Hægst hefur á landrisinu í Öskju Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2023 16:33 Öskjuvatn er dýpsta vatn landsins. Vísir/RAX Mælingar sýna að hægst hefur á landrisinu í Öskju frá því í byrjun ágúst. Þetta er eitt af því sem var rætt á stöðufundi sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Almannavörnum sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Á nokkrum GPS-mælum sem staðsettir eru við Öskju hefur ekkert landris mælst frá því í lok ágúst. Á sama tímabili eru engar vísbendingar um aukna jarðskjálftavirkni eða óeðlilegar breytingar á jarðhitavirkni í Öskju. „Á þessari stundu er ekki ljóst hvað veldur þessari breytingu á þenslunni, en mögulega hefur innflæði kviku stöðvast eða að kvikan hefur fundið annan farveg sem dregur úr kvikuþrýstingi undir eldstöðinni,“ segir á vef Veðurstofunnar. Reglulegar mælingar við Öskju hafa áður sýnt tímabil sem einkennast af landsigi og eitt tímabil sem einkenndist af landrisi án þess að til eldgoss komi. „Á þessu stigi er ekkert hægt að fullyrða um hver þróun mála verður í Öskju og Veðurstofa Íslands heldur áfram að fylgjast grannt með svæðinu sem enn er á óvissustigi Almannavarna. Unnið verður frekar úr þeim gögnum sem liggja fyrir m.a. með líkangerð til að útskýra hvað veldur þessum breytingum í eldstöðinni. Einnig var nýrri skjálftastöð var bætt við í síðustu viku vestan við Öskju til að bæta staðsetningu og dýpt jarðskjálfta.“ Niðurstöður mælinga frá því í sumar gáfu engar vísbendingar um aukna virkni Vísindamenn voru við mælingar í Öskju í ágúst og söfnuðu meðal annars gögnum um gasútstreymi til að meta hvort aukning hafi orðið á jarðhita á svæðinu. Þær mælingar, ásamt þeim gögnum sem lágu fyrir í lok ágúst, gáfu engar vísbendingar um aukna jarðhitavirkni í Öskju eða um að kvika væri að færast nær yfirborðinu. „Það er talsverð áskorun að vakta eldstöðina yfir vetrartímann, en farið verður í Öskju til að fylgjast með og bæta við tækjabúnaði, til dæmis myndavélum og jarðhitamælum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Verði engar breytingar á virkni í Öskju verða frekari upplýsingar um stöðuna birtar á vef Veðurstofunnar eftir mánuð. Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Á sama tímabili eru engar vísbendingar um aukna jarðskjálftavirkni eða óeðlilegar breytingar á jarðhitavirkni í Öskju. „Á þessari stundu er ekki ljóst hvað veldur þessari breytingu á þenslunni, en mögulega hefur innflæði kviku stöðvast eða að kvikan hefur fundið annan farveg sem dregur úr kvikuþrýstingi undir eldstöðinni,“ segir á vef Veðurstofunnar. Reglulegar mælingar við Öskju hafa áður sýnt tímabil sem einkennast af landsigi og eitt tímabil sem einkenndist af landrisi án þess að til eldgoss komi. „Á þessu stigi er ekkert hægt að fullyrða um hver þróun mála verður í Öskju og Veðurstofa Íslands heldur áfram að fylgjast grannt með svæðinu sem enn er á óvissustigi Almannavarna. Unnið verður frekar úr þeim gögnum sem liggja fyrir m.a. með líkangerð til að útskýra hvað veldur þessum breytingum í eldstöðinni. Einnig var nýrri skjálftastöð var bætt við í síðustu viku vestan við Öskju til að bæta staðsetningu og dýpt jarðskjálfta.“ Niðurstöður mælinga frá því í sumar gáfu engar vísbendingar um aukna virkni Vísindamenn voru við mælingar í Öskju í ágúst og söfnuðu meðal annars gögnum um gasútstreymi til að meta hvort aukning hafi orðið á jarðhita á svæðinu. Þær mælingar, ásamt þeim gögnum sem lágu fyrir í lok ágúst, gáfu engar vísbendingar um aukna jarðhitavirkni í Öskju eða um að kvika væri að færast nær yfirborðinu. „Það er talsverð áskorun að vakta eldstöðina yfir vetrartímann, en farið verður í Öskju til að fylgjast með og bæta við tækjabúnaði, til dæmis myndavélum og jarðhitamælum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Verði engar breytingar á virkni í Öskju verða frekari upplýsingar um stöðuna birtar á vef Veðurstofunnar eftir mánuð.
Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira