Bílabrunarnir á Akureyri: Karlmaður kærður fyrir hótanir í garð sakbornings Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. október 2023 19:05 Tveir bílabrunar urðu á Akureyri um miðjan september. Grunað er að um íkveikjur ræði. Vísir/Vilhelm Foreldrar sautján ára stráks sem grunaður er um eina af tveimur meintum íkveikjum á Akureyri um miðjan september hafa kært karlmann fyrir hótanir í garð stráksins í aðdraganda brunanna. Eigendur bíla sem urðu fyrri íkveikjunni að bráð hafa enn ekki verið boðaðir í skýrslutöku vegna málsins. Aðfaranótt 8. september var lögreglunni á Akureyri tilkynnt um eldsvoða í bifreið í Naustahverfi. Sjö klukkustundum síðar var tilkynnt um annan bílaruna í sama hverfi. Lögregla handtók fimm manns í tengslum við málið, en talið er að um íkveikjur ræði. Í tilkynningu sagðist lögregla sjá fram á umfangsmikla rannsókn. Lögreglan á Norðurlandi Eystra staðfesti við RÚV, sem greindi fyrst frá, að tveimur þeirra sem handteknir voru var sleppt daginn eftir og hinir þrír verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Einn þeirra er sautján ára drengur en hann var vistaður í úrræði á vegum barnaverndar. Drengurinn er grunaður um aðild að fyrri íkveikjunni en samkvæmt verjanda hans neitar hann sök. Sigurður Freyr Sigurðsson, verjandi stráksins, staðfesti í samtali við Vísi að enginn þeirra bíleigenda sem urðu fyrir fyrri brunanum hafi verið boðaðir í skýrslutöku og að bíll í eigu foreldra drengsins hafi brunnið. Foreldrarnir hafi nú engar upplýsingar um gang mála. Þá staðfesti hann að foreldrar drengsins hafi lagt fram kæru á hendur karlmanns fyrir hótanir í garð hans í aðdraganda brunans. Hótanirnar hafi bæði komið fram í samfélagsmiðlafærslu og í símtölum. Maðurinn á að hafa birt mynd af drengnum og sagt eitthvað í þá átt að hann ætti stefnumót með honum. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Eystra sagði lögreglu hafa talað við alla sem málið snertir, í samtali við RÚV. Þá gat hann ekki tjáð sig um hvort lögregla ætti eftir að boða einhvern í skýrslutöku á ný. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Sjá meira
Aðfaranótt 8. september var lögreglunni á Akureyri tilkynnt um eldsvoða í bifreið í Naustahverfi. Sjö klukkustundum síðar var tilkynnt um annan bílaruna í sama hverfi. Lögregla handtók fimm manns í tengslum við málið, en talið er að um íkveikjur ræði. Í tilkynningu sagðist lögregla sjá fram á umfangsmikla rannsókn. Lögreglan á Norðurlandi Eystra staðfesti við RÚV, sem greindi fyrst frá, að tveimur þeirra sem handteknir voru var sleppt daginn eftir og hinir þrír verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Einn þeirra er sautján ára drengur en hann var vistaður í úrræði á vegum barnaverndar. Drengurinn er grunaður um aðild að fyrri íkveikjunni en samkvæmt verjanda hans neitar hann sök. Sigurður Freyr Sigurðsson, verjandi stráksins, staðfesti í samtali við Vísi að enginn þeirra bíleigenda sem urðu fyrir fyrri brunanum hafi verið boðaðir í skýrslutöku og að bíll í eigu foreldra drengsins hafi brunnið. Foreldrarnir hafi nú engar upplýsingar um gang mála. Þá staðfesti hann að foreldrar drengsins hafi lagt fram kæru á hendur karlmanns fyrir hótanir í garð hans í aðdraganda brunans. Hótanirnar hafi bæði komið fram í samfélagsmiðlafærslu og í símtölum. Maðurinn á að hafa birt mynd af drengnum og sagt eitthvað í þá átt að hann ætti stefnumót með honum. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Eystra sagði lögreglu hafa talað við alla sem málið snertir, í samtali við RÚV. Þá gat hann ekki tjáð sig um hvort lögregla ætti eftir að boða einhvern í skýrslutöku á ný.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Sjá meira