Hægst hefur á landrisinu í Öskju Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2023 16:33 Öskjuvatn er dýpsta vatn landsins. Vísir/RAX Mælingar sýna að hægst hefur á landrisinu í Öskju frá því í byrjun ágúst. Þetta er eitt af því sem var rætt á stöðufundi sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Almannavörnum sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Á nokkrum GPS-mælum sem staðsettir eru við Öskju hefur ekkert landris mælst frá því í lok ágúst. Á sama tímabili eru engar vísbendingar um aukna jarðskjálftavirkni eða óeðlilegar breytingar á jarðhitavirkni í Öskju. „Á þessari stundu er ekki ljóst hvað veldur þessari breytingu á þenslunni, en mögulega hefur innflæði kviku stöðvast eða að kvikan hefur fundið annan farveg sem dregur úr kvikuþrýstingi undir eldstöðinni,“ segir á vef Veðurstofunnar. Reglulegar mælingar við Öskju hafa áður sýnt tímabil sem einkennast af landsigi og eitt tímabil sem einkenndist af landrisi án þess að til eldgoss komi. „Á þessu stigi er ekkert hægt að fullyrða um hver þróun mála verður í Öskju og Veðurstofa Íslands heldur áfram að fylgjast grannt með svæðinu sem enn er á óvissustigi Almannavarna. Unnið verður frekar úr þeim gögnum sem liggja fyrir m.a. með líkangerð til að útskýra hvað veldur þessum breytingum í eldstöðinni. Einnig var nýrri skjálftastöð var bætt við í síðustu viku vestan við Öskju til að bæta staðsetningu og dýpt jarðskjálfta.“ Niðurstöður mælinga frá því í sumar gáfu engar vísbendingar um aukna virkni Vísindamenn voru við mælingar í Öskju í ágúst og söfnuðu meðal annars gögnum um gasútstreymi til að meta hvort aukning hafi orðið á jarðhita á svæðinu. Þær mælingar, ásamt þeim gögnum sem lágu fyrir í lok ágúst, gáfu engar vísbendingar um aukna jarðhitavirkni í Öskju eða um að kvika væri að færast nær yfirborðinu. „Það er talsverð áskorun að vakta eldstöðina yfir vetrartímann, en farið verður í Öskju til að fylgjast með og bæta við tækjabúnaði, til dæmis myndavélum og jarðhitamælum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Verði engar breytingar á virkni í Öskju verða frekari upplýsingar um stöðuna birtar á vef Veðurstofunnar eftir mánuð. Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Á sama tímabili eru engar vísbendingar um aukna jarðskjálftavirkni eða óeðlilegar breytingar á jarðhitavirkni í Öskju. „Á þessari stundu er ekki ljóst hvað veldur þessari breytingu á þenslunni, en mögulega hefur innflæði kviku stöðvast eða að kvikan hefur fundið annan farveg sem dregur úr kvikuþrýstingi undir eldstöðinni,“ segir á vef Veðurstofunnar. Reglulegar mælingar við Öskju hafa áður sýnt tímabil sem einkennast af landsigi og eitt tímabil sem einkenndist af landrisi án þess að til eldgoss komi. „Á þessu stigi er ekkert hægt að fullyrða um hver þróun mála verður í Öskju og Veðurstofa Íslands heldur áfram að fylgjast grannt með svæðinu sem enn er á óvissustigi Almannavarna. Unnið verður frekar úr þeim gögnum sem liggja fyrir m.a. með líkangerð til að útskýra hvað veldur þessum breytingum í eldstöðinni. Einnig var nýrri skjálftastöð var bætt við í síðustu viku vestan við Öskju til að bæta staðsetningu og dýpt jarðskjálfta.“ Niðurstöður mælinga frá því í sumar gáfu engar vísbendingar um aukna virkni Vísindamenn voru við mælingar í Öskju í ágúst og söfnuðu meðal annars gögnum um gasútstreymi til að meta hvort aukning hafi orðið á jarðhita á svæðinu. Þær mælingar, ásamt þeim gögnum sem lágu fyrir í lok ágúst, gáfu engar vísbendingar um aukna jarðhitavirkni í Öskju eða um að kvika væri að færast nær yfirborðinu. „Það er talsverð áskorun að vakta eldstöðina yfir vetrartímann, en farið verður í Öskju til að fylgjast með og bæta við tækjabúnaði, til dæmis myndavélum og jarðhitamælum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Verði engar breytingar á virkni í Öskju verða frekari upplýsingar um stöðuna birtar á vef Veðurstofunnar eftir mánuð.
Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira