Sótt að Biden vegna nýrra framkvæmda við landamæramúrinn Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2023 06:43 Joe Biden Bandaríkjaforseti barðist harkalega gegn byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í kosningabaráttunni 2020. AP Þingmenn bæði úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að stjórn hans tilkynnti að grænt ljós hefði verið gefið á framkvæmdir við byggingu nýs kafla af múrnum á landamærunum að Mexíkó. Umræddur kafli er rúmlega þrjátíu kílómetrar að lengd og að finna á strjálbýlu svæði í Texas. Forsetinn segir að hann „geti ekki“ stöðvað framkvæmdirnar þar sem fjármögnun þeirra hafi verið samþykkt árið 2019. Fulltrúar ráðuneytis heimavarnamála segja knýjandi þörf fyrir landamæramúrinn, en rúmlega 2,2 milljónir manna sem hafa reynt að smygla sér inn í Bandaríkin hafa verið handteknir það sem af er ári. Í frétt BBC segir að Biden sæti sífellt meiri gagnrýni vegna síhækkandi fjölda farandfólks í stórborgum á borð við New York. Er hann sagður hafa sofið á verðinum vegna stöðunnar á landamærunum að Mexíkó. Biden og bandarískir embættismenn benda á að tilkynnt hafi verið um fjármögnun framkvæmdanna í júní, en að fé hafi verið veitt til þeirra á fjárlagaárinu 2019, á þeim tíma til Donald Trump var forseti. Um er að ræða framkvæmdir á um 32 kílómetra kafla í Starr-sýslu, strjálbýlu landsvæði í Rio Grande-dalnum. Biden fullyrti árið 2020 að hann myndi ekki láta byggja eitt fet af nýjum landamæramúr, yrði hann kjörinn forseti. Þingmenn Demókrata, þau Henry Cuellar og Alexandria Ocasio-Cortez, eru í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt fyrirhugaðar framkvæmdir og hafa þau hvatt samflokksmann sinn, Biden forseta, til að snúa við málinu. Segja þau nauðsynlegt að líta frekar á rót vandans þegar kæmi að fólksflutningunum. Þessi „fjórtándu aldar lausn“, að reisa múr, væri ekki leið til að leysa 21. aldar vandamál. Repúblikanar hafa sömuleiðis gagnrýnt forsetann fyrir að það sem þeir telja algeran viðsnúning þegar kemur að málum sem hann barðist fyrir í kosningabaráttunni, en Biden barðist þar harkalega gegn byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bandaríkin Joe Biden Mexíkó Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Forsetinn segir að hann „geti ekki“ stöðvað framkvæmdirnar þar sem fjármögnun þeirra hafi verið samþykkt árið 2019. Fulltrúar ráðuneytis heimavarnamála segja knýjandi þörf fyrir landamæramúrinn, en rúmlega 2,2 milljónir manna sem hafa reynt að smygla sér inn í Bandaríkin hafa verið handteknir það sem af er ári. Í frétt BBC segir að Biden sæti sífellt meiri gagnrýni vegna síhækkandi fjölda farandfólks í stórborgum á borð við New York. Er hann sagður hafa sofið á verðinum vegna stöðunnar á landamærunum að Mexíkó. Biden og bandarískir embættismenn benda á að tilkynnt hafi verið um fjármögnun framkvæmdanna í júní, en að fé hafi verið veitt til þeirra á fjárlagaárinu 2019, á þeim tíma til Donald Trump var forseti. Um er að ræða framkvæmdir á um 32 kílómetra kafla í Starr-sýslu, strjálbýlu landsvæði í Rio Grande-dalnum. Biden fullyrti árið 2020 að hann myndi ekki láta byggja eitt fet af nýjum landamæramúr, yrði hann kjörinn forseti. Þingmenn Demókrata, þau Henry Cuellar og Alexandria Ocasio-Cortez, eru í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt fyrirhugaðar framkvæmdir og hafa þau hvatt samflokksmann sinn, Biden forseta, til að snúa við málinu. Segja þau nauðsynlegt að líta frekar á rót vandans þegar kæmi að fólksflutningunum. Þessi „fjórtándu aldar lausn“, að reisa múr, væri ekki leið til að leysa 21. aldar vandamál. Repúblikanar hafa sömuleiðis gagnrýnt forsetann fyrir að það sem þeir telja algeran viðsnúning þegar kemur að málum sem hann barðist fyrir í kosningabaráttunni, en Biden barðist þar harkalega gegn byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
Bandaríkin Joe Biden Mexíkó Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira