Glímudeild Njarðvíkur lögð niður eftir áralangar deilur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2023 07:01 Mynd sem fylgdi með færslu Glímudeildar Njarðvíkur. Facebook-síða Glímudeildar Njarðvíkur Stjórn Njarðvíkur hefur ákveðið að leggja niður glímudeild félagsins. Áralangar deilur hafa átt sér stað innan félagsins um starfsemi deildarinnar. Svo miklar voru deilurnar að deildin var óstarfhæf. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Njarðvíkur. Þar segir að deildin hafi verið óstarfhæf vegna ágreiningsins og að hún hafi ekki virt regluverk UMFN (Ungmennafélagsins Njarðvíkur) né lög Íþróta- og Ólympíusambands Íslands. „Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur sem starfar m.a. á lagagrundvelli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ber ábyrgð og skylda að hlutast til þegar deild félagsins verður óstarfhæf vegna ágreinings um það starf sem þar fer fram og þegar hún virðir ei lengur reglur UMFN né lög Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands,“ segir á vef Njarðvíkur. Þar er einnig tekið fram að aðalstjórn Njarðvíkur hafi ítrekað reynt að ná samkomulagi við forsvarsmenn glímudeildar til að hægt væri að viðhalda starfsemi henni í bæjarfélaginu. Það reyndist árangurslaust og var deildin lögð niður frá og með 28. september. Fölsuð undirskrift Glímudeild Njarðvíkur er ekki sammála öllu sem fram kemur hér að ofan. Gunnar Örn Guðmundsson, formaður glímudeildar, segir í langri færslu á Facebook-síðu deildarinnar að framkvæmdastjóri UMFN hafi falsað undirskrift glímudeildar til að koma í veg fyrir að félagsmenn gætu mætt á aðalfund deildarinnar. „Glímufólkið lét þó ekki blekkjast og 60 félagsmenn mættu á aðalfundinn á réttum stað. Á aðalfundinum var ný stjórn kjörin. Framkvæmdastjóri og formaður UMFN gerðu nýkjörnum formanni glímudeildarinnar mjög erfitt fyrir að starfa sem og að lokum gafst hann upp og varaformaður leysti hann undan skyldum sínum í stjórn.“ Eitrað andrúmsloft Gunnar Örn segir undanfarin ár hafa verið erfið fyrir þá sem koma að glímudeildinni, bæði stjórnendur og iðkendur. Ástæðan er eitrað andrúmsloft félagsins. „Var deildin m.a. útilokuð frá sameiginlegum fjáröflunum og viðburðum á vegum UMFN. Svo virðist sem þetta mál sé fyrir löngu orðið persónulegt og byggi hvorki á faglegum rökum né að hagur iðkenda glímu sé hafður í fyrirrúmi.“ Þrátt fyrir gríðarlega erfið samskipti við stjórn UMFN, kórónufaraldurinn, skort á æfingatímum þá telur glímudeild UMFN um 100 iðkendur á öllum aldri og er samkvæmt Facebook-pósti deildarinnar stærsta glímudeild landsins. Unnið markvisst í að leggja glímudeildina niður Einnig segir Gunnar Örn að núverandi framkvæmdastjóri UMFN hafi lengi unnið markvisst að því að leggja glímudeildina niður. „Á aðalfundi glímudeildarinnar 2021 var samþykkt úrsögn úr Judósambandi Íslands vegna ófaglegra vinnubragða sambandsins. Deildin breytti þá nafni deildarinnar [úr Júdódeild UMFN í Glímudeild UMFN] og gekk í Glímusamband Íslands. Áherslur deildarinnar breyttust við þetta og færðust yfir í íslenska glímu, gólfglímu og hryggspennu.“ Gunnar Örn ritar að árið 2021 hafi framkvæmdastjóri og formaður UMFN kallað stjórn glímudeildar á fund. Þar var stjórn glímudeildar hótað að ef stjórnandi deildarinnar – Guðmundur Stefán Gunnarsson, faðir Gunnars Arnar – yrði ekki rekinn þá yrði deildin kærð fyrir þjófnað á keppnisvelli. Ólíkar skoðanir hafi verið um eignarhald keppnisvallar en stjórn glímudeildar hafði leyst þann ágreining. Eftir fundinn sagði þó stjórn glímudeildar af sér, nema formaður hennar. Í kjölfarið boðuðu formaður og framkvæmdastjóri UMFN niðurlagningu glímudeildar. Planið var að boða til aðalfundar þar sem glímudeildin yrði lögð niður. Það markmið náðist þó ekki þar sem þáverandi formaður glímudeildar var enn starfandi. Formaðurinn boðaði síðar til löglegs aðalfundar. Einnig kemur fram að deildin hafi lengi vel unnið að því að slíta sig frá UMFN og hún hafi byggt upp glæsilegan iðkendahóp. „… stjórn Glímudeildarinnar mun gert allt sem hægt er til að tryggja áframhaldandi vöxt og velsæld glímuíþróttarinnar í Reykjanesbæ. Boðað verður til aðalfundar mjög fljótlega til að fara vel yfir stöðu málsins og framhaldið. Fram að því halda æfingar áfram að öllu óbreyttu.“ Yfirlýsingu Glímudeildar Njarðvíkur í heild sinni má finna hér að ofan í fréttinni. Glíma UMF Njarðvík Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Njarðvíkur. Þar segir að deildin hafi verið óstarfhæf vegna ágreiningsins og að hún hafi ekki virt regluverk UMFN (Ungmennafélagsins Njarðvíkur) né lög Íþróta- og Ólympíusambands Íslands. „Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur sem starfar m.a. á lagagrundvelli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ber ábyrgð og skylda að hlutast til þegar deild félagsins verður óstarfhæf vegna ágreinings um það starf sem þar fer fram og þegar hún virðir ei lengur reglur UMFN né lög Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands,“ segir á vef Njarðvíkur. Þar er einnig tekið fram að aðalstjórn Njarðvíkur hafi ítrekað reynt að ná samkomulagi við forsvarsmenn glímudeildar til að hægt væri að viðhalda starfsemi henni í bæjarfélaginu. Það reyndist árangurslaust og var deildin lögð niður frá og með 28. september. Fölsuð undirskrift Glímudeild Njarðvíkur er ekki sammála öllu sem fram kemur hér að ofan. Gunnar Örn Guðmundsson, formaður glímudeildar, segir í langri færslu á Facebook-síðu deildarinnar að framkvæmdastjóri UMFN hafi falsað undirskrift glímudeildar til að koma í veg fyrir að félagsmenn gætu mætt á aðalfund deildarinnar. „Glímufólkið lét þó ekki blekkjast og 60 félagsmenn mættu á aðalfundinn á réttum stað. Á aðalfundinum var ný stjórn kjörin. Framkvæmdastjóri og formaður UMFN gerðu nýkjörnum formanni glímudeildarinnar mjög erfitt fyrir að starfa sem og að lokum gafst hann upp og varaformaður leysti hann undan skyldum sínum í stjórn.“ Eitrað andrúmsloft Gunnar Örn segir undanfarin ár hafa verið erfið fyrir þá sem koma að glímudeildinni, bæði stjórnendur og iðkendur. Ástæðan er eitrað andrúmsloft félagsins. „Var deildin m.a. útilokuð frá sameiginlegum fjáröflunum og viðburðum á vegum UMFN. Svo virðist sem þetta mál sé fyrir löngu orðið persónulegt og byggi hvorki á faglegum rökum né að hagur iðkenda glímu sé hafður í fyrirrúmi.“ Þrátt fyrir gríðarlega erfið samskipti við stjórn UMFN, kórónufaraldurinn, skort á æfingatímum þá telur glímudeild UMFN um 100 iðkendur á öllum aldri og er samkvæmt Facebook-pósti deildarinnar stærsta glímudeild landsins. Unnið markvisst í að leggja glímudeildina niður Einnig segir Gunnar Örn að núverandi framkvæmdastjóri UMFN hafi lengi unnið markvisst að því að leggja glímudeildina niður. „Á aðalfundi glímudeildarinnar 2021 var samþykkt úrsögn úr Judósambandi Íslands vegna ófaglegra vinnubragða sambandsins. Deildin breytti þá nafni deildarinnar [úr Júdódeild UMFN í Glímudeild UMFN] og gekk í Glímusamband Íslands. Áherslur deildarinnar breyttust við þetta og færðust yfir í íslenska glímu, gólfglímu og hryggspennu.“ Gunnar Örn ritar að árið 2021 hafi framkvæmdastjóri og formaður UMFN kallað stjórn glímudeildar á fund. Þar var stjórn glímudeildar hótað að ef stjórnandi deildarinnar – Guðmundur Stefán Gunnarsson, faðir Gunnars Arnar – yrði ekki rekinn þá yrði deildin kærð fyrir þjófnað á keppnisvelli. Ólíkar skoðanir hafi verið um eignarhald keppnisvallar en stjórn glímudeildar hafði leyst þann ágreining. Eftir fundinn sagði þó stjórn glímudeildar af sér, nema formaður hennar. Í kjölfarið boðuðu formaður og framkvæmdastjóri UMFN niðurlagningu glímudeildar. Planið var að boða til aðalfundar þar sem glímudeildin yrði lögð niður. Það markmið náðist þó ekki þar sem þáverandi formaður glímudeildar var enn starfandi. Formaðurinn boðaði síðar til löglegs aðalfundar. Einnig kemur fram að deildin hafi lengi vel unnið að því að slíta sig frá UMFN og hún hafi byggt upp glæsilegan iðkendahóp. „… stjórn Glímudeildarinnar mun gert allt sem hægt er til að tryggja áframhaldandi vöxt og velsæld glímuíþróttarinnar í Reykjanesbæ. Boðað verður til aðalfundar mjög fljótlega til að fara vel yfir stöðu málsins og framhaldið. Fram að því halda æfingar áfram að öllu óbreyttu.“ Yfirlýsingu Glímudeildar Njarðvíkur í heild sinni má finna hér að ofan í fréttinni.
Glíma UMF Njarðvík Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Leik lokið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sjá meira