Nýja hetjan í Madrid: „Svolítið af Di Stefano, svolítið af Zidane“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2023 13:31 Jude Bellingham fagnar einu marka sinna fyrir Real Madrid. EPA-EFE/David Borrat Jude Bellingham hefur byrjað frábærlega með liði Real Madrid en enski miðjumaðurinn var enn á ný á skotskónum með Real liðinu í Meistaradeildinni í gær. Bellingham var bæði með mark og stoðsendingu í 3-2 sigri á ítölsku meisturunum í Napoli en hvað eftir annað hefur hann tryggt sínu liði sigur í upphafi leiktíðar. Carlo Ancelotti: "Bellingham is incredible. And what surprises me about Jude Bellingham is that he is only 20 years old!"."His quality, maturity and character are incredible for his age". pic.twitter.com/5wkF3xACyY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 4, 2023 Bellingham er nú kominn með 8 mörk og 3 stoðsendingar í 9 leikjum á tímabilinu og hann er miðjumaður. Markið sem hann skoraði á móti Napoli í gær var af betri gerðinni og eru sumir á því að það verði tilnefnt til Puskas verðlaunanna sem flottasta mark ársins. Bellingham fékk boltann fjörutíu metra frá marki, fór fram hjá mörgum varnarmönnum Napoli og skoraði síðan með laglegu skoti. Real keypti hann á 103 milljónir evra frá Borussia Dortmund í sumar en þessi tuttugu ára leikmaður hefur heldur betur staðið undir þeim verðmiða. Spænsku miðlarnir voru líka að missa sig í aðdáun sinni í morgun. „Svolítið af Di Stefano, svolítið af Zidane“ hljómaði ein og „Þetta var eins og Maradona“ hljómaði önnur. „Ég hafði trú á sjálfum mér en ég vissi ekki að þetta yrði svona gott. Ég á teyminu og liðsfélögunum mikið að þakka,“ sagði Jude Bellingham eftir leikinn. Þegar hann var spurður út í samanburð við Diego Maradona þá var Bellingham fljótur að tala hlutina niður. „Það er aðeins of mikið. Þetta var flott mark. Af því sem ég hef séð á YouTube og í heimildarmyndum þá hafði hann aðeins meiri gæði en ég, eða miklu meiri réttara sagt. Ég er bara að reyna að skila til liðsins með hætti Jude,“ sagði Bellingham. „Þetta er kannski eitt af mínum bestu mörkum. Við vorum að mæta frábæru liði og á frábærum leikvangi. Mikilvægast er að vinna leikinn og að ég náði að skila mínu þar,“ sagði Bellingham. Read more on Real Madrid's new star man https://t.co/HkK2aQA4Zj— BBC Sport (@BBCSport) October 4, 2023 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Bellingham var bæði með mark og stoðsendingu í 3-2 sigri á ítölsku meisturunum í Napoli en hvað eftir annað hefur hann tryggt sínu liði sigur í upphafi leiktíðar. Carlo Ancelotti: "Bellingham is incredible. And what surprises me about Jude Bellingham is that he is only 20 years old!"."His quality, maturity and character are incredible for his age". pic.twitter.com/5wkF3xACyY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 4, 2023 Bellingham er nú kominn með 8 mörk og 3 stoðsendingar í 9 leikjum á tímabilinu og hann er miðjumaður. Markið sem hann skoraði á móti Napoli í gær var af betri gerðinni og eru sumir á því að það verði tilnefnt til Puskas verðlaunanna sem flottasta mark ársins. Bellingham fékk boltann fjörutíu metra frá marki, fór fram hjá mörgum varnarmönnum Napoli og skoraði síðan með laglegu skoti. Real keypti hann á 103 milljónir evra frá Borussia Dortmund í sumar en þessi tuttugu ára leikmaður hefur heldur betur staðið undir þeim verðmiða. Spænsku miðlarnir voru líka að missa sig í aðdáun sinni í morgun. „Svolítið af Di Stefano, svolítið af Zidane“ hljómaði ein og „Þetta var eins og Maradona“ hljómaði önnur. „Ég hafði trú á sjálfum mér en ég vissi ekki að þetta yrði svona gott. Ég á teyminu og liðsfélögunum mikið að þakka,“ sagði Jude Bellingham eftir leikinn. Þegar hann var spurður út í samanburð við Diego Maradona þá var Bellingham fljótur að tala hlutina niður. „Það er aðeins of mikið. Þetta var flott mark. Af því sem ég hef séð á YouTube og í heimildarmyndum þá hafði hann aðeins meiri gæði en ég, eða miklu meiri réttara sagt. Ég er bara að reyna að skila til liðsins með hætti Jude,“ sagði Bellingham. „Þetta er kannski eitt af mínum bestu mörkum. Við vorum að mæta frábæru liði og á frábærum leikvangi. Mikilvægast er að vinna leikinn og að ég náði að skila mínu þar,“ sagði Bellingham. Read more on Real Madrid's new star man https://t.co/HkK2aQA4Zj— BBC Sport (@BBCSport) October 4, 2023
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira