Maneul Neuer skellti sér á skíði eftir vonbrigði þýska landsliðsins á HM í Katar 2022. Þar fótbrotnaði hann og hefur ekki getað æft fótbolta, allt þar til í gær þegar hann mætti á æfingu með félagsliði sínu.
Neuer gekkst undir skurðaðgerð í byrjun ágúst þar sem málmplata var fjarlægð úr fæti hans. Hann tók svo þátt í sinni fyrstu liðsæfingu í gær og gleðin var mikil ef marka má samfélagsmiðla liðsins.
Schön, dich wieder mit dem Team zu sehen, @Manuel_Neuer! 🥰 #MiaSanMia #FCBayern pic.twitter.com/Th4ZeNqUsd
— FC Bayern München (@FCBayern) September 28, 2023
Neuer er fyrirliði bæði Bayern Munchen og þýska landsliðsins, endurkomu hans er því beðið með mikilli eftirvæntingu. Það reiddust margir fyrirliðanum að hafa komið sér í þessar aðstæður á skíðunum og skapa hættu á meiðslum. Á sama tíma og þetta gerðist alls var Neuer sömuleiðis í stríði við Bayern og gagnrýndi félagið harðlega fyrir að reka markmannsþjálfarann sinn. Margir vildu losna við Neuer en það virðist búið að grafa þær stíðsaxir og félagið bíður nú spennt eftir endurkomu fyrirliðans.
Christopher Freund, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, sagði á þriðjudag að það væri bara spurning um „nokkra daga“ þangað til leikmaðurinn sneri aftur á völlinn. En þjálfari liðsins, Tomas Tuchel, fer aðeins varkærar í hlutina og segir þurfa að sýna þolinmæði. Leikmaðurinn hafi bara tekið þátt í hluta af æfingunni í gær og þeir þurfi að bíða, að minnsta kosti, þangað til hann getur tekið fullan þátt áður en hann spilar aftur með liðinu.
🎙 #Tuchel zum Auftakt über das gestrige Neuer-Comeback im Teamtraining: "Es sind sehr gute Nachrichten. Er hat Teile des Trainings mitgemacht. Es ist ein weiterer Schritt. Wenn er mal voll im Training ist, kann es schnell gehen, aber davon ist er noch etwas entfernt."#FCBayern pic.twitter.com/01fBv7uCVU
— FC Bayern München (@FCBayern) September 29, 2023
Bayern Munchen leikur mikilvægan leik við RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni um helgina. Leipzig liðið er stigi á eftir Bayern, sem situr í efsta sæti deildarinnar.