Með hálendið í hjartanu Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 5. október 2023 12:01 Í hvert skiptið sem ég er á leið upp á hálendið til þess að sinna landvarðarstarfi sem ég hef tekið að mér á sumrin, er eftirvæntingin áþreifanleg. Ég er ekki fyrr sest við matarborðið hjá ömmu og afa en þau byrja að segja mér sögur. Þau sinntu landvarðarstarfi líkt og ég geri, fyrst árið 1973 og einhver fleiri sumur. Þau voru á sama svæði og ég, í Krepputungu milli tveggja beljandi jökulfljóta, Kreppu og Jökulsár á fjöllum. Gleðin, væntumþykjan og töfrarnir skína úr augum þeirra á meðan sögurnar koma hver af annarri um fjallgöngur, stikun slóða, ískaldar baðferðir í Lindána og furðulega ferðamenn. Það er svo augljóst að þessar stundir á hálendinu hafa haft mótandi áhrif á þau og hálendið á alveg sérstakan stað í hjörtum þeirra. Þorgerður María Þorbjarnardóttir Sjálf á ég svo ótal margar sögur af því hvernig ég hef farið upp á fjöll með hugann fullan af óreiðu eftir veturinn og hvernig nálægðin við allt þetta hráa landslag sem er svo innilega lifandi þegar maður skoðar það nánar, greiðir úr öllum flækjum og setur starf mitt sem aktívisti fyrir umhverfið í samhengi. Það eru ekki bara jöklarnir, fjöllin, sandarnir, árnar, lífseigur gróðurinn og stöku fuglar sem veita mér innblástur, heldur eru það líka ferðamennirnir. Það skemmtilegasta sem ég geri er að segja ferðamönnum frá svæðinu og dýpka upplifun þeirra á náttúrunni með fræðslu og túlkun. Þá fæ ég líka að sjá og upplifa landið í gegn um þeirra augu. En ég er líka heppin að starfa á svæði þar sem fjöldinn er viðráðanlegur og ég get gefið mér tíma til þess að spjalla við þau sem leggja leið sína inn á öræfin. Það geta ekki allir sagt það sama í dag. Mikilvægt er að grípa í taumana núna Eins og alls staðar annarsstaðar í heiminum þá er eftirsóknin eftir svæðum sem þessum að aukast og stöðugt sótt að þeim úr fleiri áttum. Ferðamönnum fjölgar ört og þegar ferðamönnunum fjölgar fáum við fleira fólk sem ætlast til þess að fá alls konar þjónustu sem myndi kalla á enn fleira fólk sem kallar á enn meiri þjónustu og þannig fer snjóboltinn að rúlla ef ekki er skýr framtíðarsýn fyrir sjónum. Atvikið með 14 tonna hertrukkinn í Þjórsárverum er gott dæmi um ágang sem hægt er að koma í veg fyrir með því að viðhafa stýringu, til dæmis með upplýsingagjöf, og eftirlit hvort sem það er innan ramma þjóðgarðs, friðlands eða einhvers annars. Á sama tíma eru komin áform um ýmsa hluti, uppbyggða vegi, vindorkuver, háspennulínur, fleiri vatnsaflsvirkjanir og í grein sinni: Hálendið í hakkavélina bendir Kristín Helga Gunnarsdóttir, stjórnarmeðlimur í Landvernd á hvernig hugmyndir um uppbyggingu og nýtingu virðast engin hafa takmörk. En leggjum nú áhyggjur okkar til hliðar í örskotsstund og fögnum því að við eigum enn þessar perlur. Landvernd boðar til Hálendishátíðar 11. Október þar sem listamenn og náttúruunnendur koma saman til að deila væntumþykju og gleði fyrir þessum stórkostlegu víðernum sem við eigum. Hálendið á sérstakan stað í hjarta mínu. Hálendið er eini staðurinn þar sem ég hef upplifað algjöra kyrrð og þá tilfinningu að hér geti ekki verið að nokkur maður hafi stigið niður fæti áður, hvort sem það er nú rétt eða ekki. Þessir staðir verða æ sjaldgæfari í heiminum öllum og eru verðmæti sem okkur ber að varðveita. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í hvert skiptið sem ég er á leið upp á hálendið til þess að sinna landvarðarstarfi sem ég hef tekið að mér á sumrin, er eftirvæntingin áþreifanleg. Ég er ekki fyrr sest við matarborðið hjá ömmu og afa en þau byrja að segja mér sögur. Þau sinntu landvarðarstarfi líkt og ég geri, fyrst árið 1973 og einhver fleiri sumur. Þau voru á sama svæði og ég, í Krepputungu milli tveggja beljandi jökulfljóta, Kreppu og Jökulsár á fjöllum. Gleðin, væntumþykjan og töfrarnir skína úr augum þeirra á meðan sögurnar koma hver af annarri um fjallgöngur, stikun slóða, ískaldar baðferðir í Lindána og furðulega ferðamenn. Það er svo augljóst að þessar stundir á hálendinu hafa haft mótandi áhrif á þau og hálendið á alveg sérstakan stað í hjörtum þeirra. Þorgerður María Þorbjarnardóttir Sjálf á ég svo ótal margar sögur af því hvernig ég hef farið upp á fjöll með hugann fullan af óreiðu eftir veturinn og hvernig nálægðin við allt þetta hráa landslag sem er svo innilega lifandi þegar maður skoðar það nánar, greiðir úr öllum flækjum og setur starf mitt sem aktívisti fyrir umhverfið í samhengi. Það eru ekki bara jöklarnir, fjöllin, sandarnir, árnar, lífseigur gróðurinn og stöku fuglar sem veita mér innblástur, heldur eru það líka ferðamennirnir. Það skemmtilegasta sem ég geri er að segja ferðamönnum frá svæðinu og dýpka upplifun þeirra á náttúrunni með fræðslu og túlkun. Þá fæ ég líka að sjá og upplifa landið í gegn um þeirra augu. En ég er líka heppin að starfa á svæði þar sem fjöldinn er viðráðanlegur og ég get gefið mér tíma til þess að spjalla við þau sem leggja leið sína inn á öræfin. Það geta ekki allir sagt það sama í dag. Mikilvægt er að grípa í taumana núna Eins og alls staðar annarsstaðar í heiminum þá er eftirsóknin eftir svæðum sem þessum að aukast og stöðugt sótt að þeim úr fleiri áttum. Ferðamönnum fjölgar ört og þegar ferðamönnunum fjölgar fáum við fleira fólk sem ætlast til þess að fá alls konar þjónustu sem myndi kalla á enn fleira fólk sem kallar á enn meiri þjónustu og þannig fer snjóboltinn að rúlla ef ekki er skýr framtíðarsýn fyrir sjónum. Atvikið með 14 tonna hertrukkinn í Þjórsárverum er gott dæmi um ágang sem hægt er að koma í veg fyrir með því að viðhafa stýringu, til dæmis með upplýsingagjöf, og eftirlit hvort sem það er innan ramma þjóðgarðs, friðlands eða einhvers annars. Á sama tíma eru komin áform um ýmsa hluti, uppbyggða vegi, vindorkuver, háspennulínur, fleiri vatnsaflsvirkjanir og í grein sinni: Hálendið í hakkavélina bendir Kristín Helga Gunnarsdóttir, stjórnarmeðlimur í Landvernd á hvernig hugmyndir um uppbyggingu og nýtingu virðast engin hafa takmörk. En leggjum nú áhyggjur okkar til hliðar í örskotsstund og fögnum því að við eigum enn þessar perlur. Landvernd boðar til Hálendishátíðar 11. Október þar sem listamenn og náttúruunnendur koma saman til að deila væntumþykju og gleði fyrir þessum stórkostlegu víðernum sem við eigum. Hálendið á sérstakan stað í hjarta mínu. Hálendið er eini staðurinn þar sem ég hef upplifað algjöra kyrrð og þá tilfinningu að hér geti ekki verið að nokkur maður hafi stigið niður fæti áður, hvort sem það er nú rétt eða ekki. Þessir staðir verða æ sjaldgæfari í heiminum öllum og eru verðmæti sem okkur ber að varðveita. Höfundur er formaður Landverndar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar