Hvað gerðist síðast þegar Gylfi Þór spilaði fyrir landsliðið? Aron Guðmundsson skrifar 5. október 2023 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Dönum á Parken þann 15.nóvember árið 2020. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti fótboltamaður Íslands frá upphafi, hefur á nýjan leik verið valinn í íslenska landsliðið og gæti spilað sinn fyrsta landsleik síðan í nóvember árið 2020 í næstu viku er Ísland mætir Lúxemborg og Liechtenstein hér heima. Gylfi Þór á að baki 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur í þeim leikjum skorað 25 mörk. Hann hefur farið með íslenska landsliðinu á bæði stórmótin sem liðið hefur tryggt sér sæti á, EM 2016 og HM 2018. Það var þann 15. nóvember á því herrans ári 2020 sem Gylfi Þór spilaði síðast landsleik fyrir Ísland. Sá leikur fór fram á Parken og var gegn Dönum í Þjóðadeild UEFA. Gylfi Þór var í byrjunarliði Íslands í leiknum og bar fyrirliðabandið en Ísland lenti undir snemma leiks, nánar tiltekið á 12.mínútu þegar að Christian Eriksen kom Dönum yfir með marki úr vítaspyrnu. Annað mark leiksins lét bíða eftir sér en það kom þó á endanum og þá blessunarlega Íslands megin. Viðar Örn Kjartansson jafnaði leikinn fyrir Ísland með marki á 85.mínútu. Það var hins vegar nægur tími fyrir Dani til þess að komast aftur yfir og aftur var það Christian Eriksen sem var þar á ferðinni og aftur skoraði hann úr vítaspyrnu. Grátlegt 2-1 tap var því niðurstaðan síðast þegar Gylfi Þór Sigurðsson lék með íslenska landsliðinu. „Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur“ Það var í gær sem endurkoma Gylfa Þórs í íslenska landsliðið var staðfest. KSÍ opinberaði landsliðshópinn sem Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hafði valið fyrir komandi verkefni liðsins í undankeppni EM 2024 í Þýskalandi, leiki gegn Lúxemborg og Liechtenstein hér heima. Åge sagði á blaðamannafundi í gær að hann vilji hafa Gylfa Þór með liðinu þó hann hafi spilað lítið upp á síðkastið með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Ég vil hafa hann í kringum okkur, hann er okkur mikilvægur. Ég vil koma honum inn í okkar áætlanir með landsliðið. Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur.“ Af hverju þessi langi tími milli leikja? Ástæðan fyrir því að Gylfi Þór hefur ekki leikið landsleik fyrir Íslands hönd síðan í nóvember árið 2020 er helst sú að hann var handtekinn vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi í júlí árið 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga og hélt Gylfa fjarri knattspyrnuvellinum. Málið hefur nú verið látið niður falla og er Gylfi Þór kominn á fullt í að koma atvinnumannaferli sínum aftur af stað. Hann hefur samið við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby og spilar þar með liðinu undir stjórn íslenska þjálfarans Freys Alexanderssonar sem var einmitt aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu síðast þegar Gylfi Þór spilaði landsleik. Freyr Alexandersson og Erik Hamren mynduðu þjálfarateymi Íslands síðast þegar Gylfi Þór lék með landsliðinuGetty/Salih Zeki Fazlioglu Nú er Gylfi Þór að fara aftur af stað með sinn landsliðsferil og hefur hann greint frá þvi að hann stefni á að slá markamet íslenska landsliðsins sem er í eigu Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Metið stendur í 26 mörkum og þyrfti Gylfi Þór að skora tvö mörk til viðbótar með landsliðinu til þess að slá það. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Gylfi Þór á að baki 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur í þeim leikjum skorað 25 mörk. Hann hefur farið með íslenska landsliðinu á bæði stórmótin sem liðið hefur tryggt sér sæti á, EM 2016 og HM 2018. Það var þann 15. nóvember á því herrans ári 2020 sem Gylfi Þór spilaði síðast landsleik fyrir Ísland. Sá leikur fór fram á Parken og var gegn Dönum í Þjóðadeild UEFA. Gylfi Þór var í byrjunarliði Íslands í leiknum og bar fyrirliðabandið en Ísland lenti undir snemma leiks, nánar tiltekið á 12.mínútu þegar að Christian Eriksen kom Dönum yfir með marki úr vítaspyrnu. Annað mark leiksins lét bíða eftir sér en það kom þó á endanum og þá blessunarlega Íslands megin. Viðar Örn Kjartansson jafnaði leikinn fyrir Ísland með marki á 85.mínútu. Það var hins vegar nægur tími fyrir Dani til þess að komast aftur yfir og aftur var það Christian Eriksen sem var þar á ferðinni og aftur skoraði hann úr vítaspyrnu. Grátlegt 2-1 tap var því niðurstaðan síðast þegar Gylfi Þór Sigurðsson lék með íslenska landsliðinu. „Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur“ Það var í gær sem endurkoma Gylfa Þórs í íslenska landsliðið var staðfest. KSÍ opinberaði landsliðshópinn sem Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hafði valið fyrir komandi verkefni liðsins í undankeppni EM 2024 í Þýskalandi, leiki gegn Lúxemborg og Liechtenstein hér heima. Åge sagði á blaðamannafundi í gær að hann vilji hafa Gylfa Þór með liðinu þó hann hafi spilað lítið upp á síðkastið með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Ég vil hafa hann í kringum okkur, hann er okkur mikilvægur. Ég vil koma honum inn í okkar áætlanir með landsliðið. Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur.“ Af hverju þessi langi tími milli leikja? Ástæðan fyrir því að Gylfi Þór hefur ekki leikið landsleik fyrir Íslands hönd síðan í nóvember árið 2020 er helst sú að hann var handtekinn vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi í júlí árið 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga og hélt Gylfa fjarri knattspyrnuvellinum. Málið hefur nú verið látið niður falla og er Gylfi Þór kominn á fullt í að koma atvinnumannaferli sínum aftur af stað. Hann hefur samið við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby og spilar þar með liðinu undir stjórn íslenska þjálfarans Freys Alexanderssonar sem var einmitt aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu síðast þegar Gylfi Þór spilaði landsleik. Freyr Alexandersson og Erik Hamren mynduðu þjálfarateymi Íslands síðast þegar Gylfi Þór lék með landsliðinuGetty/Salih Zeki Fazlioglu Nú er Gylfi Þór að fara aftur af stað með sinn landsliðsferil og hefur hann greint frá þvi að hann stefni á að slá markamet íslenska landsliðsins sem er í eigu Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Metið stendur í 26 mörkum og þyrfti Gylfi Þór að skora tvö mörk til viðbótar með landsliðinu til þess að slá það.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti