Gekkst við „bossapartýi“ á leikskóla Jón Þór Stefánsson skrifar 4. október 2023 16:22 Brotin áttu sér stað við leikskóla sumarið 2022. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Ungur karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot og kynferðislega áreitni gegn barni Ákvörðun um refsingu mannsins hefur verið frestað, og mun falla niður að fimm árum liðnum, en honum var gert að greiða þremur börnum miskabætur. Samkvæmt heimildum fréttastofu áttu brotin sér stað við leikskóla í Kópavogi. Þau áttu sér stað sumarið 2022. Maðurinn var ákærður fyrir að fá þrjú börn til að gyrða niður um sig og sýna á sér rassinn og gyrða niður um sjálfan sig og sýna börnunum rassinn á sér. Þetta hafi verið nefnt „bossapartý“. Í ákæru segir að maðurinn hafi með þessu sært blygðunarsemi barnanna og sýnt þeim ósiðlegt athæfi. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn sama barninu tvisvar. Í fyrra skiptið með því að nudda rassinn á barninu utanklæða og í seinna skiptið með því að fara innundir nærbuxur barnsins og káfa á kynfærum þess. Maðurinn játaði sök afdráttarlaust. Fram kom að hann hefur leitað sér aðstoðar í kjölfar brota sinna og þá segir að hann iðrist gjörða sinna. Hann er með hreinan sakaferil að baki. Í dómi segir að öll þau atriði horfi til refsimildunar. Með vísan til ungs aldurs mannsins og öllum atvikum málsins var ákveðið að ákvörðun um refsingu yrði frestað. Hún mun síðan falla niður að fimm árum liðnum. Foreldrar barnanna þriggja kröfðust miskabóta. Ein þeirra hljóðaði upp á tvær og hálfa milljón króna, en hinar tvær voru báðar upp á eina og hálfa milljón. Maðurinn gekkst við bótaskyldu en mótmælti fjárhæðunum. Í dómnum segir að ekki verði ráðið af gögnum málsins að atvikið hafi valdið börnunum varanlegum miska. Því hefur manninum verið gert að greiða tveimur börnunum 50 þúsund krónur hvoru um sig. Og þriðja barninu 200 þúsund krónur. Dómsmál Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu áttu brotin sér stað við leikskóla í Kópavogi. Þau áttu sér stað sumarið 2022. Maðurinn var ákærður fyrir að fá þrjú börn til að gyrða niður um sig og sýna á sér rassinn og gyrða niður um sjálfan sig og sýna börnunum rassinn á sér. Þetta hafi verið nefnt „bossapartý“. Í ákæru segir að maðurinn hafi með þessu sært blygðunarsemi barnanna og sýnt þeim ósiðlegt athæfi. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn sama barninu tvisvar. Í fyrra skiptið með því að nudda rassinn á barninu utanklæða og í seinna skiptið með því að fara innundir nærbuxur barnsins og káfa á kynfærum þess. Maðurinn játaði sök afdráttarlaust. Fram kom að hann hefur leitað sér aðstoðar í kjölfar brota sinna og þá segir að hann iðrist gjörða sinna. Hann er með hreinan sakaferil að baki. Í dómi segir að öll þau atriði horfi til refsimildunar. Með vísan til ungs aldurs mannsins og öllum atvikum málsins var ákveðið að ákvörðun um refsingu yrði frestað. Hún mun síðan falla niður að fimm árum liðnum. Foreldrar barnanna þriggja kröfðust miskabóta. Ein þeirra hljóðaði upp á tvær og hálfa milljón króna, en hinar tvær voru báðar upp á eina og hálfa milljón. Maðurinn gekkst við bótaskyldu en mótmælti fjárhæðunum. Í dómnum segir að ekki verði ráðið af gögnum málsins að atvikið hafi valdið börnunum varanlegum miska. Því hefur manninum verið gert að greiða tveimur börnunum 50 þúsund krónur hvoru um sig. Og þriðja barninu 200 þúsund krónur.
Dómsmál Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira