Åge um valið á Gylfa: „Mun hafa mjög góð og sterk áhrif“ Aron Guðmundsson skrifar 4. október 2023 11:13 Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands er spenntur fyrir verðandi félagsskiptum Gylfa Þórs Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið valinn í íslenska karlalandsliðið í fótbolta á nýjan leik. Gylfi er hluti af landsliði Íslands sem leikur tvo heimaleiki í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur opinberað landsliðshópinn fyrir komandi verkefni og er Gylfi Þór þar á meðal. Gylfi lék síðast leik með íslenska landsliðinu þann 15.nóvember árið 2020 gegn Danmörku á Parken. Í apríl fyrr á þessu ári varð ljóst að Gylfi yrði ekki ákærður í Bretlandi vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. Hann var handtekinn vegna málsins í júlí 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga og hélt Gylfa fjarri knattspyrnuvellinum. Hann hefur nú hafið atvinnumannaferil sinn á ný. Nú hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby og mun nú koma landsliðsferlinum aftur af stað. Gylfi hefur í tvígang farið með íslenska landsliðinu á stórmót, spilað 78 landsleiki og skorað í þeim leikjum 25 mörk. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands vill hafa Gylfa Þór með liðinu þó hann hafi spilað lítið upp á síðkastið. „Ég hef rætt nokkrum sinnum við hann. Gyfli er einn besti leikmaður íslands frá upphafi. Hann meiddist á dögunum á baki en honum líður strax mjög vel. Ég vil hafa hann í kringum okkur, hann er okkur mikilvægur. Ég vil koma honum inn í okkar áætlanir með landsliðið. Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur.“ Bæði Gylfi og Aron Einar eru í hópnum þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið upp á síðkastið. Hefur Åge áhyggjur af því hvaða skilaboð það gæti sent til leikmanna sem hafa spilað mikið, spilað vel en eru ekki í hópnum? „Það hefur verið í huga mínum. Við þurfum að vera sanngjarnir við alla leikmenn. En leikmenn vita hversu mikið áhrif Aron Einar og Gylfi hafa á aðra í kringum sig. Þú verður að vera í goðu formi til að geta æft með liðinu. Ég mun ræða við þá báða í vikunni, þeir hafa báðir verið að æfa og líður vel. Áður en ég kem til Íslands vil ég vera viss um að þeir geti æft með okkur og tekið vel þátt í okkar verkefni. Ég á ekki von á því að þeir byrji gegn Lúxemborg en geti vel tekið þátt gegn Liechtenstein.“ Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur KSÍ Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira
Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur opinberað landsliðshópinn fyrir komandi verkefni og er Gylfi Þór þar á meðal. Gylfi lék síðast leik með íslenska landsliðinu þann 15.nóvember árið 2020 gegn Danmörku á Parken. Í apríl fyrr á þessu ári varð ljóst að Gylfi yrði ekki ákærður í Bretlandi vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. Hann var handtekinn vegna málsins í júlí 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga og hélt Gylfa fjarri knattspyrnuvellinum. Hann hefur nú hafið atvinnumannaferil sinn á ný. Nú hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby og mun nú koma landsliðsferlinum aftur af stað. Gylfi hefur í tvígang farið með íslenska landsliðinu á stórmót, spilað 78 landsleiki og skorað í þeim leikjum 25 mörk. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands vill hafa Gylfa Þór með liðinu þó hann hafi spilað lítið upp á síðkastið. „Ég hef rætt nokkrum sinnum við hann. Gyfli er einn besti leikmaður íslands frá upphafi. Hann meiddist á dögunum á baki en honum líður strax mjög vel. Ég vil hafa hann í kringum okkur, hann er okkur mikilvægur. Ég vil koma honum inn í okkar áætlanir með landsliðið. Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur.“ Bæði Gylfi og Aron Einar eru í hópnum þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið upp á síðkastið. Hefur Åge áhyggjur af því hvaða skilaboð það gæti sent til leikmanna sem hafa spilað mikið, spilað vel en eru ekki í hópnum? „Það hefur verið í huga mínum. Við þurfum að vera sanngjarnir við alla leikmenn. En leikmenn vita hversu mikið áhrif Aron Einar og Gylfi hafa á aðra í kringum sig. Þú verður að vera í goðu formi til að geta æft með liðinu. Ég mun ræða við þá báða í vikunni, þeir hafa báðir verið að æfa og líður vel. Áður en ég kem til Íslands vil ég vera viss um að þeir geti æft með okkur og tekið vel þátt í okkar verkefni. Ég á ekki von á því að þeir byrji gegn Lúxemborg en geti vel tekið þátt gegn Liechtenstein.“
Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur KSÍ Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira