Þór upp í annað sætið Snorri Már Vagnsson skrifar 5. október 2023 20:31 Þór vann góðan sigur í kvöld. Rafíþróttasamband Íslands Þór lagði FH í hörkuleik í Ljósleiðaradeildinni þar sem keppt er í hinum vinsæla tölvuleik Counter-Strike: Global Offensive. Lokatölur í kvöld 16-6 Þór í vil. FH-ingar stilltu sér upp í vörn á Ancient í fyrsta leik kvöldins. Þórsarar hófu leikinn betur og tóku fyrstu 4 loturnar með að sýna mikinn hug við að taka yfir sprengjusvæði Anubis. FH kröfsuðu lotu til baka og komu stöðunni í 1-4 FH tóku því lotu þar sem liðsmenn höfðu einungis Deagle-byssur, en þrátt fyrir mismun á vopnabúrum náðu FH-ingar að rústa lotunni og komu sér aftur inn í leikinn, 2-5. Þórsarar höfðu yfirburði í fyrri hálfleik en FH sýndu þó þrautseigju en loturnar voru ekki að falal með þeim. FH tóku aðeins tvær lotur það sem eftir lifði hálfleiks, en Peter, leikmaður Þórs átti stórleik gegn tveimur FH-ingum í lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik: 4-11. FH-ingar stilltu sér í sóknarstöður í upphafi seinni hálfleiks, en Anubis er þekkt fyrir að vera betra fyrir sókn heldur en vörn. FH-ingar þurftu þvi sárlega á góðri byrjun að halda til að missa Þórsara ekki fram úr sér. Þórsarar hófu seinni hálfleik þó eins og þann fyrri og unnu skammbyssulotuna. Sigurganga þeirra stöðvaði ekki þar en Peter átti enn og aftur stórleik í átjándu lotu þegar hann felldi fjóra leikmenn FH í fljótu bragði. Þórsarar spiluðu mjög djarfa vörn og tóku fyrstu lotur seinni hálfleiks og komu sér í stöðuna 4-14. Að lokum náðu FH sprengjunni loksins niður og tóku sína fyrstu lotu í seinni hálfleik Eftir að galdra fram nokkra lotusigra virtist FH þó vera um of að halda í við Þórsara. Að lokum var það Þór sem fann sigurlotuna og tók leikinn. Lokatölur 6-16 Þórsarar eru því komnir upp í annað sæti deildarinnar með 6 stig, en Ármann og Ten5ion geta jafnað þá á stigum, sigri þau viðureignir sínar í kvöld. FH-ingar þurfa þó að sætta sig við að vera áfram á miðju stigatöflunnar með 4 stig. Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti
FH-ingar stilltu sér upp í vörn á Ancient í fyrsta leik kvöldins. Þórsarar hófu leikinn betur og tóku fyrstu 4 loturnar með að sýna mikinn hug við að taka yfir sprengjusvæði Anubis. FH kröfsuðu lotu til baka og komu stöðunni í 1-4 FH tóku því lotu þar sem liðsmenn höfðu einungis Deagle-byssur, en þrátt fyrir mismun á vopnabúrum náðu FH-ingar að rústa lotunni og komu sér aftur inn í leikinn, 2-5. Þórsarar höfðu yfirburði í fyrri hálfleik en FH sýndu þó þrautseigju en loturnar voru ekki að falal með þeim. FH tóku aðeins tvær lotur það sem eftir lifði hálfleiks, en Peter, leikmaður Þórs átti stórleik gegn tveimur FH-ingum í lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik: 4-11. FH-ingar stilltu sér í sóknarstöður í upphafi seinni hálfleiks, en Anubis er þekkt fyrir að vera betra fyrir sókn heldur en vörn. FH-ingar þurftu þvi sárlega á góðri byrjun að halda til að missa Þórsara ekki fram úr sér. Þórsarar hófu seinni hálfleik þó eins og þann fyrri og unnu skammbyssulotuna. Sigurganga þeirra stöðvaði ekki þar en Peter átti enn og aftur stórleik í átjándu lotu þegar hann felldi fjóra leikmenn FH í fljótu bragði. Þórsarar spiluðu mjög djarfa vörn og tóku fyrstu lotur seinni hálfleiks og komu sér í stöðuna 4-14. Að lokum náðu FH sprengjunni loksins niður og tóku sína fyrstu lotu í seinni hálfleik Eftir að galdra fram nokkra lotusigra virtist FH þó vera um of að halda í við Þórsara. Að lokum var það Þór sem fann sigurlotuna og tók leikinn. Lokatölur 6-16 Þórsarar eru því komnir upp í annað sæti deildarinnar með 6 stig, en Ármann og Ten5ion geta jafnað þá á stigum, sigri þau viðureignir sínar í kvöld. FH-ingar þurfa þó að sætta sig við að vera áfram á miðju stigatöflunnar með 4 stig.
Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti