um atvinnugrein sem stækkar of ört og á kostnað annarra atvinnugreina. Gullna hringborðið, samráðsvettvangur um þróun ferðaþjónustu sem tengist Gullna hringnum, sendi frá sér ákall síðastliðinn vetur um frekara fjármagn til innviðauppbyggingar og aukinnar þjónustu við fólk á svæðinu. Bætt vegakerfi, efling heilsugæslu og löggæslu, landvarsla og álagsstýring eru dæmi um áherslur þeirra. Gullna hringborðið er vissulega þarft og markmið þeirra munu sjálfsagt koma ferðafólki á svæðinu til góða en eru kröfurnar raunhæfar eins og staðan er núna í íslensku samfélagi? Er hægt að biðja um meira fjármagn til uppbyggingu í ferðaþjónustunni á meðan aðrar atvinnugreinar eru fjársveltar og að bugast? Það er bráðum ekkert rými til að setja áherslu á fjölbreytta atvinnumöguleika því það er bara ein atvinnugrein sem er orðin ráðandi og það er ferðaþjónustan, eitthvað sem er óumflýjanlega á kostnað annarra atvinnugreina. Annað sem er athugavert við þetta er spurningin hvort ennþá sé hægt að tala um „fyrirsjáanlega fjölgun ferðamanna“ í ljósi loftslagsbreytinga og náttúruhamfara af þeim völdum? Fjöldaferðamennska á sinn þátt í menguninni á heimsvísu og losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist m.a. vegna aukinnar flugumferðar og skemmtiferðaskipa. Ferðamenn flykkjast að í stríðum straumum og er Gullni hringurinn eitt fjölsóttasta svæði landsins. Í Bláskógabyggð er umferðin þar af leiðandi oft gríðarleg og er þetta mikill fjöldi af rútum og stórum díseltrukkum á leið með ferðamenn í dagsferðir. Mengunin er stundum áþreifanleg, sérstaklega á fallegum vetrardögum í kyrrlátum froststillum þar sem reykurinn frá útblæstrinum dansar um eins og dökk vera. Þetta stingur í stúf við innleiðingu heimsmarkmiðanna sem nýlega var unnið að í Bláskógabyggð. Fyrirtækið Podium var fengið til að leiða vinnuna með aðilum úr ýmsum áttum að stefnumótun sveitarfélagsins með heimsmarkmiðin að leiðarljósi og hófst vinnan við það á haustmánuðum 2022. Hægt er að lesa um verkefnið á heimasíðu sveitarfélagsins og á heimasíðu Podium, en þar kemur orðrétt fram eitt áhersluatriði sem staldra má aðeins við: „Sveitarfélagið ætlar að nýta heimsmarkmiðin og sjálfbæra þróun til þess að varðveita þessar náttúruperlur og fólkið sem þar býr.“ Þarna er verið að tala um náttúruperlurnar Gullfoss og Geysi, Þingvelli, Laugarvatn og Skálholt. Staðreyndin er sú, að við þessa innleiðingu heimsmarkmiðana fyrir aðeins ári síðan var talað um að varðveita náttúruperlurnar og íbúa þeirra svæða. Áhersla nýja samráðsvettvangsins er hins vegar ferðafólk, eðlilega þar sem þessi vettvangur er til þróunar ferðaþjónustu á svæðinu en mér finnst gleymast að nefna íbúa svæðisins því það er mín eindregna skoðun að íbúar svæðanna eigi alltaf að vera í forgangi. Við sem búum hér borgum okkar útsvar, skatta og gjöld, hér er okkar daglega líf og framtíð. Við erum ekki með lækni á bakvakt vegna niðurskurðar HSU. Okkur tókst ekki að halda í starfsemi UMFÍ á Laugarvatni því ekki var til nægt fjármagn hjá sveitarfélaginu til viðhalds á húsnæðinu. Þar töpuðust mikilvæg störf sem höfðu stutt við það sem fólk óskar eftir, fjölbreytt atvinnulíf. Ég styð að sjálfsögðu sjálfbæra ferðaþjónustu en það virðist ekki vera að raungerast, þrátt fyrir góðan vilja. Hugtökin sjálfbærni og sjálfbær þróun hverfa í reykský fjöldaferðamennskunnar sem er hér að taka yfir og samt er enn verið að vinna út frá „fyrirsjáanlegri fjölgun ferðamanna“?! Umhverfissamtök og vísindi eru nauðsynlegt mótvægi gegn ágangi á náttúruna þegar kemur að stóriðju, sjókvíaeldi og öðrum iðnaði og starfsemi sem hafa óafturkræf áhrif á náttúru Íslands. Kannski þurfum við að fara að skoða fjöldaferðamennsku betur í því samhengi og áhrif hennar á náttúruna, mengun og jafnvel fara að skoða skert lífsgæði íbúa við helstu ferðamannastaði. Líffræðileg fjölbreytni er nátengd loftslagsbreytingum og mikilvægt er að eiga við þessi stóru viðfangsefni samhliða. Í desember 2022 var undirritaður tímamótasamningur um verndun líffræðilegrar fjölbreytni á fundi Sameinuðu þjóðanna (COP15). Samningurinn felur í sér að árið 2030 njóti 30% af landsvæðum plánetunnar verndar og að maðurinn lifi í sátt við náttúru jarðar árið 2050. Við þetta tækifæri sagði aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, að þjóðir heims væru að fremja sjálfsmorð með umgengni sinni við náttúruna. Í Bláskógabyggð einni eru ýmsar framkvæmdir fyrirhugaðar vegna ferðamennsku sem skarast á við markmið um sjálfbærni, vernd loftslags og vernd líffræðilegrar fjölbreytni, sem og mögulega framtíðarhagsmuni íbúa. Í sveitarfélagi okkar er lífríki sem okkur er ætlað að vernda og hefur Bláskógabyggð einmitt gefið það út við innleiðingu heimsmarkmiðanna, að ætla að vernda náttúruna og þar með lífríkið. Eða eru þetta bara falleg orð á blaði? Hugtökin sjálfbærni og sjálfbær þróun fara ekki vel saman við fjöldaferðamennsku. Ég ætla að enda þennan stutta pistil á því að nefna sex hugrökk ungmenni frá Portúgal sem hafa stefnt 32 löndum fyrir það að hafa ekki brugðist við hamfarahlýnun. Miklir skógareldar geisuðu víða í sumar, m.a. í Portúgal og hafa ungmennin ákveðið að fara með mál sitt til Mannréttindadómstóla Evrópu og draga stjórnvöld þessara landa til ábyrgðar fyrir það að standa ekki við loforð sín um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Sennilega er þetta aðeins fyrsta af mörgum slíkum málum. Skógareldar, hitabylgjur, ofsaveður og hnattræn stiknun er ekki bara vandamál annarra þjóða, þetta snertir okkur öll. Við þurfum að skoða okkar stöðu í stóru heildarmyndinni og fara að bregðast við samkvæmt því. Fjöldaferðamennska getur haft mjög slæmar afleiðingar fyrir náttúruna okkar ef einhver skyldi ennþá vera í vafa og fleiri og fleiri raddir í íslensku samfélagi kalla eftir einhversskonar aðgangsstýringu eða takmörkun. Það gæti mögulega skapað jafnvægi, verndað lífríki Íslands og greitt götuna fyrir fjölbreyttara atvinnulífi. Höfundur er framhaldsskólakennari og íbúi í Bláskógabyggð.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun