RÚV þverneitar að borga og hafnar kröfum BÍ Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2023 15:50 Sigríður Dögg segir það hart að stöndugasti fjölmiðill landsins, sá sem fái 7 milljarða á ári frá skattgreiðendum, tími ekki að borga sínu fólki samkvæmt kjarasamningi BÍ. Stefán Eiríkisson Útvarpsstjóri er fastur fyrir. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur misst þolinmæðina í viðræðum sínum við Ríkisútvarpið. Hún sendi nýverið bréf til starfsmanna RÚV þar sem hún gerir grein fyrir stöðu mála. Sigríður Dögg er jafnframt starfsmaður RÚV þannig að hæg eru heimatökin en þar rekur hún raunir sínar sem í stuttu máli ganga út á að RÚV neitar að greiða dagskrárgerðarmönnum RÚV laun/kjör til samræmis við samninga BÍ. Þetta snýst í stórum dráttum um hið svokallaða „þriggja mánaða-leyfi“ blaðamanna. Snýst um skilgreiningu á hugtakinu blaðamennska Vísir heyrði í Sigríði Dögg og bað hana um að útskýra málið í fáum dráttum: „BÍ hefur nú um nokkurra ára skeið staðið í viðræðum við RÚV fyrir hönd félaga sem eru dagskrárgerðarmenn á RÚV. Þeir hafa hingað til ekki fengið kjör samkvæmt samningi Blaðamannafélagsins. RÚV neitar að skilgreina dagskrárgerðarfólk sem blaðamenn, að þeir séu ekki að vinna sem slíkir,“ segir Sigríður Dögg. Hún telur þetta alveg fráleitan skilning. Og óþolandi að félagsmenn BÍ, sem starfa við þá blaðamennsku sem felst í dagskrárgerð á RÚV búi við lakari kjör en kollegar þeirra sem starfa á fréttadeildinni. „Enda viðgengst það ekki á neinum öðrum fjölmiðli hér á landi. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að dagskrárgerð er blaðamennska enda felst blaðamennska í söfnun, mati á og miðlun upplýsinga.“ Þeir bara tíma ekki að borga Sigríður Dögg segir það tómt mál að BÍ muni líða að opinber og stöndug stofnun á borð við RÚV skilgreini blaðamennsku með öðrum hætti en blaðamenn sjálfir og svo Hæstiréttur Íslands. „Þetta er ekki bara mál sem snýr að kjörum þessa tiltekna fólks heldur snýr þetta að stéttinni allri; að stærsti og efnaðasti fjölmiðill landsins hafi annan skilning á því hvað felst í hugtakinu blaðamennska. Sérstaklega á tímum eins og þessum þar sem staða fagsins og stéttarinnar allrar þar sem sótt er að stéttinni og faginu úr öllum áttum.“ Tíma þeir ekki að borga? „Nei, það er bara það.“ Sigríður Dögg segir Stefán Eiríksson Útvarpsstjóra bera alla ábyrgð á þvermóðsku stofnunarinnar en hún hefur einkum átt í samskiptum við lögmann RÚV, fyrir hönd hans. Í mörgum tilfellum er um að ræða gamalkunna blaðamenn á borð við Sunnu Valgerðardóttur, Önnu Marsibil, Guðna Tómasson og Guðrúnu Hálfdánardóttur, svo einhver dæmi séu nefnd. Sigríður Dögg segir sárt til þess að vita að stofnun sem fær 7 milljarða á ári sé svo eini fjölmiðillinn sem harðneitar að borga blaðamönnum samkvæmt kjarasamningi. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Félagasamtök Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Sigríður Dögg er jafnframt starfsmaður RÚV þannig að hæg eru heimatökin en þar rekur hún raunir sínar sem í stuttu máli ganga út á að RÚV neitar að greiða dagskrárgerðarmönnum RÚV laun/kjör til samræmis við samninga BÍ. Þetta snýst í stórum dráttum um hið svokallaða „þriggja mánaða-leyfi“ blaðamanna. Snýst um skilgreiningu á hugtakinu blaðamennska Vísir heyrði í Sigríði Dögg og bað hana um að útskýra málið í fáum dráttum: „BÍ hefur nú um nokkurra ára skeið staðið í viðræðum við RÚV fyrir hönd félaga sem eru dagskrárgerðarmenn á RÚV. Þeir hafa hingað til ekki fengið kjör samkvæmt samningi Blaðamannafélagsins. RÚV neitar að skilgreina dagskrárgerðarfólk sem blaðamenn, að þeir séu ekki að vinna sem slíkir,“ segir Sigríður Dögg. Hún telur þetta alveg fráleitan skilning. Og óþolandi að félagsmenn BÍ, sem starfa við þá blaðamennsku sem felst í dagskrárgerð á RÚV búi við lakari kjör en kollegar þeirra sem starfa á fréttadeildinni. „Enda viðgengst það ekki á neinum öðrum fjölmiðli hér á landi. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að dagskrárgerð er blaðamennska enda felst blaðamennska í söfnun, mati á og miðlun upplýsinga.“ Þeir bara tíma ekki að borga Sigríður Dögg segir það tómt mál að BÍ muni líða að opinber og stöndug stofnun á borð við RÚV skilgreini blaðamennsku með öðrum hætti en blaðamenn sjálfir og svo Hæstiréttur Íslands. „Þetta er ekki bara mál sem snýr að kjörum þessa tiltekna fólks heldur snýr þetta að stéttinni allri; að stærsti og efnaðasti fjölmiðill landsins hafi annan skilning á því hvað felst í hugtakinu blaðamennska. Sérstaklega á tímum eins og þessum þar sem staða fagsins og stéttarinnar allrar þar sem sótt er að stéttinni og faginu úr öllum áttum.“ Tíma þeir ekki að borga? „Nei, það er bara það.“ Sigríður Dögg segir Stefán Eiríksson Útvarpsstjóra bera alla ábyrgð á þvermóðsku stofnunarinnar en hún hefur einkum átt í samskiptum við lögmann RÚV, fyrir hönd hans. Í mörgum tilfellum er um að ræða gamalkunna blaðamenn á borð við Sunnu Valgerðardóttur, Önnu Marsibil, Guðna Tómasson og Guðrúnu Hálfdánardóttur, svo einhver dæmi séu nefnd. Sigríður Dögg segir sárt til þess að vita að stofnun sem fær 7 milljarða á ári sé svo eini fjölmiðillinn sem harðneitar að borga blaðamönnum samkvæmt kjarasamningi.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Félagasamtök Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira