Hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2023 14:59 Formaður nefndar sem kannaði Vöggustofuna Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins segir hafið yfir vafa að dvölin þar hafi haft áhrif á fólk. Vísir/Vilhelm Einstaklingar sem voru sem börn á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra. Þá voru þeir einnig líklegri til að fara á örorku. Þetta var á meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur dag þar sem nefnd sem hefur kynnt sér vöggustofunnar greindi frá niðurstöðu skýrslu sinnar. Kjartan Björgvinsson, formaður nefndarinnar sagði hafið yfir vafa að vera á vöggustofunum hafði umtalsverð áhrif á líf þeirra sem dvöldu þar. Samkvæmt gögnum frá því í mars á þessu ári eru 13,6 prósent þeirra sem dvöldu einn mánuð eða lengur á vöggustofunum látist. Til samanburðar var dánartíðni einungis 8,4 prósent þegar allir Íslendingar fæddir 1949 til 1973 voru skoðaðir. Hægt er að lesa skýrslu nefndarinnar hér. Af þeim 793 börnum sem dvöldu á vöggustofum í einn mánuð eða lengur eru 272 skráð öryrkjar eða 34,3 prósent. Það er mun hærra hlutfall en meðal jafnaldra þeirra þar sem hlutfall örorku er 22,4 prósent. Þar að auki eru fyrrum vöggustofubörn einnig mun líklegri til að hafa orðið öryrkjar fyrir 48 ára aldur, 17 prósent samanborið við 8,6 prósent jafnaldra þeirra. Börnin alist upp í fábreyttu umhverfi Urður Njarðvík, prófessor í barnasálfræði, fjallaði um aðstæður barna á vöggustofunum. Þarna hafi börn á fyrsta ári verið, upp í börn á fjórða ári. Hún útskýrði að á þeim tíma séu börn mjög næm. Umhverfið á vöggustofunum gat því haft mikil áhrif á þau. Þar að auki voru mörg börn vistuð þarna í marga mánuði, jafnvel nokkur ár. Skýrsla nefndarinnar hefur verið gerð aðgengileg og niðurstöður hennar kynntarHelena Rós Urður segir að umhverfið á vöggustofunum hafi verið fábreytt, það hafi einkennst af hvítum stofum og þá hafi starfsfólk yfirleitt verið í hvítum klæðum. Þá hafi verið lítið um leikföng fyrir börnin og þau fengið litla útiveru. Að mati Urðar hefur slíkt haft mikil áhrif á þroska barnanna. Heimsóknir til barnanna hafi einungis verið í gegnum gler. Í erindi sínu sagði Urður að slíkt geti orsakað tengslarof. Einnig nefndi hún að börnin hafi fengið maukaðan mat og þau mötuð óháð aldri. Það geti einnig haft áhrif á þroska þeirra. Ellý Þorsteinsdóttir, félagsráðgjafi, fjallaði um ástæðu þess að börn hafi verið vistuð á vöggustofunum. Ýmsar ástæður hafi verið fyrir vistun þeirra, en í mörgum tilfellum hafi ástæðan ekki verið skráð. Því óljóst um ástæðu veru margra barnanna á vöggustofunum. Meðlimir nefndarinnar ásamt borgarstjóra: Ellý Þorsteinsdóttir, Kjartan Björgvinsson, Urður Njarðvík, og Dagur B. EggertssonHelena Rós Leggja til að fólkið fái bætur Nefndin lagði til hugmyndir um viðbrögð stjórnvalda við þessum niðurstöðum. Á meðal hugmynda sem þau minntust á voru bótagreiðslur til þeirra sem dvöldu á vöggustofunum, og þá minntust þau einnig á geðheilbrigðis- og sálfræðiaðstoð til þessara einstaklinganna. Á fundinum var ekki rætt frekar um útfærslu þessara mögulegu aðgerða. Börn og uppeldi Reykjavík Vöggustofur í Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur dag þar sem nefnd sem hefur kynnt sér vöggustofunnar greindi frá niðurstöðu skýrslu sinnar. Kjartan Björgvinsson, formaður nefndarinnar sagði hafið yfir vafa að vera á vöggustofunum hafði umtalsverð áhrif á líf þeirra sem dvöldu þar. Samkvæmt gögnum frá því í mars á þessu ári eru 13,6 prósent þeirra sem dvöldu einn mánuð eða lengur á vöggustofunum látist. Til samanburðar var dánartíðni einungis 8,4 prósent þegar allir Íslendingar fæddir 1949 til 1973 voru skoðaðir. Hægt er að lesa skýrslu nefndarinnar hér. Af þeim 793 börnum sem dvöldu á vöggustofum í einn mánuð eða lengur eru 272 skráð öryrkjar eða 34,3 prósent. Það er mun hærra hlutfall en meðal jafnaldra þeirra þar sem hlutfall örorku er 22,4 prósent. Þar að auki eru fyrrum vöggustofubörn einnig mun líklegri til að hafa orðið öryrkjar fyrir 48 ára aldur, 17 prósent samanborið við 8,6 prósent jafnaldra þeirra. Börnin alist upp í fábreyttu umhverfi Urður Njarðvík, prófessor í barnasálfræði, fjallaði um aðstæður barna á vöggustofunum. Þarna hafi börn á fyrsta ári verið, upp í börn á fjórða ári. Hún útskýrði að á þeim tíma séu börn mjög næm. Umhverfið á vöggustofunum gat því haft mikil áhrif á þau. Þar að auki voru mörg börn vistuð þarna í marga mánuði, jafnvel nokkur ár. Skýrsla nefndarinnar hefur verið gerð aðgengileg og niðurstöður hennar kynntarHelena Rós Urður segir að umhverfið á vöggustofunum hafi verið fábreytt, það hafi einkennst af hvítum stofum og þá hafi starfsfólk yfirleitt verið í hvítum klæðum. Þá hafi verið lítið um leikföng fyrir börnin og þau fengið litla útiveru. Að mati Urðar hefur slíkt haft mikil áhrif á þroska barnanna. Heimsóknir til barnanna hafi einungis verið í gegnum gler. Í erindi sínu sagði Urður að slíkt geti orsakað tengslarof. Einnig nefndi hún að börnin hafi fengið maukaðan mat og þau mötuð óháð aldri. Það geti einnig haft áhrif á þroska þeirra. Ellý Þorsteinsdóttir, félagsráðgjafi, fjallaði um ástæðu þess að börn hafi verið vistuð á vöggustofunum. Ýmsar ástæður hafi verið fyrir vistun þeirra, en í mörgum tilfellum hafi ástæðan ekki verið skráð. Því óljóst um ástæðu veru margra barnanna á vöggustofunum. Meðlimir nefndarinnar ásamt borgarstjóra: Ellý Þorsteinsdóttir, Kjartan Björgvinsson, Urður Njarðvík, og Dagur B. EggertssonHelena Rós Leggja til að fólkið fái bætur Nefndin lagði til hugmyndir um viðbrögð stjórnvalda við þessum niðurstöðum. Á meðal hugmynda sem þau minntust á voru bótagreiðslur til þeirra sem dvöldu á vöggustofunum, og þá minntust þau einnig á geðheilbrigðis- og sálfræðiaðstoð til þessara einstaklinganna. Á fundinum var ekki rætt frekar um útfærslu þessara mögulegu aðgerða.
Börn og uppeldi Reykjavík Vöggustofur í Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent