Brot í nánu sambandi: Njósnaði um farsímanotkun með forriti og beitti ofbeldi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. september 2023 19:17 Dæmt var í málinu á miðvikudag. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir margvísleg brot í nánu sambandi á miðvikudag. Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir að beita barnsmóður sinni líkamlegu ofbeldi, koma fyrir njósnaforriti í farsíma hennar og brjóta gegn nálgunarbanni. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi á um hálfs árs tímabili endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi maka síns og barnsmóður með andlegu og líkamlegu ofbeldi, hótunum, húsbroti, broti gegn friðhelgi og gegn nálgunarbanni. Njósnaði um farsímanotkun í þrjá mánuði Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í tvígang gripið um sambýliskonu sína, hrist hana til og öskrað á hana í maí 2022. Í fyrra skiptið hafði hann skömmu áður verið stöðvaður af lögreglu fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Í seinna skiptið hafi hann ruðst inn á heimilið og veist að henni í viðurvist barna þeirra. Að auki segir að í sama mánuði hafi maðurinn hótað að brjótast inn í íbúð konunnar í Instagram skilaboðum. Þá hafi hann einnig komið forritinu KidsGuard fyrir í farsíma hennar, sem gerði honum kleift að fylgjast með allri farsímanotkun hennar, þar á meðal einkasamtölum á samfélagsmiðlum. Maðurinn hafði slíkan aðgang á nær þriggja mánaða tímabili. Á tímabilinu tók hann 5036 skjáskot af síma hennar. Þá segir að maðurinn hafi í ágúst 2022 brotið gegn nálgunarbanni þegar hann kom að heimili hennar og hleypti börnum þeirra inn um svaladyr íbúðarinnar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafði þá ákveðið að maðurinn mætti ekki koma á svæði í innan fimmtíu metra radíuss frá íbúðarhúsi hennar. Hótaði að drepa sambýlismann barnsmóðurinnar Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa hótað að drepa sambýlismann barnsmóður sinnar í tvö skipti í ágúst 2022. Í lögregluskýrslu segir að maðurinn hafi haft samband við lögreglu þann og barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar þann 10. ágúst 2022 og sakað sambýlismann barnsmóður sinnar um barnaníð. Í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag hafi hann sagt orðrétt, „Ef ég sé hann þá drep ég hann. Bara svo það sé alveg á hreinu, ef hann deyr.“ Nokkrum klukkustundum síðar hafi hann síðan hringt á Neyðarlínuna og óskað eftir að lögregla færi að heimili barnsmóður sinnar og vísað manninum út. Annars myndi hann sjálfur drepa hann. Játaði að hluta til Maðurinn játaði að hafa veist að konunni í fyrra skiptið og að hafa komið njósnaforritinu fyrir í farsíma hennar. Vitni bar um að börn þeirra höfðu verið úti í garði meðan á seinna skiptinu stóð og var hann því sýknaður af þeim hluta ákæruliðsins. Hann sagðist ekki muna eftir að hafa hótað að brjótast inn í íbúð barnsmóðurinnar en fyrir lágu Instagram skilaboð frá 27. maí 2022 þar sem hann segir að vilji hún ekki skemmdan cylinder skuli hún skilja lyklana að íbúð hennar eftir. Þannig gerðist hann sekur um hótunina. Þá játaði maðurinn að hafa hótað að drepa sambýlismann barnsmóður sinnar, en sagðist ekki hafa raunverulega ætlað sér að drepa hann. Í lögregluskýrslu tveimur dögum eftir hótanirnar kvaðst hann ekki ætla að fylgja þeim eftir og þær höfðu einungis verið settar fram í þeim tilgangi að gera barnaverndaryfirvöldum og lögreglu grein fyrir málinu. Maðurinn var því sýknaður af þeim ákærukafla. Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar. Þó skyldi fullnustu refsingu frestað og hún falla niður á liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða konunni sexhundruð þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi á um hálfs árs tímabili endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi maka síns og barnsmóður með andlegu og líkamlegu ofbeldi, hótunum, húsbroti, broti gegn friðhelgi og gegn nálgunarbanni. Njósnaði um farsímanotkun í þrjá mánuði Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í tvígang gripið um sambýliskonu sína, hrist hana til og öskrað á hana í maí 2022. Í fyrra skiptið hafði hann skömmu áður verið stöðvaður af lögreglu fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Í seinna skiptið hafi hann ruðst inn á heimilið og veist að henni í viðurvist barna þeirra. Að auki segir að í sama mánuði hafi maðurinn hótað að brjótast inn í íbúð konunnar í Instagram skilaboðum. Þá hafi hann einnig komið forritinu KidsGuard fyrir í farsíma hennar, sem gerði honum kleift að fylgjast með allri farsímanotkun hennar, þar á meðal einkasamtölum á samfélagsmiðlum. Maðurinn hafði slíkan aðgang á nær þriggja mánaða tímabili. Á tímabilinu tók hann 5036 skjáskot af síma hennar. Þá segir að maðurinn hafi í ágúst 2022 brotið gegn nálgunarbanni þegar hann kom að heimili hennar og hleypti börnum þeirra inn um svaladyr íbúðarinnar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafði þá ákveðið að maðurinn mætti ekki koma á svæði í innan fimmtíu metra radíuss frá íbúðarhúsi hennar. Hótaði að drepa sambýlismann barnsmóðurinnar Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa hótað að drepa sambýlismann barnsmóður sinnar í tvö skipti í ágúst 2022. Í lögregluskýrslu segir að maðurinn hafi haft samband við lögreglu þann og barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar þann 10. ágúst 2022 og sakað sambýlismann barnsmóður sinnar um barnaníð. Í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag hafi hann sagt orðrétt, „Ef ég sé hann þá drep ég hann. Bara svo það sé alveg á hreinu, ef hann deyr.“ Nokkrum klukkustundum síðar hafi hann síðan hringt á Neyðarlínuna og óskað eftir að lögregla færi að heimili barnsmóður sinnar og vísað manninum út. Annars myndi hann sjálfur drepa hann. Játaði að hluta til Maðurinn játaði að hafa veist að konunni í fyrra skiptið og að hafa komið njósnaforritinu fyrir í farsíma hennar. Vitni bar um að börn þeirra höfðu verið úti í garði meðan á seinna skiptinu stóð og var hann því sýknaður af þeim hluta ákæruliðsins. Hann sagðist ekki muna eftir að hafa hótað að brjótast inn í íbúð barnsmóðurinnar en fyrir lágu Instagram skilaboð frá 27. maí 2022 þar sem hann segir að vilji hún ekki skemmdan cylinder skuli hún skilja lyklana að íbúð hennar eftir. Þannig gerðist hann sekur um hótunina. Þá játaði maðurinn að hafa hótað að drepa sambýlismann barnsmóður sinnar, en sagðist ekki hafa raunverulega ætlað sér að drepa hann. Í lögregluskýrslu tveimur dögum eftir hótanirnar kvaðst hann ekki ætla að fylgja þeim eftir og þær höfðu einungis verið settar fram í þeim tilgangi að gera barnaverndaryfirvöldum og lögreglu grein fyrir málinu. Maðurinn var því sýknaður af þeim ákærukafla. Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar. Þó skyldi fullnustu refsingu frestað og hún falla niður á liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða konunni sexhundruð þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira