Síðan heimsmeistarinn Lionel Messi gekk í raðir Inter Miami hefur áhuginn á liðinu aukist stjarnfræðilega. Skömmu síðar mættur þeir Sergio Busquets og Jordi Alba. Nú vill Inter Miami fá annan miðjumann sem er við það að vera óþarfur hjá spænsku stórliði.
Lionel Messi has urged Inter Miami to sign Real Madrid's 38-year-old midfielder Luka Modri .
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) October 2, 2023
(Source: Cadena SER) pic.twitter.com/E9p0iqnt9p
Hinn 38 ára gamli Modrić hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Real Madríd það sem af er leiktíð og talið er að Inter stefni á að sækja reynsluboltann strax í janúar. Hann hefur ekki spilað mínútu í síðustu tveimur leikjum en fara þarf aftur til 2012 til að finna tvo leiki í röð sem Modrić tók ekki þátt í.
Modrić fékk fjölda fyrirspurna og tilboða frá Sádi-Arabíu síðasta sumar en ákvað að vera áfram hjá Real. Samkvæmt frétt ESPN er þó talið mun líklegra að Modrić gangi í raðir Inter Miami þar sem hugmyndin um að spila með Messi heillar Króatann gríðarlega.