Orðsendingar milli dómara. Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 29. september 2023 15:30 Í dómsmáli sem ég lenti í fannst mér ég sjá vísbendingar um og sýndist ég jafnvel hafa sannanir fyrir því að dómari sendi rithandarsérfræðingi sem átti að sjá um greiningu undirritana í dómsmálinu og dómurum á efra dómstigi orðsendingar beinlínis til þess að hafa áhrif á að niðurstöðu þeirra með illa duldum ábendingum um hvernig þeir ættu að haga sínum úrskurðum og dómum. Ég hef fengið það staðfest með viðtölum við lögmenn að þetta sé vel þekkt fyrirbæri. Í fyrsta sinn sá ég þetta á skjali sem rithandarsérfræðingurinn hafði fengið sent. Um var að ræða tölvupóst til dómarans frá erlendum lögmanni hins aðila málsins þar sem hann fullyrðir að forráðamenn þess hafi verið viðstaddir svokallaðar undirritanir mínar. Reyndar voru í þessu plaggi beinlínis rangfærslur þar sem einungis tvær undirritanir gátu hafa verið ritaðar á þeim tíma sem þær áttu að hafa átt sér stað vegna þess að hin skjölin voru ekki til fyrr en síðar. Þar fyrir utan voru undirritanirnar ekki mínar eins og síðar kom í ljós. Ég hafði samband við rithandarsérfræðinginn og spurði hann hvernig og frá hverjum hann hefði fengið þetta skjal. Hann svaraði því til að dómarinn hefði sent sér hann í tölvupósti. Í annað skiptið sem þessi hegðan dómara virtist gerast var þegar ég reyndi allt sem ég gat til þess að sýna fram á að ég hefði ekki ritað umræddar undirskriftir og vildi að leitað væri til annarra sérfræðinga á öðrum forsendum. Eftir höfnun í undirrétti áfrýjaði ég til Hæstaréttar. Úrskurður héraðsdómara var auðvitað sendur Hæstarétti (Þetta gerðist áður en Landsréttur var stofnaður). Eftirfarandi staðhæfingar dómarans í honum vakti sérstaka athygli mína. Mér fannst hún einmitt ætluð Hæstarétti færi málið þangað. Hún var eitthvað á þessa leið: Í fyrsta lagi: Af gögnum málsins mætti ráða að ósætti hefði komið upp milli mín og hins eigenda fyrirtækisins. Ég veit reyndar ekki hvaða gögn dómarinn er að vísa í. Að minnsta kosti hafa þau ekki borið fyrir mín augu. Auk þess er þetta rangt. Dómsmálið kom ekki til vegna einhvers ósættis milli okkar heldur einfaldlega vegna ógreiddra reikninga. Í öðru lagi: Fyrir lægi yfirlýsing félaga míns í fyrirtækinu um að hann hefði ekki veitt félaginu ákveðna heimild enda fæli það í sér tvígreiðslu af hálfu hins aðilans í málinu. Hann væri samt helmingseigandi að fyrirtæki okkar og hefði verið framkvæmdastjóri þess á þessum tíma. Minna skýringa á málinu var ekki getið frekar en þær væru ekki til. Meðal annars var hin svokallaða tvígreiðsla út í hött. Þessar fullyrðingar dómara fannst mér afar furðulegar. Þær komu úrskurðinum, hvort leita mætti til fleiri sérfræðinga varðandi undirritanir, nákvæmlega ekkert við. Mér fannst að þeim væri beint til Hæstaréttar sem sérstökum upplýsingum til þess að hafa áhrif á úrskurð hans sem reyndar kallast dómur. Í hitt skiptið sem mér virtist upplýsingar vera sendar frá einu dómstigi til annars birtist í dómi Hæstaréttar. Hann staðfesti að öllu leyti dóm héraðsdóms en bætti við fáeinum atriðum sem greinilega áttu að styrkja hann.Meðal þeirra var að fyrirtæki okkar hefði fengið um 8 milljónum króna of háa upphæð frá hinum aðila málsins. Þessi ásökun hafði mér vitandi hvergi komið fram í gögnum málsins hjá Hæstarétti og örugglega ekki í málflutningi fyrir honum. Hún hafði komið fram í málflutningi fyrir héraðsdómi og var önnur af tveimur röksemdum hins aðilans í málinu sem héraðsdómarinn hafði ekki sett fram í forsendum fyrir dómnum. Hann hafði samt þrætt sig í gegnum allar aðrar röksemdir hans (en sleppt mínum eins og þær væru ekki til). Þess vegna hélt ég að það væri þar með komið út úr málinu og einbeitti mér að því að gagnrýna þau atriði sem komu fram í dómnum sjálfum. Eftir því sem ég best get séð hefur héraðsdómarinn bent dómurum í Hæstarétti á hana annaðhvort munnlega eða í tölvupósti. Ég var ekki í hæstarétti spurður út í eitt né neitt í þessu sambandi. Skýringin var einföld. Af ofangreindum átta milljónum hafði mér verið greiddar fimm milljónir samkvæmt samningi en afgangurinn þrjár milljónir virtust hafa horfið í vasa félaga míns. Spyrja má. Getur það verið að það kveði að því að dómarar gefi sérfræðingum sem taka að sér að greina ákveðinn hluta máls fyrir dómi og dómurum á efri dómstigum ábendingar um hver sé sekur og hver ekki að hans mati og hvernig megi gera dóma áhrifameiri? Svar mitt er að það séu jú til sterkar vísbendingar um að einhverjir þeirra að minnsta kosti hafi gert það.Enn má spyrja. Er þetta eðlilegt og í samræmi við lög? Ég held að það geti bara ekki verið! Dæmi hver fyrir sig! Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Dómstólar Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í dómsmáli sem ég lenti í fannst mér ég sjá vísbendingar um og sýndist ég jafnvel hafa sannanir fyrir því að dómari sendi rithandarsérfræðingi sem átti að sjá um greiningu undirritana í dómsmálinu og dómurum á efra dómstigi orðsendingar beinlínis til þess að hafa áhrif á að niðurstöðu þeirra með illa duldum ábendingum um hvernig þeir ættu að haga sínum úrskurðum og dómum. Ég hef fengið það staðfest með viðtölum við lögmenn að þetta sé vel þekkt fyrirbæri. Í fyrsta sinn sá ég þetta á skjali sem rithandarsérfræðingurinn hafði fengið sent. Um var að ræða tölvupóst til dómarans frá erlendum lögmanni hins aðila málsins þar sem hann fullyrðir að forráðamenn þess hafi verið viðstaddir svokallaðar undirritanir mínar. Reyndar voru í þessu plaggi beinlínis rangfærslur þar sem einungis tvær undirritanir gátu hafa verið ritaðar á þeim tíma sem þær áttu að hafa átt sér stað vegna þess að hin skjölin voru ekki til fyrr en síðar. Þar fyrir utan voru undirritanirnar ekki mínar eins og síðar kom í ljós. Ég hafði samband við rithandarsérfræðinginn og spurði hann hvernig og frá hverjum hann hefði fengið þetta skjal. Hann svaraði því til að dómarinn hefði sent sér hann í tölvupósti. Í annað skiptið sem þessi hegðan dómara virtist gerast var þegar ég reyndi allt sem ég gat til þess að sýna fram á að ég hefði ekki ritað umræddar undirskriftir og vildi að leitað væri til annarra sérfræðinga á öðrum forsendum. Eftir höfnun í undirrétti áfrýjaði ég til Hæstaréttar. Úrskurður héraðsdómara var auðvitað sendur Hæstarétti (Þetta gerðist áður en Landsréttur var stofnaður). Eftirfarandi staðhæfingar dómarans í honum vakti sérstaka athygli mína. Mér fannst hún einmitt ætluð Hæstarétti færi málið þangað. Hún var eitthvað á þessa leið: Í fyrsta lagi: Af gögnum málsins mætti ráða að ósætti hefði komið upp milli mín og hins eigenda fyrirtækisins. Ég veit reyndar ekki hvaða gögn dómarinn er að vísa í. Að minnsta kosti hafa þau ekki borið fyrir mín augu. Auk þess er þetta rangt. Dómsmálið kom ekki til vegna einhvers ósættis milli okkar heldur einfaldlega vegna ógreiddra reikninga. Í öðru lagi: Fyrir lægi yfirlýsing félaga míns í fyrirtækinu um að hann hefði ekki veitt félaginu ákveðna heimild enda fæli það í sér tvígreiðslu af hálfu hins aðilans í málinu. Hann væri samt helmingseigandi að fyrirtæki okkar og hefði verið framkvæmdastjóri þess á þessum tíma. Minna skýringa á málinu var ekki getið frekar en þær væru ekki til. Meðal annars var hin svokallaða tvígreiðsla út í hött. Þessar fullyrðingar dómara fannst mér afar furðulegar. Þær komu úrskurðinum, hvort leita mætti til fleiri sérfræðinga varðandi undirritanir, nákvæmlega ekkert við. Mér fannst að þeim væri beint til Hæstaréttar sem sérstökum upplýsingum til þess að hafa áhrif á úrskurð hans sem reyndar kallast dómur. Í hitt skiptið sem mér virtist upplýsingar vera sendar frá einu dómstigi til annars birtist í dómi Hæstaréttar. Hann staðfesti að öllu leyti dóm héraðsdóms en bætti við fáeinum atriðum sem greinilega áttu að styrkja hann.Meðal þeirra var að fyrirtæki okkar hefði fengið um 8 milljónum króna of háa upphæð frá hinum aðila málsins. Þessi ásökun hafði mér vitandi hvergi komið fram í gögnum málsins hjá Hæstarétti og örugglega ekki í málflutningi fyrir honum. Hún hafði komið fram í málflutningi fyrir héraðsdómi og var önnur af tveimur röksemdum hins aðilans í málinu sem héraðsdómarinn hafði ekki sett fram í forsendum fyrir dómnum. Hann hafði samt þrætt sig í gegnum allar aðrar röksemdir hans (en sleppt mínum eins og þær væru ekki til). Þess vegna hélt ég að það væri þar með komið út úr málinu og einbeitti mér að því að gagnrýna þau atriði sem komu fram í dómnum sjálfum. Eftir því sem ég best get séð hefur héraðsdómarinn bent dómurum í Hæstarétti á hana annaðhvort munnlega eða í tölvupósti. Ég var ekki í hæstarétti spurður út í eitt né neitt í þessu sambandi. Skýringin var einföld. Af ofangreindum átta milljónum hafði mér verið greiddar fimm milljónir samkvæmt samningi en afgangurinn þrjár milljónir virtust hafa horfið í vasa félaga míns. Spyrja má. Getur það verið að það kveði að því að dómarar gefi sérfræðingum sem taka að sér að greina ákveðinn hluta máls fyrir dómi og dómurum á efri dómstigum ábendingar um hver sé sekur og hver ekki að hans mati og hvernig megi gera dóma áhrifameiri? Svar mitt er að það séu jú til sterkar vísbendingar um að einhverjir þeirra að minnsta kosti hafi gert það.Enn má spyrja. Er þetta eðlilegt og í samræmi við lög? Ég held að það geti bara ekki verið! Dæmi hver fyrir sig! Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar