Stalst á klósettið í miðjum leik og fékk ekki að koma aftur inn á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 10:01 Lamine Yamal í leiknum með Barcelona á móti Porto áður en náttúran kallaði. Getty/ Jose Manuel Alvarez Ungstirnið hjá Barcelona átti eftirminnilegt kvöld í Meistaradeildinni í vikunni og það var ekki bara fyrir frammistöðuna inn á vellinum. Barcelona vann 1-0 sigur á Porto í Meistaradeildinni og Lamine Yamal var í byrjunarliðinu. Hann er sá yngsti í sögunni til að byrja leik í Mestaradeildinni aðeins sextán ára og 83 daga gamall. Yamal þurfti hins vegar skyndilega að yfirgefa völlinn í seinni hálfleik og komast á klósettið. Hann var hvergi sjáanlegur frá 73. til 82. mínútu leiksins. Lamine Yamal left the pitch in the 71st minute against Porto to go to the toilet. He never returned and was substituted in the 80th minute. Barça spent almost 10 minutes playing with 10 players. @mas_que_pelotas pic.twitter.com/cROtuDTgDv— Barça Universal (@BarcaUniversal) October 4, 2023 Xavi þjálfari Barcelona sagði eftir leik að leikmaðurinn hafi verið veikur. Eftir dágóðan tíma á klósettinu þá birtist Yamal aftur en dómari leiksins vildi ekki hleypa honum aftur inn á völlinn. Barcelona, sem hafði spilað tíu á móti ellefu í níu mínútur, þurfti því að senda varamann inn á völlinn í staðinn fyrir Yamal. Xavi vildi svo mikið geta notað Lamine Yamal áfram að hann var tilbúinn að bíða með að skipta honum af velli á meðan hann fór á klósettið. Klósettferðin tók hins vegar miklu lengri tíma en búist var við og svo kom líka stífni dómarans í veg fyrir að Yamal fengi að koma inn á aftur. Lamine Yamal is the youngest starter in Champions League history pic.twitter.com/Zq3X7dXru1— GOAL (@goal) October 4, 2023 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira
Barcelona vann 1-0 sigur á Porto í Meistaradeildinni og Lamine Yamal var í byrjunarliðinu. Hann er sá yngsti í sögunni til að byrja leik í Mestaradeildinni aðeins sextán ára og 83 daga gamall. Yamal þurfti hins vegar skyndilega að yfirgefa völlinn í seinni hálfleik og komast á klósettið. Hann var hvergi sjáanlegur frá 73. til 82. mínútu leiksins. Lamine Yamal left the pitch in the 71st minute against Porto to go to the toilet. He never returned and was substituted in the 80th minute. Barça spent almost 10 minutes playing with 10 players. @mas_que_pelotas pic.twitter.com/cROtuDTgDv— Barça Universal (@BarcaUniversal) October 4, 2023 Xavi þjálfari Barcelona sagði eftir leik að leikmaðurinn hafi verið veikur. Eftir dágóðan tíma á klósettinu þá birtist Yamal aftur en dómari leiksins vildi ekki hleypa honum aftur inn á völlinn. Barcelona, sem hafði spilað tíu á móti ellefu í níu mínútur, þurfti því að senda varamann inn á völlinn í staðinn fyrir Yamal. Xavi vildi svo mikið geta notað Lamine Yamal áfram að hann var tilbúinn að bíða með að skipta honum af velli á meðan hann fór á klósettið. Klósettferðin tók hins vegar miklu lengri tíma en búist var við og svo kom líka stífni dómarans í veg fyrir að Yamal fengi að koma inn á aftur. Lamine Yamal is the youngest starter in Champions League history pic.twitter.com/Zq3X7dXru1— GOAL (@goal) October 4, 2023
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira