Ef þið megið veiða og sleppa þá megum við setja tug milljóna norskra eldislaxa í ótryggar opnar sjókvíar út um allt land! Friðleifur Guðmundsson skrifar 5. október 2023 16:00 Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. Erfðablöndun íslenska laxastofnsins við norska eldislaxa er alvarlegasta manngerða ógnin sem villti laxastofninn stendur frammi fyrir og verði ekkert að gert þá verða afleiðingarnar hræðilegar. Lúsafár í sjókvíaeldisiðnaðinum fylgir fast á eftir sem önnur stærsta ógnin fyrir villta stofna og munu Íslendingar eflaust sjá meira af vandamálum tengdum lúsinni á komandi árum samhliða auknum framleiðsluheimildum í sjókvíaeldisiðnaðinum. Því skal haldið til haga að stjórnvöld bera fyrst og fremst ábyrgð á því ástandi sem hér er komið upp. Það er þó ekki hægt að horfa fram hjá því að sjókvíaeldisiðnaðurinn er öflug maskína sem ver hagsmuni hluthafa sinna með gríðarlegum áróðri og oft ósannindum. Ítrekað er því haldið fram að umhverfisáhrifin séu lítil sem engin og íslenska laxastofninum stafi engin raunveruleg ógn af þeirri tifandi tímasprengju sem sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi er. Með áróðri sínum tekst iðnaðinum oft að slá ryk í augu almennings og því miður ráðamönnum þjóðarinnar líka. Ein helsta röksemdarfærsla talsmanna norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna er að úthrópa veiðimenn fyrir að veiða og sleppa sem og nýverið einnig fyrir að drepa bráðina. Veiða og sleppa er aðgerð sem farið var í til að vernda stofninn og til að sporna við hnignun hans og hafði stórlöxum fækkað gríðarlega síðustu áratugi. Allir eiga rétt sinni skoðun og áhrifum veiða og sleppa en rannsóknir hafa sýnt að ef rétt er staðið að því þá eru áhrifin jákvæð fyrir stofninn. Þá hafa miklar umbætur verið gerðar á veiðistjórnunarkerfi í íslenskum ám undanfarna áratugi og er veiðiálag hér á landi minna en þekkist víða annars staðar. Talsmenn norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna segja óspart „treystum vísindunum“. Að mati ICES, sem er alþjóðlegt samstarf vísindamanna um ástand fiskstofna, er ofveiði í íslenskum ám ekki helsta hætta sem villti laxastofninn stendur frammi fyrir. Laxeldi í opnum sjókvíum er það hins vegar. Röksemdafærsla talsmanna norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna virðist einnig vera mikið á þá leið að ef þið (veiðimenn) megið veiða og sleppa og drepa, þá megum við (sjókvíaeldismenn) setja tugi milljóna norskra eldisfiska í ótryggan og óöruggan búnað í sjó við strendur Íslands og ógna þannig tilvist villtra laxastofna. Ef fólk hættir að veiða lax ætla sjókvíaeldisiðnaðurinn þá að hætta að rækta lax í opnum sjókvíum? Höfundur er formaður NASF og starfandi lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. Erfðablöndun íslenska laxastofnsins við norska eldislaxa er alvarlegasta manngerða ógnin sem villti laxastofninn stendur frammi fyrir og verði ekkert að gert þá verða afleiðingarnar hræðilegar. Lúsafár í sjókvíaeldisiðnaðinum fylgir fast á eftir sem önnur stærsta ógnin fyrir villta stofna og munu Íslendingar eflaust sjá meira af vandamálum tengdum lúsinni á komandi árum samhliða auknum framleiðsluheimildum í sjókvíaeldisiðnaðinum. Því skal haldið til haga að stjórnvöld bera fyrst og fremst ábyrgð á því ástandi sem hér er komið upp. Það er þó ekki hægt að horfa fram hjá því að sjókvíaeldisiðnaðurinn er öflug maskína sem ver hagsmuni hluthafa sinna með gríðarlegum áróðri og oft ósannindum. Ítrekað er því haldið fram að umhverfisáhrifin séu lítil sem engin og íslenska laxastofninum stafi engin raunveruleg ógn af þeirri tifandi tímasprengju sem sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi er. Með áróðri sínum tekst iðnaðinum oft að slá ryk í augu almennings og því miður ráðamönnum þjóðarinnar líka. Ein helsta röksemdarfærsla talsmanna norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna er að úthrópa veiðimenn fyrir að veiða og sleppa sem og nýverið einnig fyrir að drepa bráðina. Veiða og sleppa er aðgerð sem farið var í til að vernda stofninn og til að sporna við hnignun hans og hafði stórlöxum fækkað gríðarlega síðustu áratugi. Allir eiga rétt sinni skoðun og áhrifum veiða og sleppa en rannsóknir hafa sýnt að ef rétt er staðið að því þá eru áhrifin jákvæð fyrir stofninn. Þá hafa miklar umbætur verið gerðar á veiðistjórnunarkerfi í íslenskum ám undanfarna áratugi og er veiðiálag hér á landi minna en þekkist víða annars staðar. Talsmenn norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna segja óspart „treystum vísindunum“. Að mati ICES, sem er alþjóðlegt samstarf vísindamanna um ástand fiskstofna, er ofveiði í íslenskum ám ekki helsta hætta sem villti laxastofninn stendur frammi fyrir. Laxeldi í opnum sjókvíum er það hins vegar. Röksemdafærsla talsmanna norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna virðist einnig vera mikið á þá leið að ef þið (veiðimenn) megið veiða og sleppa og drepa, þá megum við (sjókvíaeldismenn) setja tugi milljóna norskra eldisfiska í ótryggan og óöruggan búnað í sjó við strendur Íslands og ógna þannig tilvist villtra laxastofna. Ef fólk hættir að veiða lax ætla sjókvíaeldisiðnaðurinn þá að hætta að rækta lax í opnum sjókvíum? Höfundur er formaður NASF og starfandi lögmaður.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun