Davíð Smári: Ætla að fá að njóta mómentsins í kvöld bara Hjörvar Ólafsson skrifar 30. september 2023 20:10 Vestri leikur í efstu deild á næsta keppnistímabili. Mynd/KSÍ Davíð Smári Lamude var að vonum stoltur og hrærður þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að ljóst var að lærisveinar hans hjá Vestra hefðu tryggt sér sæti í efstu deild með dramatísku sigri gegn Aftureldingu í úrslitaleik um sæti í deild þeirra bestu. „Ég er bara orðlaus í raun en fyrst og fremst er ég bara ofboðslega stoltur þessa stundina. Ég er ekki síst stoltur af þeim stuðningsmönnum sem mættu hér í kvöld og studdu okkur frábærlega. Það var ekki að sjá að það væru 400 kílómetrar á völlinn á þessum leik,“ sagði Davíð Smári aðspurður um hvernig honum væri innanbrjósts. „Ég efaðist aldrei um það að við gætum farið upp þrátt fyrir að við færum rólega af stað í deildinni. Við vorum inni í öllum leikjum og það vantaði lítið upp á að stigin færu að koma í hús. Það sem skipti jafn miklu leikmenn að leikmenn höfðu ávallt trú,“ sagði Davíð Smári um tímabilið sem var að ljúka. „Mér fannst við stýra leiknum í venjulegum leiktíma en misstum aðeins tökin í fyrri hluta framlengingarinnar. Þeir ógnuðu aldrei markinu okkar og við vorum meira með boltann. Markið var ofboðslega flott, bæði sendingin og svo slúttið,“ sagði þjálfarinn um leikinn. Davíð Smári á hliðarlínunni í leik dagsinsHafliði Breiðfjörð Davíð Smári hefur nú farið upp með lið úr fimm efstu deildum deildarkeppninnar: „Ég þurfti þrjár atrennur til þess að fara upp úr næstefstu deild þannig að ætli ég verði ekki að segja að það hafi verið erfiðast að fara upp úr henni,“ sagði hann léttur. „Ég ætla bara að njóta mómentsins núna og leyfa mér bara að vera í núinu í kvöld og næstu daga. Svo förum við að skipuleggja næsta tímabil og það að leika í efstu deild,“ sagði Davíð hrærður um upplifun sína af kvöldinu og framhaldið. Lengjudeild karla Vestri Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira
„Ég er bara orðlaus í raun en fyrst og fremst er ég bara ofboðslega stoltur þessa stundina. Ég er ekki síst stoltur af þeim stuðningsmönnum sem mættu hér í kvöld og studdu okkur frábærlega. Það var ekki að sjá að það væru 400 kílómetrar á völlinn á þessum leik,“ sagði Davíð Smári aðspurður um hvernig honum væri innanbrjósts. „Ég efaðist aldrei um það að við gætum farið upp þrátt fyrir að við færum rólega af stað í deildinni. Við vorum inni í öllum leikjum og það vantaði lítið upp á að stigin færu að koma í hús. Það sem skipti jafn miklu leikmenn að leikmenn höfðu ávallt trú,“ sagði Davíð Smári um tímabilið sem var að ljúka. „Mér fannst við stýra leiknum í venjulegum leiktíma en misstum aðeins tökin í fyrri hluta framlengingarinnar. Þeir ógnuðu aldrei markinu okkar og við vorum meira með boltann. Markið var ofboðslega flott, bæði sendingin og svo slúttið,“ sagði þjálfarinn um leikinn. Davíð Smári á hliðarlínunni í leik dagsinsHafliði Breiðfjörð Davíð Smári hefur nú farið upp með lið úr fimm efstu deildum deildarkeppninnar: „Ég þurfti þrjár atrennur til þess að fara upp úr næstefstu deild þannig að ætli ég verði ekki að segja að það hafi verið erfiðast að fara upp úr henni,“ sagði hann léttur. „Ég ætla bara að njóta mómentsins núna og leyfa mér bara að vera í núinu í kvöld og næstu daga. Svo förum við að skipuleggja næsta tímabil og það að leika í efstu deild,“ sagði Davíð hrærður um upplifun sína af kvöldinu og framhaldið.
Lengjudeild karla Vestri Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira